Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Where the Wild Things Are
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Falleg mynd um ekkert!
Ég ákvað að fara á forsýninguna á Where the Wild Thing Are. Þegar ég sá trailerinn fyrir nokkrum mánuðum var ég svaka spenntur. Svo var frestað henni á Íslandi og ég hætti að vera spenntur fyrir henni en ákvað samt sem áður að kíkja á hana. Ég elska öðruvísi myndir. Það eru uppáhalds myndirnar mínar. Þessi mynd hinsvegar var ekki alveg að virka á mig. Þetta er svona Love/hate mynd en ég skil ekki fólk af hverju það elska þessa mynd.

Ef ég ætti að lýsa myndinni með einu orði væri það gsdklfsl.. Þetta er án djóks besta lýsingin sem mér datt í hug. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu. Svo þegar hann var kominn inní ,,landið"" sitt þá byrjaði hún að vera frekar tilgangslaus. Myndin fjallar í stuttu máli um ungan dreng sem flýr frá öllum sínum vandamálum og býr til sinn eigin heim þar sem hann er konungur. Eftir það þá eru bara atriði eftir atriði. Ég veit að þessi mynd er byggð eftir bók sem var sirka 70 orð en það mætti halda að lítið barn hafi gert handritð því þetta eru bara random atriði! Ég ætla ekki að fara svo langt að segja að myndin meiki ekkert sense, hún meikar þó lítið sem ekkert sense. Það er enginn boðskapur og það pirraði mig virkilega..

Persónurnar voru semi góðar. Gaurinn sem leikur litla strákinn hann Max var alveg solid. Dýrin voru svo öll vel talsett og vel leikin. Samtölin eru skemmtileg og alltaf gaman að heyra í geitina? eða hvað sem þetta var vera að væla.

Það voru þó nokkrir kostir. Tónlistin var frábær, myndin var rosalega falleg, persónurnar voru alveg lala og myndin átti sín fyndin moment eins og ,,that was my favorite arm!". Ég vil ekki kalla þetta fjölskyldumynd því ég er alveg viss að börn muni ekki fýla þessa mynd og myndin hentar bara alls ekki undir 12 ára. Guuð gerið það fyrir mig og ekki fara á þessa mynd með börnin ykkar. Þau munu fljótlega missa áhugan og fara að gera eitthvað annað. Ég skil ekki af hverju þessi mynd er að fá góða dóma frá mörgum gagnrýnendum vestanhafs.

Ég hefði ekkert dáið hefði ég ekki farið á þessari mynd. Held að hún sé ekki þess virði að fara á. Ég sé bara ekkert point í þessari mynd! Þetta er búið að pirra mig í allt kvöld. Ég fór á þessa mynd með engar væntingar samt varð ég eitthvern veginn fyrir vonbrigðum. Ég ætla mér aldrei að sjá þessa mynd aftur. Fólk mun örugglega segja,, Þú bara fattaðir hana ekki." Ég fattaði hana alveg en ég ætla ekki að fara út í það hér því ég er hræddur um að spoila.

Spike Jonze.... Mikil vonbrigði.. Elska Adaptation en þetta rusl má eiga sig.

5 stjörnur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
500 Days of Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Endilega sjáið þessa!
Ég held að margir séu komnir með leið á óraunhæfum og klisju ástarsögum! Flestir strákar alveg örugglega. Gerið það fyrir mig og sjáið þessa! Ég er samt ekki að segja að myndir eins og Notebook sé eitthvað lélegar. 500 Days of Summer er öðruvísi og verð að segja mun raunhæfari. Hún er líka bókstaflega að kúka á myndir eins og Notebook sem ég er svo ánægður með(þó að ég fýli alveg Notebook).

Myndin fjallar um par sem gengur í gegnum allt. Myndin er ekki í venjulegum stíl. Myndin er ekki sögð í réttri tímaröð. Zoohey Deschanel leikur ungu dömuna Summer. Hún sýnir mikla útgeislun og er mjög lífleg. Það er bara eitthvað við Zoohey það er eitthvern veginn ekki hægt að ekki líka vel við hana. Joseph Gordon-Levitt leikur Tom. Hingað til hef ég ekki séð mikið frá Joseph en hann stendur sig rosalega vel. Aukaleikararnir eru líka mjög solid þó ég þoldi ekki systur hans sem fór mikið í taugarna á mér.

Það sem ég elskaði við þessa mynd var að myndin var raunhæf ástarsaga(LOKSINS). Hún verður auðvitað stundum væmin en missir aldrei taks og fer ekki í eitthvað væmið shit. Ég elska klippinguna. Ein senan í myndinni var ótrúleg en ég ætla ekki að segja neitt meir um hana en held að þið munuð vita hvað ég er að tala um þegar þið horfið á myndina.

