Gagnrýni eftir:
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætlaði aldrei að sjá hana, því ég vissi að hún væri léleg, en það kemur Jerry Bruckheimer (ætli þetta sé rétt skrifað?) við. Vinur minn átti hana á DVD svo ég fékk hana lánaða með fjölda annarra diska. Þvílík þvæla. Margir þekktir leikarar gerðu sér að fífli með að leika í þessari mynd. Það kom mér á óvart að hann Duval færi að leika í svona mynd. Það var að auki ekkert varið í þessi bílaatriði því manni var alveg sama um persónunar. Ég væri miklu frekar til í að sjá upprunalegu myndina sem þessi mynd var byggð á en þar stendur loka eltingaleikurinn yfir hálftíma eða meira. Maðurinn sem sá um að keyra í þeirri mynd lék, leikstýrði og framleiddi hana sjálfur en hann dó við tökur á framhaldinu í einhverju bílslysi, held ég. Forðist þessa eins og eldinn. Sjáið eitthvað annað. Sjónvarpsmyndir á Hallmark hafa meira skemmtanagildi en þessi leiðinda þvæla!
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég á Fight Club á DVD, Region 1. Frábær diskur, eitthvað betri en Region 2. Og ég sé ekki eftir því. Ég sá hana fyrst á video eitthvert kvöldið. Stíllinn og tónlistin var ég að fíla í botn. Myndin var á skemmtilegu nótunum fyrri hlutan en síðan breyttist hún snarlega og varð meira alvarleg og ekki eins mikið um skemmtun. Ótrúlegt að þeir þorðu að gera þessa mynd. Þessi mynd á eftir að verða cult eftir nokkur ár, ég er viss um það. Norton og Pitt góðir og Helena Bonham Carter allt í lagi líka. En það sem kom manni á óvart var Meatloaf, hann var helvíti góður og í einu atriði sést að hann missir niður um sig buxunar, þetta gerðist í hverju atriði svo þeir tóku þá bestu tökuna en maður sér það samt, maður tók nú ekkert eftir því fyrr en ég heyrði þetta á commentary-inu á disknum. Tyler Durden er persóna sem seint verður hægt að gleyma. Ef myndin hefði verið stytt eitthvað þá hefði hún betri, hún var frekar löng, lengri en Gladiator. Enginn gæti náð að gera þessa mynd betri en David Fincher. Hann er snillingur. Myndir hans eru alltaf svo dökkar og stíllinn hjá honum er alltaf jafn frábær. Ég mæli eindregið með Se7en og The Game, Alien 3 var bara ekki nógu góð, hún var dökk og allt það en serían var bara orðin slöpp. Fight Club er ekki besta mynd hans sem hann hefur gert til þessa en hún er án efa sú athyglisverðasta sem hann hefur gert til þessa. Tyler Durden says: Use soap.
The Exorcist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er epísk snilld. Og það á við báðar útgáfunar. Þótt ég tók nú ekkert mikið eftir breytingunum nema "Spiderwalk" atriðinu sem kom vel út. Ég fór á eitt sýningu og náttúrulega bara unglingar á myndinni, sem ég er, en það er ekki málið. Allur salurinn hló að myndinni, eftir hverja djöflasenu þá var fólkið á eftir í nokkrar sekúndur: "Shit, maður...Vá!"., eitthvað í þá áttina. Hvað á það að þýða!? Síðan voru eintómir fávitar fyrir aftan mig, alltaf að tala og segja línur eftir myndinni eftir nokkur atriði, nota bene "The power of Christ compels you" atriðinu. Eins og annar náungi benti á, þá ætti allt svona fólk sem hlær að öllu að fara á mynd sem á að hlæja að, Bad Taste, Braindead, Evil Dead myndirnar. Ég hef aldrei verið neitt hrifinn að fara í bíó. Ég hef ekki eins mikla tilfiningu fyrir myndinni eins og að vera heima og horfa á hana einn. En þetta er algjört "möst" fyrir sanna hrillingsmynda aðdáendur sem HLÆJA EKKI að svona myndum.