Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Watchmen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Versta mynd ársins ?
 Ég fór af slysni inn á þennan fína vef og las umfjallanir um The Watchmen..... Ég hreinlega gat ekki orða bundist og ákvað að skrá mig hér inn til að koma skoðun minni á framfæri.   Hugsanlegt er að það sé einhver smá spoiler í þessu.

Myndin byrjar stórskemmtilega og lofar góðu í ca 5 mínútur.  Þar tók við alveg skelfilegur kafli þar sem blár strípalingur með guðlega hæfileika (hann er ósigrandi og getur allt) talaði og talaði og talaði. Þess á milli komu ágætis senur með einu áhugaverðu persónu myndarinnar, Roschack.   Hann var allavega skemmtilega ofbeldishneigður og framan af hélt ég í vonina að hann myndi redda þessu.   
Tæknibrellurnar eru flottar en þó er ekkert þarna sem við höfum ekki séð í myndum eins og Independence Day og þar af leiðandi fannst mér þær ekki svo merkilegar.
Örfáar persónur voru í bíósalnum og í hléi bar ég mig á tal við nokkra þeirra.  ALLIR virtust sammála um verulega vonda mynd.   Á þessu stigi var ég að spá í að fara heim. Seinni hluti myndarinnar byrjaði ágætlega og hélt ég að fjörið væri byrjað, það var þó bara vitleysa þar sem hún fór fljótt aftur í sama farið.   Skelfilegar senur þar sem blái strípalingurinn fór til Mars að hugsa og svo að spjalla við kvenhetju myndarinnar sem virkaði sem slött.   
Heilt yfir vond mynd og hún versnaði hægt og hægt.  Endirinn lagaði myndina svo nákvæmlega ekki neitt og gerði  þessa bíóferð svo lélega að hver sem fer á hana finnst mér eiga rétt á endurgreiðslu og jafnvel tímakaup fyrir að þurfa að sitja yfir þessari hörmung í nærri þrjá tíma.
Í Guðanna bænum verið heima hjá ykkur frekar en að eyða tíma í mynd með lélegan söguþráð og langdregið monolog.   Takk fyrir  1 stjarna af 10 mögulegum og það er bara þar sem Roschack var flottur........   VÁÁ VOND MYND ! ! ! ! ! ! !

1/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei