Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jeepers Creepers. Í upphafi lofaði myndin mjög góðu ef gengið er út frá spennu og hrollvekju. Til dæmis um það þorði félagi minn ekki að horfa á tímabili. En því miður þá brotlenti myndin á þann hátt sem ég hef aldrei séð áður í gegnum gjörvalla kvikmyndasöguna, (þó á myndin ekki skilið að vera orðuð við kvikmyndasöguna). Finnst mér sem framleiðendur myndarinnar séu knúnir áfram af sjálfsbjargarviðleytni í þerri von um að vaxa hár í lófum. En hversu léleg, óraunsæ og hallærisleg getur ein mynd orðið? Mér fannst upphaf myndarinnar nánast frábær, maður öskraði, lokaði augunum og gerði allt það sem tilheyrir góðum hryllingsmyndum. En því miður brotlenti hún eins og fallhlífalaus fallhlífastökkvari beint ofan í eldfjall og finnst mér seinni hluti myndarinnar móðgun við lýðinn. Ég mæli með því að leigja hana því fyrri hlutinn er mjög góður en seinni hlutinn kennslubókardæmi um hvernig á EKKI að gera kvikmynd. Gef henni 1 og 1/2 stjörnu fyrir frábæra byrjun en endinn dregur hana niður í svaðið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú bara að segja að þessi mynd svipar ótrúlega mikið til Matrix. Öll bardagaatriði og myndataka eru mjög keimlík, þó eru bardaga atriðin mun ýktari og slo-móið stillt á hæsta kraft. En öllum fannst The Matrix góð og það er The One líka. Ekki skemmir fyrir að hafa ein besta hasarmyndaleikara heims í aðalhlutverki, það er hreint ótrúlegt hvað Jet Li getur hreyft sig, það er sem hann er liðalaus og óháður þyngdarlögmálinu. Einnig er hugmyndin á bakvið myndina afbragðsgóð. The One skipar sér ekki í hóp bestu mynda sögunnar en engu að síður mjög góð. Því hvet ég alla unnendur góðra mynda að skella sér í bíó og sjá THE ONE
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei