Gagnrýni eftir:
The Condemned
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er sammála þér hér að ofan, fór á myndina með engum eftirvæntingum og viti menn.. helvíti góð.
Eina sem ég gat fundið að henni voru klisjurnar og atriðið í restina þegar vondi kallinn var löngu lagður af stað á flótta en góði gæinn fór og elti hann lööööngu síðar en samt var rétt á hæla honum. Ég vil ekki segja meira svo ég rústa ekki spenningnum en þetta atriði var til þess að ég henti hausnum aftur á bak í stólinn og fussaði :0) samt sem áður..
Á heildina litið, góð og spennandi mynd með mátulega mikið af U.S.A. klisjum! Mæli með henni í góðu heimabíói og allt slökkt :0)
Hostel: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er ekki næstum eins góð og fyrri myndin. Varð fyrir miklum vonbrigðum. Fyrir hlé lofaði hún góðu, maður fékk að kynnast öllum fórnalömbunum vel en svo klikkaði greinilega eittthvað eftir hlé. Ég var alltaf að bíða eftir einhverju svakalegu eins og í fyrri myndinni en það kom aldrei og svo var myndin alltí einu búin. Fyrri myndin vakti mikil viðbrögð hjá mér og öðrum í bíó og tvisvar sinnum var öskrað af reiði og tvisvar klappað af gleði :0). Ég mæli með því fyrir Hostel aðdáendur að sjá myndina en ekki búast við miklu. Ágæt videómynd heima í stofu.