Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dungeons and Dragons
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa þessari mynd þá væri það líklegast orðið "dauðasynd". Hversu ítarlega sem ég þræði lendur huga míns í leit að einhverjum jákvæðum hlut til að segja um þessa mynd þá mun mér aldrei takast það. Söguþráðurinn gæti þess vegna verið stolinn úr Andrésblaði, leikurinn er hreint og beint vandræðalegur og meira að segja tæknibrellurnar (sem yfirleitt er eina skrautfjöður sambærilegra mynda) eru ódýrar og passa illa inn í atriðin. Sér í lagi stingur Marlon Waynes í stúf og fellur hann álíka vel inn í umhverfi sitt og geimfar í sundlaug. Ég sé eftir hverri krónu sem fór í að kaupa mig inn á þessa ómynd og það er nokkuð ljóst að Solomon leikstjóri kemur ekki til með að vaða í jafn miklu gulli og nafni hans gerði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stigmata
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég keypti miða á Stigmata bjóst ég við að vera að kaupa mig inn á einhverja ódýra B-hryllingsmynd en raunin varð allt önnur. Stigmata er í raun ádeila á þá stefnu sem kaþólsk kirkja hefur haldið til streytu gegnum aldirnar. Þessi harði boðskapur fer vel við listilega útfærð hryllingsatriði sem fá hárin til að rísa. Myndin er ákaflega dimm og flott í alla staði auk þess sem tæknibrellur eru til fyrirmyndar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei