Gagnrýni eftir:
Mýrin0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þar sem ég var búinn að heyra og lesa mikið hrós um þessa mynd þá varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með hana. Frammistaða leikara er með ágætum og öll vinnsla fagmannleg. Atli Rafn sýnir tam einn bezta kvikmyndaleik sem ég hef séð í íslenzkri mynd
Gallinn er sá að ekki tekst vel að segja 2 sögur samhliða. Þarna vantaði betri handritsvinnu eins og oftast áður í íslenzkum myndum. Fyrir þá sem hafa lesið bókina var þetta etv í lagi, en fyrir okkur hin þá virkar þetta nokkuð ruglingslegt og lítt sannfærandi.
Ég get heldur ekki hrósað tónlistarhlutanum sem mikið hefur verið rætt um og skrifað. Ég heyrði ekki betur en þarna væru sínotuð 3-4 gömul dægurlög í karlakórsútsetningu með harmóníku af og til, stundum var þetta alveg smekklaust eins og þegar sungið var hástöfum ofan í dramatískt samtal í bíl.

