Gagnrýni eftir:
Pirates of the Caribbean: At Worlds End
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja! Eftir langa bið er hún loksins komin, Pirates of the Caribbean. At world's end.
Ég er einn af þeim sem að fannst fyrsta Pirates myndin alveg frábær. Svo kom mynd númer tvö og þó að hún væri kannski ekki alveg eins skemmtileg var hún mjög áhugaverð.
Nú er komin þriðja myndin og er hún mikið sjónarspil. Formúlan er óaðfinnanleg eins og fyrri daginn og myndin lætur manni alls ekki leiðast þó hún sé í lengri kantinum. Jack Sparrow er frábær í myndinni að venju og svo er virkilega gaman að fá Geoffrey Rush aftur inn. Í þessari mynd er baráttan á milli Jack Sparrow, Elisabeth Swann og Will Turner annars vegar og Lord Cutler Beckett og Davy Jones hins vegar. Bardagaatriðin í myndinni eru hreit mögnuð og tæknibrellurnar frábærar.
Það eina sem að ég set út á myndina er að sum atriðin eru ansi skrýtin og ég hreinlega skildi þau ekki almennilega, t.d. þar sem koma fyrir mörg eintök af Jack Sparrow.
En að öðru leyti er þetta frábær ævintýramynd og hvet ég alla sem kunnu að meta fyrri myndirnar til að sjá þessa því hún er virkilega skemmtileg og vel leikin.
Takk fyrir !
Tenacious D in the Pick of Destiny
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tenacious D kom töluvert á óvart að mínu mati. Söguþráðurinn verður að teljast ansi sérstakur en þeir félagar Jack og Kyle halda saman í ferð í leit að hinni svokölluðu Pick of destiny sem á sér ansi sérstakann bakgrunn og er geymd í hinu svokallaða Rock and roll history museum.
Black-húmorinn er í hávægum hafður og fyrir þá sem fíla hann er þetta frábær skemmtun. Virkilega fersk mynd sem kemur skemmtilega á óvart en flokkast þó kannski ekki sem neitt meistaraverk
Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pirates of the Caribbean: Dead man's chest er framhald af Pirates of the Caribbean: The curse of the black pearl. sem kom út árið 2003. Fyrri myndin var stórskemmtileg og með betri myndum sem ég hef séð. Önnur myndin er ekki síðri. Frábær söguþráður, frábærir leikarar og mikil spenna. Johnny Depp er náttúrulega snillingur og Jack Sparrow er einn skemmtilegasti karakter kvikmyndasögunnar. Keira Knightley er mun betri en í fyrri myndinni en Orlando Bloom vantar enn sjóræningjaneistann. Framleiðendunum tekst að skapa mikla spennu fyrir síðustu myndina og persónulega get ég ekki beðið eftir síðustu myndinni. Frábær mynd og þessi þríleikur tel ég að fari í sömu hillu og t.d. Lord of the rings myndirnar. Frábær skemmtun!
Hitch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst Hitch vera sæmileg mynd. Will Smith er frábær leikari og hann heldur myndinni uppi að mínu mati. Söguþráðurinn er töluverð klisja og myndin er ansi langdregin á köflum. Í stuttu máli fjallar myndin um stefnumótalækninn Alfred Hitchens (Hitch) sem vinnur við að hjálpa vonlausum körlum að nálgast draumakonuna. Myndin fjallar aðallega um það þegar Albert Brennamann klaufskur karl fær hjálp frá Hitch við að nálgast draumakonuna Allegru Cole. Saman vinna þeir að því að koma Albert og Allegru nær hvort öðru. Þokkaleg mynd. Klisjukenndur söguþráður. Ágætlega leikin, Will Smith og Kevin James skemmtilegir leikarar. Fær 2 stjörnur!
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Groundhog day fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors sem þarf að ferðast til smábæjar í Bandaríkjunum til að taka upp þegar múrmeldýrið Phil segir til um hve langt sé eftir af vetri.
Þegar ´því er lokið fer hann aftur heim á hótel að sofa. Þegar hann vaknar daginn eftir er aftur samdi dagur og þegar hann kom. Smátt og smátt uppgötvar hann að hann er fastur í þessum smábæ og afleiðingarnar eru oft á tíðum mjög fyndnar. Með betri gamanmyndum sem ég hef séð nýlega. Vel leikin enda er Bill Murray snillingur!