Gagnrýni eftir:
Open Water0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd með ánægju og bjóst við góðum hlutum, en labbaði út með vonbrigði. Þessi mynd fjallar um hjón sem fara til sólarlanda, eyða tímanum sínum m.a. með að fara í köfunarferð. En peningarnir í það voru ekki nógu mikils virði því þau festast í miðju hafinu klukkutímum saman, og jú ekki má gleyma öllum skepnunum fyrir neðan þau. Open Water skilar engu af sér nema ógeðslegum tilfinningum í hjarta eftir myndina, Þessari mynd mæli ég ekki með, takk.
Cabin Fever0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er ein ágætis mynd á ferð. En hún fjallar um vinahóp sem fer í ferðalag í sumarbústað sem stendur einn uppi á ákveðnu svæði, það er keypt bjór, haldið party og þannig. Nema hvað, þau fá óvænta heimsókn til sín sem eyðilagði fyrir þeim ferðina og skömmu síðar byrjaði einn af vinunum að fá lífshættulegt smitandi sár á ákveðinn stað á líkamanum sem versnar með tímanum með hryllilegum afleiðingum, þessi er ekki mynd fyrir viðkvæma en ég skemmti mér ágætlega af henni, góða skemmtun.

