Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörmuleg mynd sem mér finnst fyndin
Ég elska persónuna Scooby Doo og það að herma eftir Scooby getur stytt mér stundirnar klukkustundum saman (Fyrrverandi vinum mínum til mikillar mæðu) og því hef ég gaman að því að horfa á þessa mynd en....

Það er svo margt slæmt við þessa mynd að listinn verður aldrei tæmandi. Þar er stærst að mínu mati handritið sem er bara nákvæmlega ekki neitt og bíður uppá algjörlega fáránlegan söguþráð og hörmulegar aukapersónur (Sá sem skrifaði Mary Jane persónuna á ekki skilið Thule) 95% skrifaðra orðra í þessu handriti hvílir bölvun á. Reyndar hefur handritið aldrei skipt miklu máli þegar kemur að Scooby Doo en kommon smá „effort“ hefði verið fínt.

En það er í aðalpersónunum sem að fer að lífga yfir myndinni.....eða næstum. Stjörnuparið Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Gellar eru fengin til að „leika“ Mystery Inc-parið Fred og Daphne. Það samt auðveldar þeim mikið vinnuna að þau þurfa eiginlega bara að vera þarna og líta vel út en þau klúðruðu því samt (Þ.e.a.s að vera þarna. Þeim tókst nokkurn veginn að líta vel út). Linda Cardellini fer með hlutverk Velmu og gerir það stórvel. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég tók eitthvað eftir þessari leikkonu og fékk sjokk þegar ég sá hana í Bráðavaktinni þar sem ég fattaði að hún er bara þrususkutla og fær því ennþá meira hrós fyrir að fanga eiginleika hinnar nördalegu Velmu. En þeir sem björguðu myndinni frá glötun og gerðu það að verkum að ég get horft á hana oftar en einu sinni eru Matthew Lillard og Neil Fanning. Neil þurfti nú reyndar ekki að leika mikið en bara það að ljá Scooby Doo rödd sína er nóg til að heilla mig því að þó myndirnar báðar voru jafn slæmar og þær voru þá fannst mér persónulega Scooby alltaf jafn fáránlega fyndinn. Það breytir því þó ekki að Matthew Lillard sem Shaggy gjörsamlega átti ekki bara persónuna heldur alla myndina hér um bil skuldlaust og fangar allar hliðar Shaggy og þá sérstaklega sambands Shaggy og Scooby. Allar senur sem að Shaggy og Scooby eyða saman eru ómetanlegar (þá má svo sem má deila um prumpukeppnina en það sleppur)

Þetta er því alveg hræðilega misheppnuð mynd og sorp hið mesta en hún má þó eiga það að hún fangar persónurnar Shaggy og Scooby næstum pott þétt. (Ég nota hins vegar á þessa mynd minn einstaka hæfileikar að horfa framhjá tæknibrellum)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei