Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Tillsammans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin segir frá kommúnunni Tillsammans og lífi fólksins sem þar býr. Í kommúnunni gengur ýmislegt á, eins og við má búast þegar fólk býr svo margt saman undir einu litlu þaki.

Karakterarnir lifa fábrotnu hippa-lífi, og myndin fjallar um átök og vandamál sem upp koma hjá þeim. Margir þeirra eru óvissir um kynhneigð sína, og kynferðisleg tilraunastarfsemi er stór hluti af myndinni. Þetta sáum við líka í annarri mynd eftir leikstjórann Lukas Moodysson, Fucking Åmål, og virðist vera honum hugleikið efni.

Myndin átti sína spretti, en of mikið fannst mér vera um dauða kafla, og held ég að myndin hefði mátt missa nokkrar mínútur í lengd. Hún var samt áreynslulaus, ekkert að rembast neitt, og hafði frekar afslappað yfirbragð.

Um Tillsammans er svo sem ekki mikið hægt að segja, þetta er lítil og fábrotin mynd um lítið og fábrotið samfélag, og skilar sínu bara nokkuð vel að mér finnst. Einföld og fín evrópuræma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var mjög hrifinn af stílbragði myndarinnar, litum, myndatöku og tónlist. En Tom Cruise og hans steinrunna glott áttu ekkert erindi inn í Vanilla Sky. Sömuleiðis með Penélope Cruz, sem var ekki meira en sami þreytti kjútípæ karakterinn sem hún er föst í að leika.

Burtséð frá horror parinu Cruise&Cruz var umgjörð myndarinnar nokkuð góð, og aðrir leikarar að standa sig vel. Cameron Diaz sýndi að hún er með betri leikkonum í Hollywood um þessar mundir, og Jason Lee var jafn góður og alltaf, þótt hann sé því miður svolítið að staðna. Kurt Russel átti líka skemmtilegt hlutverk.

Plottið fannst mér hefði mátt hafa vandaðra og lengra wrap-up. Mér fannst það ekki standa nægilega vel undir þeim væntingum sem sagan var búin að byggja upp frá upphafi myndarinnar.

Boðskapurinn var augljós, en mér fannst hann ekki koma nægilega sterkt fram. Hin bráðsnjalla mynd Groundhog Day kom svipuðum boðskap til skila mun betur en Vanilla Sky, þó dálítill munur hafi verið á.

Ég ætla mér að horfa á þessa mynd amk. tvisvar í viðbót, til þess að geta myndað mér staðfasta skoðun, og til þess að skoða dýpt hennar aðeins betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Art of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Enn önnur Hollywood færibandamyndin um varnamálaplott, kínversku mafíuna og FBI. Plottið er stórt, og allir-voða-snjallir-að-svíkja-alla gengur ekki upp hér frekar en annarstaðar. Illmennin voru hjákátleg, feiti FBI foringinn sömuleiðis, og Neil Shaw (Snipes) alveg sami harði-orðheppni-töffarinn og í öllum hinum Hollywood klisju kokteilunum. Og auðvitað sýnir töffarinn smá tilfinningar, svona eftir uppskriftinni. Snipes stendur sig svosem alveg ágætlega, en svona myndir eru kannski ekki alveg vettvangurinn fyrir leiksigra og rósir.. Tónlistin í myndinni er af standard hasar mynda sándtrakkinu, enda ekki við öðru að búast. Myndin er hundrað og sautján mínútur, vegna þess að þeir Hollywood menn halda að lengd séu það sama og gæði. 'Fyrst myndin er tveir tímar, þá hlýtur hún að vera góð.' .. Nei! Dómur er fallinn, Helga Palla var ekki skemmt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei