Gagnrýni eftir:
The Princess Diaries0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd varð fyrir valinu þegar við vinkonurnar ætluðum að fara í bíó. Við vorum dálítið spenntar að fara á hana, því okkur langaði öllum að sjá hana. Hún var eiginlega betri en ég hélt. Hún er svona ekta mynd sem mér finnst gaman að horfa á. Ef hún væri komin á sölumyndband þá væri hún lang efst á óskalistanum fyrir jólin og afmælið mitt. Mér finnst að hver sem þú ert þá ættir þú að skella þér beint í bíó, ef þú ert ekki þegar búin að sjá hana!! Mér finnst söguþráðurinn frábær en nokkrar persónur hryllilega leiðinlegar. Þar á meðal: Fontana stelpurnar þrjár og strákurinn sem bauð henni á strandarpartíið. Ég held að ég ætli ekki að hafa þetta neitt lengra þannig að ég segi bara: SKELLTU ÞÉR Í BÍÓ!!!

