Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



2 Fast 2 Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er geðveik og ekkert annað, gefur fyrri myndinni ekkert eftir! Þegar ég sá þessa mynd auglýsta fyrst þá bjóst ég ekki við miklu af henni því það vantaði Vin Disel en svo kom allt annað í ljós. En Brian O´ Conner (Paul Walker) er kominn til Miami frá L.A og er ekki lengur í löggunni. Löggan fréttir af einum kappakstrinum hjá honum og mætir á staðinn, og eftir smá eltinarleik þá nær hún honum og gefur honum 2 valkosti annar að fara í fangelsi eða hjálpa löggunni að elta einn stærsta eitulyfjasala á Miami. Brian og Roman Pearce (Tyrese Gibson) eiga að gerast streetracers, en þeir fá smá hjálp frá hinni gullfallegu Monicu Fuentes (Eva Mendes) sem er búinn að koma sér inn hjá Carter Verone (Cole Hauser) en hún vinnur hjá löggunni. En þessi mynd er klárlega ein af betri bílamyndum sem gerðar hafa verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei