Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Iron Man 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Miklu heitara járn.
Þeir hamra járnið meðan það er heitt þarna í Hollywood enda aldrei þekktir fyrir neitt annað. Iron Man eitt sló í gegn fyrir tveimur árum enda skemmtileg og létt ofurhetjumynd. Það var því augljóst að þeir fylgdu henni eftir og hafa margir beðið spenntir eftir framhaldinu.

Nýju myndinni svipar til forvera hennar; senu uppbyggingin og myndatakan er til að mynda í sama stíl. Það verður samt þessari mynd til framdráttar að tilfinningar Tony Stark verða sjáanlegar áhorfendum. Það var eitthvað sem vantaði áður og gefur nú karakternum hans mun meiri dýpt. Samt er það alveg á hreinu að maðurinn er gjörsamlega óútreiknanlegur.

Söguþráðurinn þætti kannski mörgum þunnur. En þrátt fyrir þunnt innihald heldur myndin manni allan tímann.

En stærsti kostur framhaldsins er án efa illmennið. Ivan Vanko kemur sterkur inn og heldur myndinni lengi vel uppi. Þetta er líklega einn svalasti vondi kall sögunnar og ef einhver komst nálægt því að skyggja á Downey þá er það Mickey Rourke.

Nú þarf ekki nema að líta á trailerinn til þess að sjá hversu hlaðið efnið er af flottum tæknibrellum og sprenginum. Það eru svo sem engar nýjungar í myndaframleiðslu en lokamínúturnar eru vissulega mikið sjónarspil.


Þessi mynd er alveg í takt við tíðarandann. Svona vill fólkið hafa myndirnar í dag og svona finnst Hollywood best að gera þær. Þetta er ekki flókin samsetning en hún virkar.

Skemmtilegt handrit sem er laust við flóknar flækjur, helsjúkur leikur og fáránlega svalar aðalpersónur ( Tony og vondi kallinn), sexy bombur og mikið að slágsmálum og sprengingum!
Iron Man 2 skilur kannski ekki mikið eftir en þetta er mynd sem öllum þætti gaman að kíkja á. Sérstaklega í bíó!

__________
Það þarf engann að undra að þriðja myndin sé nú þegar í vinnslu og eftir kreditlistann voru gerð skýr skil á framhaldinu. Nú er því bara hægt að bíða spennt eftir næstu mynd og sjá hvað Jon Favreau lætur Tony lenda í næst.

-ER
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bjarnfreðarson
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er ekki Geeorg Bjarnfreðarson
Myndin Bjarnfreðarson verður vafalaust ein umdeildasta íslenska mynd allra tíma.

Skiptar skoðanir eru á þessum mögnuðu þáttaröðum um karaktera sem skipað hafa sér stóran sess í íslenskri menningu.

Bjarnfreðarson er uppgjörið og það er alveg ljóst að Hannesson kemur ekki. Það er gjörsamlega búið að ganga frá þremeningunum í lok myndarinnar án þess að ég segji nánar frá því.

En er Bjarnfreðarson verðugur lokahnykkur?

Hún er vonbrigði að vissu leiti. Ég er einn mesti aðdáandi vaktanna og ég verð að segja það að myndin er í raun fyrir mér eins og laangur þáttur með alltof miklu drama. Allar þessar senur úr fortíðinni eru alltof langdregnar að mínu mati.

En myndina á gjörsamlega ÓLAFUR RAGNAR HANNESSON þar sem Pétur Jóhann er óborganlegur.

Það var bara hlegið þegar atriði með honum voru en þau fengi því miður að víkja alltof mikið fyrir dramanu í hinum tveimur.

Myndin er spaugileg á köflum. Margir leikararnir standa sig vel en ég hefði viljað sjá klassíkina - Bubba lag í byrjuninni sem ég beið einfaldlega eftir að myndi rífa upp liðið. Það KLIKKAÐI!

Annars mæli ég með auðvitað að ALLIR sjái myndina og móti sér sýna eigin skoðun. Hún er svo sannarlega þess virði að fólk sjái hana að minnsta kosti til þess að vera með í umræðunni og tel ég líklegt að þetta verði vinsælasta íslenska mynd allra tíma.

Það er enginn vafi að Ragnar Bragason vildi klára þetta með stæl - tökurnar miklu flottari enn í þáttunum en svo var hljóðið í bíó-inu svo lélegt að það hálfa væri nóg. Það fannst mér skrýtið en veit ekki hverju er um að kenna.

Í heildina er BFS meðal íslenskt drama sem að heldur manni eingöngu uppteknum að skjánum sökum karakteranna sem verið er að gera upp. Pétur frábært. Jón sýnir óvæntar hliðar á sér og Jörundur fínn sem Daníel að vanda ; öhhhhh.....já.....SÆÆLL!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei