Gagnrýni eftir:
Killers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Viðbjóðslega ófrumlegt og leiðilegt. Fékk þessa fínu miða á myndina Killers. Vissi í fyrstu ekki neitt um þessa mynd og eftir að hafa horft á trailerinn og lesið mér til um myndina vissi ég ekki alveg við hverju átti að búast. Leit ekkert klikkaðslega vel út en ég hélt samt í vonina að hún hefði svona þetta "afþreyingargildi" og kæmi mér kannski skemmtilega á óvart, en það varð ekki..
Hvar á maður að byrja umfjöllun á svona mynd?. Fékk akkurat það sem ég vildi ekki sjá.. Myndin byrjaði ja svona ágætlega, þau kynnast og klisjan ætlar að drepa mann. En samt komu á þessum tíma örfá atriði sem ég gat virkilega hlegið að. en þegar liðin var u.þ.b. klukkustund af myndinni og enn ekkert farið að gerast var ég virkilega farin að ókyrrast. Og gosglasið mitt í hléinu var í henglum því mér var virkilega farið að leiðast. Svo loksins þegar eitthvað ætlaði að fara að gerast í myndinni þá var komið hlé.. Og þá hélt ég að það færi nú loksins eitthvað að viti að gerast en Guð minn góður.. hvað ég hefði frekar horft á fyrri helminginn aftur en afganginn.. Þvílíkur horbjóður sem manni var boðið uppá. Það sem eftir lifði myndar einkenndist af því einu að fólk sem var frekar eins og Zombies eða Róbótar voru að reyna að elta aðalpersónurnar(sem ég btw man ekki einu sinni lengur hvað heita). Og varð hún viðbjóðslega væmin og leiðilegt í lokinn.
Ég veit ekki hvort ég er einn um það en mér fannst öll hasaratriðin minna mig mikið á hasarinn í horbjónum Dukes of Hazzard.
Án þess að segja of mikið um endirinn á myndinni þá gat ég séð fyrir um hann á fyrstu mínútum myndarinnar. Svo viðbjóðslega ófrumleg var hún. Handritið er bara hrikalegt í einu orði og samtölin eins óspennandi og hægt er. Það er eins og handritshöfundarnir hafi reynt að koma sér frá þessu á sem auðveldastan hátt og lítin áhuga haft á því að gera eitthvað gott úr þessu. Því ótrúlegt en satt þá er hugmyndinn ekki alveg svo galin. Það hefði bara svo auðveldlega verið hægt að gera betra útúr þessu. Þá þykir mér leikstjórinn ekkert vita hvert hann ætlar með þessa ágætu mynd. Þá virðist vera að koma skemmtilegt twist í þetta með óléttuna en það fjarar einhvernvegin bara út og verður að engu. (kannski smá spoiler) Svo við tölum nú ekki um endinn, það var eins og það væri bara komið kaffi hjá handritshöfundunum og þeir bara gleymt þessu, því endirinn er svo bara snöggur og vægast sagt kjánalegur.
Þá var það eitt sem fór hrikalega í mig, í öllum slagsmála atriðum þá er eins og myndatökumaðurinn fá flog því myndavélin fer bara í allar áttir og er útum allt og maður gjörsamlega missti fókus á því sem var að gerast og maður átti erfitt með að sjá nákvæmlega hvað gerðist..
Leikararnir í myndinni er nokkuð solid, Asthon Kutcher er ótrúlegt en satt bara eitt af fáu ljósu punkunum í þessari mynd (það eitt lýsir kannski gæðum myndarinnar) Katherine Heigl er BARA ágæt í þessari mynd, átti nokkur vandræðalega léleg atvik, en á móti flotta spretti þegar myndin var enþá "gamanmynd". Mamman, Catherine O'Hara var frekar fyndin en of ýkt á köflum, en Tom Selleck þurfum við lítið að ræða enda yfirvaraskeggið hans efni í heila mynd. Skemmtilegast fannst mér samt að sjá Casey Wilson sem lék hina létt-klikkuðu vinkonu Kirsten, en Wilson þessi var um tíma meðlimur í leikaraliði SNL.
Semsagt, afspyrnuslöpp mynd sem ég vona að ég þurfi aldrei að horfa á aftur. Því miður þá held ég að of stór partur fýli þessa mynd ( þá sérstaklega kvennparturinn), og heyrði ég meðal annars eina konu segja eftir myndina orðrétt "Þessi mynd var GEÐVEIK" með þessa fínu áherslu á geðveikt. En þessi mynd var auðvitað aldrei geðveik. Ég ætla að henda á hana 2. stjörnum fyrir þessa tvo til þrjá brandara sem ég gat hlegið af og yfirvaraskeggið á Tom Selleck. .