Myndin er auðvitað ekki fullkominn. Getur verið stundum fyrirsjáanleg. En ég bið ykkur fólk. Sjáið þessa. Alveg glatað að hún hafi ekki verið sýnd í bíó. Hún er m.a. á top 250 á imdb.

Sjáið þessa! 8 stjörnur af 10

ps. Er það ég eða er Joseph smá líkur Edwart Norton?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2012
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta dooms-day myndin?
í dag er blednar tilfinningar gagnvart Roland Emmerich, sjálfur fýla ég hann (hef þó ekki séð 10000 bc.). En fýlaði ég þessa mynd? Já að vissu leyti. Myndin var geðveik fyrir hlé og algjör rússíbani. Tæknibrellurnar voru ótrúlegar og sömuleiðis var maður ótrúlega spenntur á sumum pörtum. Svo kom hlé og ég eigilega leiddist smá yfir henni eftir hlé.

Leikararnir voru fínir. John Cusack og Amanda Peet mjög solid . Aukaleikararnir voru mis góðir. Ég elskaði rússneska milljarðamæringinn þó það sé frekar ófrumlegur karakter þá var hann ótrúlega skemmtilegur og hann var eiginlega ,, kjáninn" í myndinni. Woody Harrelson skilar sínu vel í litla hlutverkinu sem hann gegnir en þó mikilvæga. Danny Glover í hlutverki forsetans er áhugavert. Sjálfur lék hann vel en mér fannst forsetinn alveg ótrúlega leiðinlegur karakter og allar senurnar með honum voru ótrúlega væmnar og leiðinlegar. Eitt fyndið við bandarískar bíómyndir eru hvað börnin eru alltaf ótrúlega gáfuð miðað við aldur! Ég var ekki að trúa því að stelpan átti að vera 7 ára. Enn og aftur sjáum við samband fósturpabbans og pabbans byggjast á abrýðisemi og reiði af hvejru ekki bara að gera þetta eins og í Taken?

En nóg um leikarana. Það voru auðvitað nokkrir gallar. Aðallega voru samtölin að fara í taugarna á mér. Klisjurnar komu líka og nokkrar painful senur sem maður hugsaði .. virkilega? Eitt sem mér fannst bráðfyndið. Allan tíman hélt ég að þau voru að fara út í geim og ég var að bíða eftir að þau mundu fara á flug en svo byrjuðu þau að sigla. Annað hvort var ég rosanlega utan við mig en ég meina þau kölluðu þetta spaceship eða eitthvað álíka. Fleiri féllu fyrir þessu og ég heyrði fólk tala um þetta eftir myndina.

Nóg um það. Er myndin eftir allt saman worth it? Ég mundi segja já! Ef þið ætlið ykkur að sjá þessa mynd þá farið þið á hana í bíó. Þetta er flugeldasýning fyrir augun. Las vegas senan og california voru magnaðar!

Eftir þessa mynd verður ekki hægt að gera aðrar dooms day myndir. Ég gef henni ótrausta 7u

ps. Hvað er málið með að ,, fullkomnasta tækið" Í kvikmyndum hefur alltaf einn risa galla?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taken
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Helvíti Skemmtileg

Fór núna sl. sunnudaginn í 10 bíó á þessa þrælgóða mynd og ég varð ekki fyrir vonbrigðum

Þessi mynd minnir mann smá á Man On Fire en hann finnur alltaf fleiri vísbendingar og fær stærri nöfn og skrefu nær dóttir sinnar. En maður myndar sterk tengls við stúlkuna í Man On Fire ólíkt í Taken.

Myndin var helvíti skemmtileg og líka bara fín. Myndin byrjar að vera spennandi eftir 5 mínútur og hættir ekki fyrr en í lok. Alltaf spenna og ég fann allveg fyrir spennu í salnum.

Liam Nesson klikkar eigilega aldrei og alls ekki í Taken en hann leikur mann sem var að vinna hjá bandarísku leyniþjónustunni og var eitthvað voða virtur en hann hætti til að mynda betri tengls við dóttir sína en hún býr hjá mömmu sinni og ríkan stjúpabba. Liam og dóttirin eru byrjuð að mynda aftur góð tengsl og vil dóttir hanns fara til París með vinkonu sinni Amöndu og þarf að fá leyfi frá Liam. Hann gefur henni leyfi eftir miklar rökræður og svo er hún kominn til Parísar og þá er hún og Amanda rænd þegar hún (dóttirin) er í símanum við Liam. Liam Nesson kemur með eitursvala setningu sem ég vil ekki segja hér því þá skemmi ég bara fyrir. En hún er rænd og hann hefur um 90 tíma til að finna dóttir sína annars mun hann aldrei finna hana.


Það var fínn húmór í myndinni og myndin var alltaf spennandi! Mjög góðir bardagar en það var eitt sem var að pirra mig rosalega mikið og það var myndataka en hún var að rugla bardagana of mikið fannst mér. Kannski er það bara ég en þetta var að pirra mig.

Liam Nesson er mjög góður í myndinni og ef hann hefði ekki verið hefði þessi mynd ekki verið eins góð en hann smellpassaði í hluverkið og kom með margar eitursvalar setningar. Hinir leikararnir voru bara ágætir.

Handritið er bara mjög einfalt þarft ekki að vera með hugan allan tíman að myndinni sem er alveg kostur ef maður er að leita af ágætri spennumynd.

Kannski annar kostur við myndina er að þetta höfðar til stelpur líka ég sá það alveg þegar ég var í bíósalnum að stelpurnar voru að fýla þetta þannig ég mæli með þessa mynd frá 13-60 bæði stelpur og strákar.


Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart en ég bjóst við klisju unglinga mynd en hún er bara mjög vel heppnuð reyndar þónokkrar klisjur en vel heppnuð mynd sem mun samt gleymast of fljótt því miður.

Var ekki viss um 7 eða 8 stjörnur en gef henni bara 8 stjörnur því það eru jól

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Four Christmases
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrirsjáanleg

Ég fór á þessa mynd með engar væntingar. Bjóst við jafnlélega jólamynd og þær sem hafa komið undanfarin ár t.d. Christmas with the kranks og allar þessar myndir. Seth Gordon leikstýrir þessa mynd en hann leikstýrði hina ágætu The King Of Kong. Þessi mynd er ekki hræðileg en hún er mjög slöpp og húmórinn dvínar með hverri mínútunni


Finnst leikararnir vera frekar slappir í þessari mynd og enginn var solid nema kannski Reese Witherspoon og Robert Duvall. Reese var þó virkilega pirrandi á köflum ég veit ekki afhverju en hún pirraði mig virkilega mikið. Vince Vaughn leikur alltaf sama karakterinn! Hann er alltaf þessi týpa sem er með kaldhæðnisleg djók og oftast ''vandræðalegi'' gaurinn. Hinir leikararnir gera ekkert gott.


Myndin fjallar um þau hjónin Brad (Vince) og Kate (Reese) en þau hafa verið saman í 3 ár minnir mig. Þau sleppa alltaf þessi fjölskyldujólaboð og ljúga að þau séu eitthver staðar að hjálpa fólki út í löndum. Fluginu þeirra er aflýst og koma þau í fréttum í viðtali. Foreldranir fyrir tilviljun eru að horfa á sjónvarpið og hringja í þau og biðja þau um að koma en þessi jólaboð eru fjögur.

Fyrsta jólaboðið var fyndið og myndin lofaði góðu svo fór myndin að sökkva hraðar en Titanic. Finnst alveg furðulegt hvað krakkar í myndum eru alltaf frekar gáfuð og mjög klikkuð!

Smá spoiler (Fyrirsjáanlegur spoiler samt)
Ég sagði við sjálfan mig fyrir myndina að karlinn mundi klúðra eitthverju vitir menn ég hafði rétt fyrir mér. Í hverju einustu jólamynd (fjölskyldu) er það alltaf maðurinn sem klúðrar dæminu og veldur vonbrigðum! Þetta fer virkilega mikið í taugarna á mér en alltaf karlkynið sem gerir eitthvað rangt og fjölskyldan verður reið og verður fyrir vonbrigðum og bla bla bla.

Eins og ég sagði áður var fyrsta jólaboðið fínt og fyndið. Annað var mjög langdregið en fyndið á köflum. Þriðja var ekkert fyndið og bara hundleiðinlegt og fjórða var versta og myndin byrjaði að vera mjög mjög leiðinleg.

Ég hló ekki mikið af henni en ég hló örugglega bara 2svar-3svar upphátt og var það í byrjun. Ef þið viljið sjá góða jólamynd með fjölskyldunni mæli ég frekar með Love Actually og Chrismas Vacation 1(tek það skírt fram nr. 1) Four Christmases er ekki peningana virði því miður.

Hef örugglega aldrei farið á góða jólamynd í bíó en jólamyndir sem koma mér í gott jólaskap og ég mæli hiklaus með eru Love Actually, Christmas Vacation,
Djöflaeyjan (veit reyndar ekki af hverju), Die hard 2(líka 1). og Harry Potter 1

Mæli með Love Actually, Chrismas Vacation og Harry Potter 1 fyrir fjölskylduna en Djöflaeyjan og Die Hard myndirnar fyrir +14

En Four Chrismases er með solid 4 var að pæla í að gefa henni 5 en hún fær 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei