Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá The Mummy fyrir uþb. ári síðan og fannst hún svo góð að ég keypti mér hana. Hún var skemmtileg, fyndin, spennandi, og frekar hræðileg, allavega í fyrsta skiptið sem maður sá hana. Núna er framhaldið komið, og mér finnst það gefa fyrri myndinni lítið eftir. Mér finnst það að vísu notast of mikið við söguþráðinn í fyrri myndinni, en sú var eins og áður sagði mjög góð, hún er ágætlega leikin, skemmtileg og spennandi, alveg eins og fyrri myndin. Ég mæli með þessari fyrir alla sem fundust sú fyrri góð skemmtun, og fyrir alla þá sem finnst gaman að góðum ævintýramyndum, og stórum skammti af spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei