Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hable con ella
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Síðast Almodóvar leyfði heiminum að sjá inn í hugarheim sinn og sýn sína á konum kom meistaraverkið Todo sobre mi madre eða Allt um móður mína sem hann vann loksins óskarinn fyrir 1999. Í nýjustu mynd sinni, Hable con ella, heldur Almodóvar áfram þar sem frá var horfið í Allt um móður mína en segir núna sögu um hversu mikið karlmenn elska konur í stað þess að einbeita sér eingöngu að konum eins og oft áður.


Aðalleikararnir Javier Cámara og hinn argentínski Darío Grandinetti eru stórkostlegir í hlutverkum sínum og ná að koma tilfinningum sínum beint til áhorfenda. Sagan er nokkuð hæg og Almodóvar gefur sér tíma til að segja söguna en það kemur ekki að sök þar sem hún er einstaklega þétt út í gegn.


Til að fullkomna kvikmynd sína fékk Almodóvar til liðs við sig Alberto Iglesias sem gerði með honum tónlistina í Allt um móður mína og skilar af sér frábærri og tilfinningaríkri tónlist sem á vel við myndina í flutningi Lundúnar sinfóníunnar. Auk þess fær Almodóvar hinn brazilíska djassista Caetano Veloso til að spila í einu atriði myndarinnar sem er stórkostleg samspil kvikmyndar og tónlistar.


Fyrir sanna aðdáendur Almodóvar þá er mjög gaman að velta fyrir sér hvernig endirinn og byrjunin tengjast utan leikaranna á listfenginn hátt en það verður hver og einn að sjá fyrir sig sjálfn.


Fyrir alla þó sem hrifust af Allt um móður mína fer Hable con ella í flokinn, verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei