Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



District 9
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki alveg að kaupa þessa
Fór á luxus salinn sérstaklega til að horfa á þessa mynd, hafði lengi saknað mynd um þetta þema, samskipti mannskepnunnar við hugsanlegar "geimverur"

Sé ekki eftir því að hafa farið í Luxus salinn, mæli eindregið með honum við alla, en því miður varð ég fyrir verulegum vonbrigðum með þessa mynd.

Bara fyrstu mínúturnar upplifði ég myndina eins og brandara. Þessi yfirdrifna og alltof ýkta mynd af ehemm.. "heimsku" aðalpersónunni fór strax í pirrunar á mér. Þegar svo loftmynd af híbýlum geimveraana kom í ljós, þá fannst mér það eins augljóst og hugsast gat að hér var um áróðursmynd að ræða, og ekkert annað. Ekki að ég sé á með aðskilnaðarstefnu fyrrum "búa" frá Hollandi og svartra, heldur hitt, það að gera svona dulbúna áróðursmynd fór og fer bara fyrir brjóstið á mér.

Mér fannst síðan öll myndin enduróma þessu meintu heimsku mannana og ást á vopnum til að leiðrétta mistökin, í raun er þar með upp talinn söguþráðurinn og efni handrits.

Allt sem sneri að samskiptum við geimverurnar, var bara hreinlega klippt í burtu. Engin samskipti. Myndin byrjaði á að sýna geimskip og síðan, næsta klippa, "búfénaður" eða miljóna gettó sem lifði í algjörri eymd og volæði. Næsta stig, vopnaðir menn að skjóta og níðast á þessum hóp með verstu upphugsanlegu aðferðum mannskepnunnar.

Og þótt geimverurnar áttu að vera mönnunum mörgum sinnum gáfaðri og þróaðri, þá reyndu þær ekki að gera eitt né neitt til að gera sig skiljanlegar í samskiptum við mannskepnuna. Það var eins og búfénaður hefði fundið upp flóknustu tækni sem til er í algeiminum, ferðast til okkar gagngert til að geta látið slátra sér í fullkominni fáfræði og heimsku..

Þessi mynd fær ekki einu sinni 1 af 10 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei