Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Gauragangur
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Toppmynd!
Mikið framboð hefur verið á íslenskum bíómyndum undanfarin ár. Eiginlega töluvert meira en maður kemst yfir, þegar kvikmyndir eru ekki aðaláhugamálið. Fyrir tilviljun fór ég, um daginn, á ,,Gauragang" með 9 ára dóttur minni sem valdi (kannski vegna þess að hún var bönnuð yngri en 7 ára!) myndina. Sé sko ekki eftir því, vegna þess að þetta var frábær mynd í alla staði. Vel leikin, a.m.k. af yngri leikendum, Alexander Briem, aðalleikarinn stóð sig langbest. Þarna er mikið efni á ferð. En eldri leikarar áttu það til að ofleika smá pínu. Myndin fangaði þennan tíma sem hún á að gerast alveg einstaklega vel. Einnig þann tíðaranda sem ríkti á þessum tíma. Gunnar leikstjóri á heiður skilinn fyrir frábæra vinnu. Undirritaður hafði ekki lesið bókina (eða farið á leikuppfærsluna), þannig að ég ímyndaði allt það versta...að strákurinn myndi ábyggilega kála sér í lokin og allt það. En svo endaði hún bara vel og allir urðu ánægðir. Þessi mynd fær toppeinkunn hjá mér! Hika ekki við það að halda fram að þetta sé ein albesta íslenska kvikmyndin fyrr og síðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2012
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Augnakonfekt
Þessi mynd Emmerichs er svo sannarlega ekki gallalaus, en eins og fram kemur hjá Tómasi V er afþreyingargildið gott. Það kæfir niður klysjuna. Að sjálfsögðu á maður ekki að vera pirra síg á söguþræðinum þegar um svona fína bíómynd er að ræða. Að forseti Bandaríkjanna sé aðalhetjan í amerískri bíómynd er engin nýlunda. En því miður lifði hann það ekki af að fá heilt flugmóðurskip í hausinn í öllum látunum. Sannarlega hetjulegur dauðdagi. Hérna áður fyrr þótti það góður þriller ef svona yrðu drepnir fyrir hlé, en í þessari mynd er ekki beint auðvelt að glöggva sig á mannfalllinu. Enda ekkert minna en heimsendir á ferðinni.
Leikarnir skiluðu ágætu dagsverki í ræmunni. John Cusack er alltaf þéttur, sem og Danny Glover. Woody Harrelson er ekki einn af mínum uppáhaldsleikurum, ekki í þessari mynd a.m.k. Var að vísu ágætur í People vs. Larry Flint. Er hreinlega alltof aulalegur fyrir minn smekk. Rússalegri Rússa var ekki hægt að hugsa sér. Sá sem lék þennan rússneska milljarðera fær gott prik frá mér.
Mynd þessi er tæknilega séð ´outstanding´. Að sjá skýjakljúfana falla eins og eldspýtustokka, hraðbrautirnar liðast út og suður eins lakkrís var algjört augnakonfekt. Þrátt fyrir næstum þriggja tíma setu, þá virkar myndin ekki langdregin. Hvet alla til að sjá herlegheitin í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
3D tæknin
UP er ein af þeim teiknimyndum sem líklega fullorðnir hafa ögn meiri skemmtan af að sjá en börn. Allur boðskapur og umgjörð er eiginlega fyrir fullorðna, en þar sem hún er teiknuð, þá er hún einhvern veginn meira ætluð börnum!
Myndin er í ætt við margar ferða- og þjóðvegamyndir. En er óvenjuleg í krafti þess farartækis sem stuðst er við, nefnilega loftbelg eða ca. milljón blöðrur.
Höfuðpersónan, Carl Fredricksen, sem minnir skuggalega á Ólaf Ólafsson, fyrrv. landlækni, er frábær, enda af eldgamla skólanum!
Handritshöfundum tekst einstaklega vel að fá fram þennan dæmigerða karakter sem misst hefur náin ástvin og sem lætur einskis ófreistað til að ná markmiðum sínum og uppfylla óskir ástvinarins. Allt gengur jú 'UP' að lokum.
En það er eitt sem er frekar hvimleitt með þrívíddarmyndirnar, en það er ljósið í þeim. Finnst alltaf vanta upp á birtuna. Það væri gott ef framleiðendur bættu þennan ágalla á annars frábærri tækni sem 3D er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei