Gagnrýni eftir:
D-Tox
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þarf ekki að fara nánar í söguþráðinn en Sly er heldur betur farin að dala. Eins og í pistli hér á undan leikur hann FBI fulltrúann Malloy sem er á eftir löggumorðingja. Eftir röð atvika leggst hann í drykkju og besti vinur hans sendir hann í afvötnun upp í sveit þar lendir hann í hóp sem er samansettur af löggum í svipuðu rugli og hann. Þegar 2 úr hópnum finnast látnir fer Malloy að taka til sinna ráða og ráða morðgátuna. Leikararnir í kringum Sly stóðu sig frábærlega. Nokkuð góð hugmynd en mætti hafa sett meira kjöt á beinin enda fór hún beint á myndband í USA og líður fyrir það að það skuli ekki hafa gert meira úr efninu en ágætis tilraun hjá Sly.
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja þá er Blade mættur aftur vopnaður silfri og hvítlauk til að murka lífið úr vampírum. Fyrri myndin var ágætis ræma. Maður bjóst við að þessi væri betri sem var rétt. Takturinn í myndinni er hraður út í gegn og heldur sér alveg. Slagsmálin eru góð og sannar Welsey að hann sé ekki síðri harðhaus eins og Jet Li og Seagal. Wesley gerir Blade aðeins afslappaðri núna en í fyrri myndinni. Sem sagt góð mynd fyrir þá sem fíla aksjón, slagsmál og pínu blóð.
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd án þess að hafa nokkra flugu hvernig mynd þetta væri. Samvinna þeirra Jackson og arlyle er hrein snilld. Ég og vinur minn veinuðum úr hlátri alla myndina. En þótt að myndin er lík Long stock and...þá verð ég að segja að þessi mynd er frábær skemmtun frá upphafi til enda og ég gæti sagt að hún dettur ekki niður eins og myndir vilja oft gera. Breski húmorinn er fín blanda með Jackson. Mæli með henni SNILLD!!!