Gagnrýni eftir:
Perfume: The Story of a Murderer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef þú vilt sjá almennilega og öðruvísi mynd, þá er þetta rétta myndin. Þessi mynd er mjög óvenjuleg og frábrugðin öðrum bíómyndum. Ef þú ert orðin/nn leið/ur á sömu leiðinlegu klisjunum og fyrirsjáanlegum endum þá mæli ég með að þú skellir þér á þessa mynd sem fyrst. Hún er alls ekki langdregin og mjög áhugaverð og sérstök mynd. Sjáðu þessa sem fyrst!
Apocalypto
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Apocalypto er nýjasta mynd Mel Gibsons önnur mynd hans í röð sem er ekki með ensku tali. Apocalypto er án ef eitt af bestu myndum 2006 og á skilið Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd. Myndin er vel yfir tvo tíma en er ótrúlega fljót að líða, mér brá hreinlega þegar það var komið hlé. Myndin gerist á tímum Asteka og Maya í Mið-Ameríku. Í myndinni er nógu mikið að ofbeldi og miklu blóði, pínu brútal á pörtum. Í byrjun myndarinnar lenti ég í því að það var enginn texti fyrstu þrjár fjórar mínúturnar, ótrúlegt en satt gat maður alveg skilið hvað var í gangi þótt að þessi mynd væri á einhverju Asteka máli. Þótt að myndin sé mjög blóðug og ofbeldisfull eru fyrstu 20 mínúturnar nokkuð fyndnar en það er kannski til þess að undirbúa mann fyrir allt ofbeldið sem er framundan. Apocalypto er hröð, spennandi og mjög góð mynd allt í allt með mjög sniðugu twisti í endanum. Seinni helmingur myndarinnar er nánast bara eltingarleikur og er verulega spennandi. Apocalypto er án ef a eitt af bestu myndum 2006 og ég mæli eindregið með henni. Hún er raunveruleg, og það góða við hana að það er enginn frægur leikari í henni sem maður þekkir strax. Þessi mynd fær hiklaust þrjár og hálfa stjörnu frá mér, frábær mynd sem ég mæli sterklega með.