Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð bara að segja að ég er býsna ánægður með myndina. Ég vissi við hverju átti að búast og mér kom reyndar svolítið á óvart hversu miklu af óhugnaðinum úr bókinni var haldið í myndinni. Hún fer kannski hægt af stað en eftir hlé kemur rífandi rykkur sem helst allt til enda. Það sem ég held að margir séu ósáttir við er hversu lítið hlutverk Clarice á í þessari mynd þegar maður skoðar málið eftir á. Ég er sjálfur alveg sáttur við það, þetta gengur upp fyrir mér ef maður hugsar málið þannig að fyrri myndin hefði heitið Clarice og seinni myndin Hannibal. Fyrri myndin var um hana og hennar reynslu af því að ganga inn í þennan heim og því var óhugnaðurinn í fyrirrúmi. Þessi mynd er um Hannibal, sem lifir og hrærist í þessum heimi. Fyrir honum er þetta allt eðlilegt og sjálfsagt og því þarf óhugnaðurinn að vera sýnilegur, þú ert ekkert að læðast í kring um þetta eins og köttur í kring um heitan graut ef þú ert að fjalla um Hannibal, það bara er ekki hægt. Því finnst mér að mörgu leyti óeðlilegt að bera saman þessar myndir, það væri eins og að bera Silence of the Lambs saman við Henry: Portrait of a serial killer. Þar var óhugnaðurinn í því sem hann gerði, myndin var um hann og því ekki hægt að taka á þessu með öðru móti. Um leikarana má það segja að það sem Julianne Moore gerir, gerir hún vel. Hopkins er djöfulmagnaður og á þessa mynd með húð og hári. Mér fannst sérstaklega gaman að sjá allar hliðarnar á honum, fræðimaðurinn, yfirstéttarsnobbarinn, sadistinn og dýrið (mér bresta lýsingarorð). Gallinn er: Mér finnst hann orðinn of gamall fyrir þetta hlutverk. Mínar tvær krónur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei