Gagnrýni eftir:
Battle Royale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd! Hrottaleg mynd sem gerist í framtíðinni í japan.
Myndin er mjög brútal, og var bönnuð í Bandaríkjunum.
Myndin fjallar um 9.bekkinga í Japan sem eru settir á eyju, þeim er sagt að eini valkosturinn til að komast af eyjunni, er að lifa af. Málið er að það má bara einn lifa af.
Þessi mynd er bæði grimmileg, dimm, með smá húmor, og blandað smá rómantík inní hana.
Persónurnar í myndinni eru frábærar, sumar elskar maður, aðrar hatar maður.
Þessi mynd er meistaraverk-Mæli með henni!
Sorority Row
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd! Sorority Row ?
Myndin sjálf fjallar um ungar stúlkur í systrarfélagi að nafni Theta Pi. Hrekkur fer úrskeiðis og nokkrum mánuðum seinna er einhver að hefna sín á þeim með því að drepa þær.
Hljómar svona...líkt I know what you did last summer ? ... En nei, þessi mynd er margfalt betri, i alla staði. Myndin er lauslega endurgerð af myndinni "The house on sorority row".
Í myndinni er frábær húmor, maður kynnist stelpunum vel, ekki eins og í öðrum bíómyndum þar sem ekkert er hugsað um persónurnar, sagan er áhugaverð og heldur manni föstum við sætið mest allan tímann. Einstaka sinnum þó koma svona móment þar sem maður bara "ha?" en svo verður myndin bara frábærari. Myndin byggir upp spennu hægt og rólega og þeir nota ekki þessar klisjur sem að við sjáum oft í hryllingsmyndum.
Myndin er vel leikin og vel kvikmynduð og frábær húmor í henni. Mæli með henni fyrir alla sem að vilja sá skemmtilega, en spennandi mynd!