Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin the Others er kyngimögnuð hrollavekja sem fær hárin til að rísa. Það sem er heillandi við myndina er að hún hér sveipuð ákveðini dulúð og spennu frá upphafi til enda. Að mínu mati er það einkenni góðrar myndar ef hún heldur athygli manns allan tímann og það er ekki hægt að segja annað en þessi mynd geri það. Nicole Kidman fer með aðalhlutverkið í myndinni og ferst henni það einstaklega vel úr hendi. Það má í raun segja að allir leikarar myndarinnar skili sínum hlutverkum vel. Það sem vakti eftirtekt mína var að það er í raun lítið um atriði sem meiga missa sín og spennan dettur aldrei niður eins og oft vill gerast í svipuðum kvikmyndum. Söguþráður myndarinnar er hreint magnaður og ég veit ekki með aðra en endirinn kom mér svo sannarlega á óvart. Svona í lokin þá er óhætt að mæla með þessari mynd fyrir þá sem eru fyrir spennu og hrollvekju í bland því unendur slíkra mynda verða ekki vonsviknir með þessa. Þið skuluð allavegana búa ykkur undir að öskra af og til og fá gæsahúð, þetta er svoleiðis mynd. Pottþétt skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mávahlátur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mávahlátur er hin besta skemtun sem ég mæli endregið með. Það eru samt nokkur atriði sem mig langar að nefna sem kosti og galla þessarar myndar. Í fyrsta lagi er þetta saga sem er sveipuð ákveðinni dulúð og heldur það athygli áhorfandans á myndinni allan tímann. Flest allir leikarar skila sínum hlutverkum vel. Þeir sem heilluðu mig mest með leik sínum voru Ugla, Hilmir Snær og Sigurveig Jónsdóttir. Unun var að horfa á atriðin með Uglu og Hilmi Snæ þar sem þau léku á móti hvort öðru. Það eru í raun fáir gallar á þessari mynd en einn galli er þó sýnu stærstur. Þýskur maður að nafni Heino Ferch leikur stórt hlutverk í myndinni og kemur það vægast sagt hörmulega út. Vegna þess að það er íslendingur sem talar inn á myndina fyrir hann og þetta passar bara alls ekki saman. Þetta er stórt lýti annars góðri mynd. Það eru margir íslenskir leikarar sem hefðu getað leikið þetta hlutverk vel. Flest annað í Mávahlátri lukkast vel og hvet ég fólk til að fara að sjá þessa mynd því sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei