Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Raid: Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hröð og grimm
Enn og aftur eru asíubúarnir betri en við. Núna er það Tetris, stærðfræði og, nýjasti flokkurinn, hasarmyndir. Leikstjórinn/handritshöfundurinn, Gareth Evans, er kannski ekki asíubúi en það er greinilega ástæða fyrir því að hann kýs að vinna með þeim í stað hollywood. Expendables tók þá ákvörðun að troða eins mörgum þekktum nöfnum og hún gat í eina kvikmynd, og byggði svo hype-ið upp þaðan. Þessi hinsvegar gefur algjöran skít í stóru nöfnin og einblínir bara á ótrúlegan hasar, og shit hvað hann er klikkaður. Expendables, fokk jú! The Raid Redemption er Brúnó og þú ert Stebbi (þú veist, í ákveðnu atriði). Evans fær fullkomið frelsi til að gera hvað sem hann vill og það er greinilegt að maðurinn fær eitthvað út úr því að gera löng, flott og glæsilega uppsett bardaga atriði. Eitthvað sem Expendables kunni ekki að gera.

En svo ég hætti að bera þær saman í smá stund þá er The Raid langt frá því að vera gallalaus. Leikurinn er á punktum frekar stirður, enda greinilega ekki stórleikarar hér á ferð. Sub-plottið um að kona aðalkaraktersins sé ólétt er líka frekar tilgangslaust. En sem betur fer þá hættir maður alveg að hugsa um þetta þegar hasarinn byrjar. Það er langt síðan að ég hef séð mynd með svona glæsilega kameruvinnu þrátt fyrir rosaleg bardaga atriði. Hollywood hefur tekið upp á því að sýna allt í nærmynd þegar hörkutól eins og Jason Statham lemja vondu kallana, enda eru flestir hollywood leikarar ekki sérþjálfaðir í bardagalist. Evans hinsvegar sýnir áhorfendum allt sem er að gerast út frá glæsilega stilltum skotum. Engar hraðar klippingar og ekkert shaky cam, og best af öllu þá er ekki zoomað inn og út í öðru hverju skoti.

Það er dálítið brjálað að sjá mynd sem eyðir engum tíma í rugl og stekkur beint í hasarinn. Það eru svona max 15 mín í byrjun sem virka sem smá kynning, en restin er stanslaus hasar. The Raid er ekki nema 100 min og flæðir alveg ótrúlega vel, það koma atriði þar sem þig langar ekki einu sinni að blikka augunum, hasarinn er svo svaðalegur. Nokkur mjög sterk atriði koma þar sem hetjan okkar lúskrar á mjög mörgum í einu, ekki annað hægt að segja en að adrenalínið sé á fullu þá. En myndin er auðvitað oft á tíðum mjög langsótt þar sem hún snýst einfaldlega bara út á ofbeldi, og þegar þú ert með helling af vel þjálfuðum bardagamönnum þá viltu nýta þá til fulls. Það er ekki hægt ef að fólk deyr eftir eitt spark í höfuðið. Langsóttasta, en jafnframt flottasta, atriði myndarinnar er þegar ákveðinn Mad Dog berst við bræður í lokuðu herbergi. Mörg af þessum höggum hefðu auðvitað átt að drepa þá strax, en til að halda ofbeldinu gangandi er dregið aðeins úr raunveruleikanum. Þetta er auðvitað brjáluð hasarmynd, en ekki „raunverulegur“ þriller eins og Haywire tæknilega séð var.

Það þarf ekkert að nefna það að flestir karlmenn elska að horfa á slagsmál, og stundum bíla. En The Raid Redemption (hvað er málið með þetta „Redemption“ í titlinum?) inniheldur andskoti nóg af frábæru ofbeldi, sem er alltaf alveg ótrúlega vel skipulagt og tekið upp. Alls ekki slæm blanda, verst að fáir munu eflaust fara á þessa mynd. En þú lesandi góður, skalt drulla þér á hana þann 4. Mai!

8 / 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Warrior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörð og dramatísk
Það er dálítið langt síðan að ég hef horft á jafn persónudrifna bardagamynd sem nær samt sem áður að vera ótrúlega hörð og öflug. The Fighter reyndi, en það sem hélt henni aðalega uppi voru leikararnir. Þeir stóðu sig allir ótrúlega vel og náðu að rífa upp mynd sem hefði annars bara orðið meðalmynd. Það er spurning hvort ég þurfi að fara alla leið aftur í Fight Club til að fá mynd sem náði að hugsa svona vel um karakterana og plottið, þrátt fyrir að snúast um, tja, bardaga. Warrior nær að koma manni alveg gríðarlega á óvart. Saga MMA mynda er nefnilega mjög skrautleg. Fighting og Never Back Down, sem náðu ágætum vinsældum hérna heima voru báðar frekar óathyglisverðar og leiðinlegar. Þær voru báðar klisjulegar táningamyndir þar sem reynt var að setja hasarinn í fimmta gír og svo bara hent inn nokkrum óathyglisverðum persónum. Sem betur fer tekur Warrior ekki þau feil spor.

Fyrst og fremst snýst Warrior um persónur myndarinnar. Bardagarnir, þótt mikilvægir, eru tæknilega séð algjör aukatriði. Gavin O‘Connor tekur sér góðan tíma í að kynna fyrir þér karakterana og fyrir hlé er afskaplega lítið action. Þetta gæti leitt að því að sumum finnist hún hæg, enda skil ég það alveg. Myndin er nær 3 tímar með hléi og er það engin smá tími. En allt sem gerist í fyrri hluta myndarinnar er alveg jafn mikilvægt og seinni hlutinn, ef ekki mikilvægara. O‘Connor, sem bæði skrifaði og leikstýrði Warrior, hefði fullvel getað tekið fyrri hlutann og skorið niður allt kjötið. Það hefði hinsvegar ekki gert seinni hlutann svona ótrúlega tilfiningalegan og öflugan.

En eins og flestir vita þá geta svona persónudrifnar myndir fallið alveg gríðarlega ef leikararnir standa sig ekki nógu vel. Sem betur fer eru þeir Tom Hardy og Joel Edgerton alveg frábærir í hlutverkunum sínum. Tom Hardy skilar grófleika Tommy vel í gegnum skjáinn á meðan að Joel púllar fighter-gone- fjölskyldufaðir vel og er kemestría þeirra bræðra alveg grjóthörð. Það er greinilegt að þeir séu með óleystar deilur. En sá sem stelur senunni algjörlega er ex-alkahólista faðirinn, leikinn af Nick Colte. Nick stendur sig alveg ótrúlega vel í þessari mynd og nær að láta mann finna til með sér og vorkenna sér. Það eina sem hann vill er að reyna láta syni sína tvo fyrirgefa sér fyrir fávitan sem hann hefur verið allt sitt líf. Hann nær virkilega að láta sársaukann sem liggur á bakvið augu karaktersins skína og á hann eina tilfiningalegustu og öflugustu senu myndarinnar.

Ég get gefið kvikmyndatökunni plús fyrir það að vera bæði vel tekin upp og vel klippt. Þú átt eflaust ekki eftir að lenda í því að sjá ekki hvað er í gangi á skjánum, nema þú ákveðir að setjast fremst. Tónlistin er einnig frábær og gerir ekki annað en að ýta undir þunga andrúmslofið sem myndin setur. Það er í raun mjög erfitt að finna galla við myndina, hún nær að púlla flest allt ótrúlega vel. Bardagarnir í Spörtu keppninni eru flottir, hraðir og spennandi. Karatkerarnir eru vel skrifaðir. Sagan er dramatísk og góð og leikstjórnin er tip-top. Það er ekkert sem rífur myndina hræðilega niður og er hún fullkomið dæmi um hvernig á að taka jafn vinsæla íþrótt og MMA og búa til alvöru kvikmynd um hana.

Það er hinsvegar leiðinlegt að segja frá því að í bæði skiptin sem ég skellti mér á þessa mynd í bíó, þá var ekki fjölmennt. Myndin á skilið miklu meira umtal og margfalt fleiri heimsóknir. Þannig að ég mæli fastlega með því að þið bíðið ekki eftir því að versla þessa á DVD, farið á hana í stóra salnum og njótið eina bestu bardagamynd síðari ára.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hangover Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta þynnkan er sú besta
Ég sá Hangover á óvissusýningu stuttu áður en hún kom út og hló af mér rassgatið. Allir fengu þau skilaboð að fara á þessa vitleysu og ekkert væl. Oft hafði maður séð nokkra vitleysinga fara til Las Vegas og gera eitthvað ónefnt rugl, en aldrei hefðu nokkrir leikarar passað svona vel saman og skapað svo skemmtilegt andrúmsloft að það rataði alla leið í salinn. Hangover var eins og Rocky, underdog sem kom svo öllum á óvart. Hún gerði svo margt nýtt en þér leið samt alltaf eins og þú værir þarna með þeim. Þetta var hin fullkomna sumar gamanmynd, feelgood! Hún stóð sig vel alein og þurfti ekki framhald, en ef Hollywood sér tækifæri til að græða þá grípa þeir það!

Phil, Stu og Alan snúa auðvitað allir aftur, en í þetta sinn þurfa þeir að finna týndan asíubúa í Bangkok og með aðeins 2 daga í brúðkaupið. Hljómar kunnulega? Sama formúlan. Hangover 1 og 2 eru eins og stærðfræði formúlur sem innihalda bara X og Y, síðan þarf bara að fylla inn fyndin atriði í staðinn fyrir bókstafina og þá ertu kominn með mynd. Þetta er semsagt nákvæmlega sama myndin, nema bara öðruvísi aðstæður. En Todd Phillips veit það, og hann nýtir sér það. Strákarnir vitna oft í fyrri myndina og nýta sér það sem þeir lærðu síðast. Þar sem Phillips sá Hangover alltaf sem trilógíu þá grunar mig að hann hafi hugsað „Brandari er frábær í fyrsta skiptið sem maður heyrir hann, fínn í annað skiptið en þreyttur í þriðja“. Þannig að andið róleg, hann ætlar að breyta formúlunni fyrir næstu mynd (ef marka má hans eigin orð).

Ég get hinsvegar ekki hætt að hugsa hversu mikið þeir hafa dumb‘að niður hann Alan. Hann var sérstakur í fyrstu myndinni en núna er bara eins og hann sé þroskaheftur með dass af einhverfu. Ég meina maðurinn getur varla hugsað. Hann heldur samt í þessa sakleysi sem einkenndi hann í fyrstu myndinni. Nokkrir frægir gaurar koma sem aukaleikarar, ekki alveg cameo, og er alltaf gaman að sjá þannig. Paul Giamatti mætir á svæðið og bókstaflega fyllir skjáinn, úff hvað sá gaur hefur fitnað. Ég meina gaurinn var chubby en hann er bara orðin feitur. Nick Cassavetes kemur fram sem tattoo artist, en það hlutverk átti Liam Neeson upphaflega að leika. Eins gott að atriðið með honum komi sem deleted scene á blu-ray disknum. Neeson hefði bætt við þessum sjarma sem vantaði alveg uppá hjá honum Nick.

Myndin er í kringum 100 min og er sá tími aldrei hægur að líða, enda uppbyggingin alveg sú sama og í fyrri myndinni, hún drepur tímann eins og ekkert sé. En það er einmitt aðal gallinn við myndina, að þetta sé sama uppbygging eða formúla eins og ég nefndi hérna áðan. Þú ert að horfa á sömu myndina í annari borg og þú munt ekki missa þá tilfiningu í gegnum alla myndina. Hún nær heldur ekki að halda þér hlæjandi reglulega, heldur færðu nokkur stór köst en ert svo bara brosandi í gegnum restina. Hangover 2 gerir eiginlega lítið annað en að vera brautryðjandi fyrir þriðju myndina, en hún nær samt að skemmta manni í leiðinni.

Ef ætti að lýsa Hangover 2 í einni málsgrein, þá væri það svona : „Fínt framhald sem minnir samt alltof mikið á frumvera sinn“.

6 stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Átti þetta að vera jólamynd?
Hversu slæmt er það þegar fyndnasti hluti myndarinnar er kynningin á fyrirtækinu sem bjó til myndina? *hóst*.... Nei auðvitað, ég er að reyna tala við Microsoft Word, það mun enginn svara mér. En persónulega finnst mér það mjög slæmt. Illumination Entertainment bjuggu til Hop en þeir gerðu líka hina virkilega frábæru Despicable Me (sem ég kallaði alvöru barnamynd 2010). Í þeirri mynd voru helling af litlum gulum verum sem einkenndust af endalausum slap-stick húmor. Sú formúla virkaði hinsvegar svo óeðlilega vel að gulu verurnar voru gerðar að andliti fyrirtækisins, enda fyrsta full length myndin þeirra. Í byrjuninni á Hop kemur „Illumination Entertainment“ merkið og 2 gular verur eru eitthvað að sprella á skjánum í svona 10 sek. Myndin nær hápunkti sínum þar. Hop snýst sem sagt um son páskakanínunnar sem elskar ekkert meira en að tromma. Hann á hinsvegar að taka við sem hin eina sanna páskakanína en ákveður að flýja Easter Island og fara til Hollywood, því þar rætast allir draumar heimsins. Á sama tíma í „Hollywood“ er Fred O‘Hare atvinnulaus og býr heima hjá foreldrum sínum. Faðir hans er mjög vonsvikinn og finnst að hann ætti bara að redda sér einhverri vinnu. Fred er hinsvegar mjög týnd manneskja og veit ekkert hvað hann vill. Fred er btw leikinn af James Marsden sem er 38 ára gamall. Er það bara ég eða er það mjög, mjög rangt að láta hann túlka þetta hlutverk. Getur ekki annað verið en að karakterinn eigi að vera svona 24-30 ára miðað við aðstæður og einstaklega trega fjölskyldu.

Russel Brand snýr aftur til Illumination og tekur að sér hlutverk E.B, sem er sonur páskakanínunar. Það er auðvitað aldrei hægt að kvarta undan honum þó að þetta hlutverk passi eiginlega ekkert við hann. Það er hinsvegar flott þegar að Russel Brand hittir E.B og er eiginlega að tala við sjálfan sig. Myndin blandar saman raunveruleika og CGI þó nokkuð vel. Það sem gjörsamlega tortímir myndinni er sagan. Hop stelur svo miklu frá Santa Clause að ég vissi ekki hvort hún væri að gera grín að Santa Clause eða bara reyna vera Santa Clause (og nokkrar aðrar jólamyndir). Páskaungarnir eru hreindýrin, kanínan er jólasveinninn, verksmiðjan er eins og santa‘s workshop osfrv. Handritið er svo lélegt að þetta er eins og maður sé að horfa á Late Night with Jimmy Fallon (sem betur fer er sá surtur farinn úr SNL). Hver einasti brandari er misheppnaður og myndin reynir að vera svo miklu meira en hún er. Hop mun aldrei geta gert páskana að einhverri stórhátið þar sem framleiðendur keppast um að koma með stærstu páskamyndina, en það er einmitt það sem hún er að reyna gera.

Hangover innihélt yndislegt cameo með honum Mike Tyson en eftir það erum við búin að sjá t.d. Kevin Costner sem steiktur lögreglustjóri og P. Diddy sem kexruglaðan tónlistarútgefanda, ekki beint cameo bara annað sjónarhorn á þá. Hop mun án efa vinna cameo ársins 2011 þar sem hinn eini sanni Hoff er látinn líta út sem algjör guð. Það eru frábær atriði með Hoffaranum og munu án efa standa upp sem eftirminnanlegustu atriðin í myndinni, sérstaklega þar sem hann gerir yndislegt grín að sjálfum sér. Þetta er samt of lítill ferskleiki til að bæta upp þessa annars slæmu mynd.

Niðurstaða :. Hop reynir að vera eitthvað miklu stærra en hún er og tekur þessvegna ótal mörg feilspor á leiðinni. Vonandi verður næsta myndin þeirra miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Diary of a Wimpy Kid
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Leiðinleg aðalpersónu,skemmtileg mynd
Ég var nú ekkert voðalega spenntur yfir þessari, sérstaklega þar sem hún snérist um 12 ára strák að byrja í „middle school“ en þegar ég loksins drullaðist til að horfa á hana þá kom hún mér á óvart. Myndin snýst um Greg Heffley, 12 ára strákur sem er að fara gera erfiðasta hlut sem hann hefur nokkrun tíman gert. Byrja í „middle school“ (sem væri hvað, gaggó/unglingadeild hérna?). Hann hefur heyrt mikið af sögusögnum og veit að þetta er miskunarlaus staður þar sem eldri krakkar eru saman með yngri krökkum og hafa þessvegna tækifæri til að gera lífið þeirra að lifandi helvíti. Einnig er skólinn ein stór vinsældarkeppni og Greg hyggst komast á toppinn af fæðukeðjunni. Með vini sínum Rowley, sem er lítill, þybbinn og rauðhærður ætlar hann að reyna allt til að verða „class favorite“ í eitthverju og komast í árbókina.

Frekar óáhugaverður söguþráður en myndin hefur þennan ljóma yfir sér, óútskýranlegur ljómi en hann gefur manni svona góða tilfiningu við áhorfið. Þangað til að Greg ákveður að reyna verða vinsæll. Drengurinn verður svo sjálfshverfur og heldur að hann sé miklu betri en allir aðrir í öllu sem hann gerir að mér varð alveg sama um persónuna og allt sem kom fyrir hana. Í staðin byrjaði maður að hugsa meira um Rowley og eldri stelpu sem þeir kynnast að nafni Angie (leikinn af Chloe Moretz eða kick-ass stelpunni). Angie hefur engan áhuga á því að komast í árbókina eða taka þátt í þessari vitleysu sem endalausa vinsældarkeppnin er. Með þessar 2 litlríku persónur þá byrjar Greg einfaldlega að líta út fyrir að vera ógeðslega mikill asni. Í endanum reynir hann að koma með smá „schoolyard redemption“ en mér var svo alveg sama um það og hataði persónuna samt sem áður.
Það sem heldur myndinni líka uppi er hversu skemmtilegar aukapersónurnar eru. Fjölskyldan hans er litrík og skemmtileg og sýna allir leikararnir góða frammistöðu í þeim hlutverkum sem þeim voru gefið. Þetta er barnamynd sem sýnir fjölskyldu sem gæti actually verið til, ekki svona ýkt over-the-top persónur, einfaldlega skemmtilegar og raunverulegar.

Myndin er víst byggð á bók og hún er ekkert að fela það. Maður sér oft bókina sjálfa í tölvuteiknuðu formi þegar Greg fer í hugsanir sínar og það er ágætlega sniðug hugmynd. Myndin sýnir þá upprunalega efninu virðingu á meðan að hún skapar sína eigin útgáfu. Slógo bókarinnar „It‘s a journal, not a diary“, Slógo myndarinnar „It‘s a movie, not a diary“. Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Ég verð að gefa leikstjóranum kredit fyrir að sýna upprunalega efninu svona mikla virðingu.

Diary of a Wimpy Kid er ágætt áhorf en ekkert sem ég mæli voðalega mikið með, hún kom mér á óvart og var skemmtileg en karakterinn Greg varð bara svo óeðlilega mikill asni í gengum myndina að maður átti erfitt með að fyrirgefa honum í endan.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The American
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Clooney kann'etta
Ég ætla bara byrja strax að koma því á framfæri að George Clooney er einn af þessum leikurum sem ég gjörsamlega dái. Hann er í efsta sæti í góðum hóp af mönnum eins og Arnold S. Og Micheal Douglas. Þannig að 90 mínútna kvikmynd með nánast engum nema George Clooney virkar fínt fyrir mig, en ef þetta hefði verið einhver annar leikari þá held ég að þetta hefði ekki gengið. Síðan á meðan að ég er á umræðuefninu, hversu mergjaðslega yndislega geðveikt væri það að sjá Clooney og Arnold saman í mynd? Eða bíddu..er sú mynd kannski til? http://bit.ly/b0KaWj

The American kynnir sig kannski eins og hasar/tryllir/drama, hún inniheldur samt sem áður engan hasar. Þetta er heldur ekki þessi vanalegi tryllir sem við erum öll vön því að sjá. Myndin byrjar í Svíþjóð þar sem leigumorðinginn Jack (George Clooney) er í litlum kofa út í rassgati með einhveri konu. Aðeins seinna er gert áras á þau og þarf Jack þessvegna bæði að drepa árasarmanninn og konuna (Clooney er líklegast eini maðurinn í heimi sem nær að skjóta konu í hausinn án þess að maður verður reiður, ætli hún hafi nokkuð búið til samloku fyrir hann heldur). Vegna þess þarf Jack að flýja í litíð þorp í Ítalíu og fela sig þar í nokkra mánuði frá árasarmönnunum sem eru ennþá að elta hann. Einnig komust morðin í dagblöðin. Þar sem allt fór úrskeðis ákveður Jack að samþykja síðasta litla verkefnið og setjast svo í helgan stein. Þar sem hann þarf hvort sem er að eyða mörgum mánuðum í þorpinu ákveður hann að reyna kynnast einhverju fólki og verður meðal annars ástfangin af vændiskonu. Sem kemur honum sjálfum á óvart þar sem hans eigin reglur banna honum að mynda vinskap við annað fólk. Það er versta er, hann má engum treysta.

Þó að þessi söguþráður gæti búið til marga möguleika fyrir alveg sjóðheita hasar mynd sem endar þannig að hálft þorpið er í rúst og allir í bænum annaðhvort dauðir eða í fangelsi fyrir að hafa reynt að drepa Jack, því að þau voru öll að vinna fyrir manninn sem vildi sjá hann feigan,Þá er hún alls ekki þannig. Myndin er hæg. Hún er svo hæg að hún lætur Lödu Sport líta vel út. Það þýðir samt ekkert endilega að The American sé leiðinleg, alls ekki. Anton Corbijn nær hérna að fullkomna mynd þar sem orðin eru fá og líkamshreyfingar mikilvægastar. Það gæti komið mörgum á óvart að þetta er fyrsta alvöru kvikmyndin hans, en hann hefur unnið mikið í tónlistariðnaðinum og þá sérstaklega fyrir U2. Hann tók upp mynd sem ber nafnið Linear og var gerð fyrir nýjustu plötu U2 (No Line on The Horizon). Myndin fylgdi með deluxe settinu mínu af No Line þannig að ég hafði þann möguleika að horfa á hana á þeim tíma, og gerði það. Þar er ekki sagt eitt orð í gegnum alla myndina heldur tónlistin af No Line notuð, þannig að þetta er eiginlega eitt stórt tónlistarmyndband fyrir alla plötuna.

Ástæðan á því að ég sé að tala um þetta er að George Clooney þarf einmitt að ná að fullkomna þennan stíl sem Corbijn er að sækjast eftir, að líkamstjáningin segji okkur áhorfendunum hvernig karakternum líður. Sem betur fer er Clooney frábær leikari og nær að fullkomna þetta. Hann leikur hlutverkið sitt svo vel að margir hafa talað um að hér gæti óskarsverðlaunatilnefningu verið um að ræða. Þetta er lykilhlutverk þar sem nánast öll myndin snýst um Clooney og hans dvöl í þorpinu, það er ekki mikið talað í myndinni en við sjáum alveg hvað hann er að hugsa og hvernig honum líður. Hinir leikararnir standa sig mjög vel, þá sérstaklega Paolo Bonacelli sem leikur prestinn sem á eftir að hafa áhrif á hvernig Jack hugsar um alla stöðuna sína í þessu máli. Kvikmyndatakan er einnig mjög flott og nær að halda manni inní myndinni þegar hún er á sínu hægasta.

Þegar litið er á The American í heild sinni þá sjáum við mjög svo hæga mynd sem verður samt aldrei leiðinleg. Hún inniheldur engan svakalegan hasar og heldur engin rosaleg samtöl. Bara saga Jacks á meðan hann er að fela sig í þessu þorpi og hvernig hann drepur tíman, á meðan hann getur ekki treyst neinum. Kvikmyndatakan og tónlistin er góð, leikstjórnin er frábær og leikurinn tip-top. Niðurstaða : Mæli alls ekki með henni fyrir alla, og vara fólki strax við því að búast ekki við brjálæðri hasarmynd. Farið á hana til að sjá vel leikstýrða og leikna mynd með góða sögu.

Einkunn : 8
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Social Network
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Add as friend?
Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki búinn að búa til ákveðnar kröfur fyrir Social Network. Ég hef ekki tekið eftir voðalega miklum áhuga í kringum myndina þar sem fólk spyr oftast „hvernig getur verið mynd um Facebook og hvað er svona áhugavert við hana?“. Þegar maður eins og David Fincher er að leikstýra mynd um Facebook, þá verður hún sjálfkrafa áhugaverð. Það er líka rangt að segja að þetta sé mynd um Facebook þar sem hún er ekki beinlínis um Facebook heldur meira um uppruna Facebook og sögu Mark Zuckerberg frá því að vera venjulegur háskólastrákur í það að vera yngsti billjónamæringur heims. David Fincher hefur leikstýrt myndum eins og Fight Club og Se7en, sem eru báðar á top 250 lista IMDB þannig að eins og ég sagði áðan, þá eru gerðar kröfur til hans. Spurning hvort hann hafi náð að uppfylla þessar kröfur með mynd um Zuckerberg og félega? Já, án efa. Ég get samt sem áður sagt að hún sé ekki fyrir alla. Það verða án efa margar stelpurnar sem fara á þessa mynd til að sjá helling af skemmtilegu facebook dóti og kannski smá farville ef þær eru heppnar. Það sem þær fá hinsvegar er 2 klukkutímar af samræðum og baksögur þungra dómsmála. Ef þú hefur alls ekki gaman af samræðu myndum þá er þessi alls ekki fyrir þig.

Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki búinn að búa til ákveðnar kröfur fyrir Social Network. Ég væri líka að ljúga ef ég myndi segja að Social Network hefði ekki komið mér á óvart. Fincher náði að uppfylla kröfurnar mína og meira en það. Myndin væri hinsvegar ekkert án leikarana og get ég með sönnu sagt að þeir eru allir frábærir hérna. Jesse Eisenberg leikur Zuckerberg með engu nema sannri snilld. Það sama má segja um alla hina leikarana. Það var engin í þessum hóp sem lét mann ekki virkilega trúa því að hann/hún væri persónan sem hann/hún leik(ur). Þó að mesti heiðurinn renni til Arnie Hammer sem lék báða Winklevoss bræðurna og lét það samt líta út fyrir að vera tveir leikarar, ótrúlegt en satt. Þetta er án efa besta frammistaða á tvíbura hlutverki frá einni manneskju síðan Parent Trap með Lindsay Lohan!

Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki búinn að búa til ákveðnar kröfur fyrir Social Network. Ég væri líka að ljúga ef ég myndi segja að Social Network hefði ekki komið mér á óvart. Ég væri enn of aftur að ljúga ef ég myndi segja að þetta væri ekki áhugaverðasta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Ég get með sönnu sagt að það bjóst engin við því að uppruni Facebook hefði verið svona ótrúlega, ótrúlega litríkur. Auðvitað er mikið pumpað upp til að líta vel út á stóra skjánum og auðvitað einbeitir hún sér meira á stóru atriðin en þann mikla tíma sem fór í það að hann útlitið á síðunni og code-a hana, en vegna frábærs handrit gleymir hún þeim hlutum heldur ekki. En ég nefndi fyrr og nefni aftur að þetta er samræðu mynd, sem þýðir einfaldlega að það er lítið annað gert í myndinni en að tala. Handritið fær hérna STÓRAN plús fyrir að gera allar samræður í myndinni áhugaverðar, skemmtilegar, dramatískar og meiraðsegja fyndnar. Myndin byrjar meiraðsegja á einfaldri samræðu sem þróast í svo miklu meira. Myndin gerist á löngum tíma og þess vegna er einn hlutur sem ég vil setja útá, það er engin möguleiki fyrir mann að fylgjast með hvar maður er staddur í tímalínunni. Það heyrast stundum hlutir eins og „fyrir 3 mánuðum“ eða „það var fyrir 2 vikum síðan“, en þá eru kannski ekki nema 10-20 mínútur síðan sá atburður gerðist í myndinni. Ég hef ekki fleiri kvartanir, ekki eina einustu.

Einkunn : 9 – Nú þegar Inception hype-ið er loksins búið nær The Social Network að byrja óskar tímabilið á frábæran hátt og eins og staðan er núna þá vona ég innilega að Fincher fái óskarinn sem hann hefur átt skilið í langan tíma. En það gæti vel verið að eitthver önnur mynd verði betri, hver veit, það er ennþá nógur tími eftir. (Ég vil benda fólki á að Lindsay Lohan dæmið var auðvitað grín!)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Piranha 3D
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Blóð, brjóst og skemmtun?
Þegar við erum með mynd um risastóra Piranha fiska sem éta manneskjur þá held ég að við þurfum ekkert að búast við eitthverji über raunverulegri mynd. Í alvöru talað þá eru meiraðsegja voðalega litlar líkur á því að Piranha fiskur ráðist á manneskjur. En nóg um alvöru staðreyndir, því þessi mynd hendir öllum staðreyndum út um gluggan og leikur sér bara með efnið. Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég hafði engan áhuga á því að sjá þessa mynd þegar auglýsingar byrjuðu að sýna sig á veraldarvefnum. Hún inniheldur sæmilega leikara (fyrir utan Christopher Lloyd auðvitað), þunna sögu og morðóða piranha fiska. Hinsvegar þegar gagnrýnin byrjuðu að streyma inn og gáfu Piranha 70% á Rotten Tomatoes (þar sem myndir eins og þessi fá ekki nema kannski 10% á þeirri síðu) þá gat maður ekki annað an en verða smá spenntur, þar sem hún lofaði nú ekki öðru en blóði,brjóstum og brjálaðri skemmtun.Hún uppfyllti tvo af þessum þrem hlutum.

Skulum aðeins ræða um þessa þrjá hluti sem hún lofar okkur, blóð, brjóst og skemmtun. Ég get sagt ykkur það að það er nóg, nóg, nóg af blóði (þegar það kemur). Meira en nóg af brjóstum og kannski aðeins of mörg meiraðsegja. Þannig að hvernig í ósköpunum getur myndin ekki staðið upp fyrir þriðja loforðinu ; skemmtun. Við fáum helling og ég meina helling af blóði og brjóstum. Þegar svona helmingurinn af myndinni er búinn þá var maður nú orðin leiður á öllum þessum gellum og vildi bara fara sjá smá ofbeldi. Sem betur fer þá fór það allt í gang á þeim tíma, en þetta var bara svo alltof seint. Ég hefði helst viljað sjá blóðið svona 20 min inní myndina. Þá er búið að kynna allar tilgangslausu sögupersónurnar sem maður er nú þegar byrjaður að giska hver deyr fyrst. En alls ekki taka þessu á rangan veg, myndin er alls ekki mjög löng. Hún nær þó að fylla upp tvo tímana með hléi, og á þeim tvem tímum hefði ég viljað sjá klukkutíma af B-mynda ofbeldi. En þegar ofbeldið kemur, þá kemur gott ofbeldi. Það var alls ekkert sparað þegar kom að brellunum, þær eru flottar og mjög svo grófar. Þó að fiskarnir séu ekkert Avatar raunverulegir, þá var stúdíóið nú ekkert með 900 milljónir dollara til að eyða í tæknibrellurnar, en þeir vinna vel með peninginn sem þeir fá. Sérstaklega þegar við erum að tala um manneskjurnar, við erum með fólk að rifna í tvennt, fólk með engar lappir, fólk með engar hendur, fólk með engin augu... Þið skiljið hvert ég er að fara með þetta. Ég er svona manneskja sem lítur ekki oft frá þegar ég sé eitthvað ógeðslegt, Hostel var t.d. meira óþæginleg heldur en ógeðsleg, en ég gerði það yfir þessari mynd. Mér var lofað blóði og ég fékk svo mikið meira en það.

Christopher Lloyd og Richard Dreyfus. Þetta eru einu góðu leikararnir í þessari mynd og þeir fá báðir aðeins eitt atriði á mann. Sættið ykkur við það. Ég er samt ekkert að segja að allir aðrir séu alslæmir, bara sæmilegir. Það er mikið af kjánaskap í sumum leikurum þarna, þó að karakterarnir eru eflaust skrifaðir þannig, sem getur farið smá í taugarnar á manni en er oftast fyndið. Ég ætla nú samt að segja að Ving Rhames sé líklegast skársti leikarinn af þessum hóp, ég ætla ekki að fara blanda honum saman við restina af hópnum þar sem hann var nú í Pulp Fiction og stendur líka aðeins upp úr sem, kaldhæðnislega, eini svarti maðurinn í allri myndinni (þó að ég sé ekkert að segja að þeir þyrftu að vera fleiri, bara fyndið). En annars er þetta mest bara hópur af fólki sem við höfum aldrei séð áður.
Ég ætla ekki að segja að myndin hafi verið leiðinleg, en ég ætla heldur ekki að segja að myndin hafi verið voðalega skemmtileg. Hún var svona mitt á milli. Gellurnar voru heitar, ofbeldið var gróft, brellurnar voru góðar, en aðal sýningin var of sein á svæðið (fiskarnir, ef þið fattið ekki hvað ég meina). Síðan fær hún bæði plús og mínus fyrir að innihalda atriði sem hefur ekki látið mig líða svona illa síðan ég horfði á „yndislegu“ myndina Teeth, en það lét mig samt hlæja á sama tíma. Síðan thumbs-up fyrir fulla nekt í 3-D...Í VATNI!

Einkunn: 5-6, svona 5.3, eða 5.6...kannski
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil: Afterlife
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Líklegast besta tölvuleikamynd allra tíma
„Kæra Hollywood, ég hef undanfarið verið að kvarta yfir kvikmyndatökunni í hasarmynda bransanum hjá ykkur. Kvikmyndatakan er einfaldlega of hröð og alltof hrisst, eins og Micheal Bay sé að leikstýra hverri einustu mynd á markaðnum. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa tekið kvartanir mínar til skoðunar, en þegar ég segi að þær séu alltof hraðar þá meina ég alls ekki að ég vilji að 70% af allri myndinni sé í slow-motion! Þó að kvikmyndatakan hafi verið alveg fáranlega flott, og nýtti þrívíddina í botn, þá var hvert einasta hasar atriði í slow-motion. Alice að taka upp byssurnar sínar – slow-motion, Alice að skjóta – slow-motion, Alice að labba niður stiga – slow-motion! Ég viðurkenni það alveg að slow-motion atriðin (500) hafi verið alveg rosalega flott þökk sé alveg rosalegum tæknibrellum, en ég meina er ekki aðeins of mikið að taka upp heilt atriði í slow-motion. Viljið þið líka vinsamlegast sleppa því að ráða leikara sem getur ekki leikið fyrir 5 aura til að leika aðal óvininn. Kærar þakkir, Sigurjón“

Resident Evil : Afterlife tekur upp söguþráðinn þar sem fyrri myndin endar. Alice er með brjálaða ofurkrafta og er ennþá að reyna taka niður The Umbrella Corp. Alice missir kraftana sína og fer þá í leit að Claire, K-Mart og þeim hinum sem fóru til Arcadia, Alaska í leit að öryggi. Er hún kemur á staðinn sér hún að hvorki dautt né lifandi sé á staðnum, en rekst hinsvegar á gamlan vin. Leið þeirra liggur til Los Angeles þar sem þau hitta hóp af eftirlifendum. Saman hjálpast þau að við að halda lífi og reyna taka niður Umbrella. – Eins og ég sagði þá er þetta framhald af hinum myndunum þrem, sem ég hef ekki séð. Þó að ég sé ekki búinn að sjá þær þá fannst mér ekkert vanta, allt sem þarf að vita er útskýrt í byrjun myndarinnar og útskýrt frekar vel. Myndin er alls ekki lengi að byrja og dettur strax í brjáluð hasar atriði. Söguþráðurinn er voðalega einfaldur, en samt fullur af plot holum sem auðveldlega hefði verið hægt að fylla með nokkrum línum, t.d. „hvað gerðist við þig?“. Karakterarnir sjálfir eru ágætlega skrifaðir og fær Andersen plús fyrir að hafa slepp því að fylla myndina af 100% stereótýpum (*hóst*Predators*hóst*).

Kvikmyndatakan og tæknibrellurnar vinna saman til að skapa mjög fallega mynd. Ég er sáttur með að hafa séð hvað væri að gerast í myndinni í stað þess að vita ekki hver var að lemja hvern. Hinsvegar þá eins og ég nefndi fyrr er slow-motion brellan ofnotuð í botn. Ég er ekki að grínast með að ákveðið atriði í myndinni var í slow motion ALLAN tímann, ekki ein einasta pása. Þrívíddin hinsvegar er rosalega flott og var það engin lygi þegar þeir sögðust hafa tekið myndina upp í „Cameron þrívídd“, hvað sem það þýðir. Avatar heldur samt titlinum sem flottasta þrívíddar mynd, þökk sé því að hún er tölvugerð. Resident Evil fær hinsvegar titilinn „flottasta þrívíddar mynd 2010 (hingað til)“, já hún nær að bæta Despicable Me sem var alveg rosalega flott. Nú býð ég bara spenntur eftir því að sjá lokakaflann af Saw í þrívídd, þar sem þeir eru búnir að vera hype-a hana upp í botn. Allt þetta tæknilega dót heppnaðist þá alveg furðulega vel, klipping, kvikmyndataka, tæknibrellur og þrívídd. Ég hefði ekkert á móti því að vita hvað þessi mynd kostaði, sú upphæð er líklegast rugl há! Tónlistin í myndinni er líka alveg rosalega flott.

Leikararnir eru misjafnir. Sumir eru hræðilegir, sumir eru fínir og sumir eru góðir. Þessi sem lék vonda kallinn er alveg hreint hræðilegur. Mig grunar að hann sé með plagöt af Arnold Schwarzenegger uppá vegg þar sem frammistaða hans minnir alveg óeðlilega mikið á einhvern sem langar að leika Terminator, en kann bara ekki að leika. Milla Jovocich snýr aftur sem Alice í fjórða skiptið og er alveg ótrúlegt hversu hörð þessi kona er. Það liggur við að það væri hægt að henda henni inn í Expandebles gengið. Hún yrði þá allavega hálfur maður, sem myndi þá fylla hinn helminginn á móti Jet Li. Uppvakningarnir sýndu nánast engan tilgang nema taka á móti heitum blýkúlum, þar sem þeir náðu varla að skaða neinn. Hinsvegar þá er einn uppvakningur sem stendur upp úr. Hann kemur upp úr þurru og gerir allt brjálað með þessu 500 kílóa vopni sínu. Hann á án efa flottasta bardaga atriðið í myndinni, og þau eru mörg mjög flott.

Resident Evil : Afterlife kemur verulega á óvart sem mynd byggð á tölvuleik og gæti bara mögulega verið að hún sé sú besta. Hún er ekki að henda inn asnalegum hlutum frá tölvuleiknum til að gera aðdáendur ánægða heldur gefur sínar tilvitnanir sem bara fólk sem kannast við leikinn á eftir að fatta. Í heildina litið þá er hún fín sem hasarmynd en fellur algjörlega sem hryllingsmynd, þó að ég held að hún sé bara ekkert að reyna taka sig of alvarlega á því sviði. Anderson hefði samt sem áður mátt slaka aðeins á með slow-motionið (já, til að svara spurningunni þinni, það er meira slow-motion en í 300) en það er samt sem áður alveg ótrúlega svalt á tímapunktum.

Einkunn : 6 – MJÖG sterk sexa, hefði án efa orðið sjöa ef það hefði ekki verið svona mikið af slow-motion.

PS. Reynið að horfa á myndina án þess að syngja þetta lag innan í ykkur í hvert sinn sem tónlistin í myndinni byrjar. http://www.youtube.com/watch?v=g1tRU1fsU_Y
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Other Guys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ferrell og Mckay í flippinu
Ef við hugsum aðeins um Will Ferrell og ferilinn hans, hvað fáum við? Old School, Anchorman, Kicking And Screaming, Talladega Nights, Blades of Glory, Semi Pro, Step Brothers og nú síðast The Other Guys. Þetta eru svona vinsælustu myndirnar hans, hinsvegar eru þær ekkert allar góðar. Síðan skulum við líta á Adam McKay og Will Ferrell saman, af þessum lista fáum við Anchorman, Talladega Nights, Step Brothers og The Other Guys. Allar myndirnar sem þeir gerðu saman finnst mér persónulega hafa verið hápunkturinn í feril Ferrells (og Old School auðvitað, mesta snilldin). Ferrell og Mckay byrjuðu að vinna saman í SNL í kringum árið 2000. Eftir það hafa þeir gert helling af hlutum og útkoman alltaf verið frábær, þeir eiga t.d. Funny Or Die vefsíðuna sem gefur frá sér helling af efni á hverri viku (sketcharnir eru samt ekki alltaf frábærir). En þegar þeir 2 koma saman þá er auðveldlega hægt að sjá að mikil vinna fór í að gera verkefnið eins skemmtilegt og hægt er, bæði fyrir áhorfendur og þá sjálfa.

Allan Gamble (Will Ferrell) er lögregla sem elskar ekkert meira en að sitja við skrifborðið sitt og vinna pappírsvinnu, hann hefur hinsvegar engan áhuga á að fara út á götu og fanga glæpamenn. Félagi hans, Terry Hoitz (Mark Wahlberg), hefur engan áhuga á því að sitja við skrifborðið og vil bara vera á götunni og fanga sem flesta. Þegar ofur-löggurnar, leiknar af Samma L og The Rock, deyja vantar 2 menn til að fylla stöðuna þeirra. Terry sér loksins tækifærið til að láta drauminn rætast, enda búinn að bíða eftir þessu tækifæri í alltof langan tíma. Gamble hinsvegar hefur engan áhuga á því að taka þátt í þessum draum, en þegar Terry neyðir hann til að koma með sér í útkall lenda þeir í stærra máli en þeir hefðu nokkurn tíman getað ímyndað sér. Saman þarf þetta ólíklega par að vinna saman til að geta leyst málið.

Will Ferrell og Mark Wahlberg standa sig ótrúlega vel hér sem ólíklega parið. Aldrei hefði maður getað hugsað sér Mark Wahlberg að leika í grínmynd en hann kemur hér sterkur inn, þó að hann leiki ágætlega þunglynda persónu sem er alveg ótrúlega bitur út í allan heiminn fyrir það sem hefur komið fyrir hann, þá gerir hann það vel. Will Ferrel sýnir hér nýja hlið í gríninu og leikur alveg ótrúlega rólega persónu, hann sem oftast leikur ofvirkustu manneskjuna í myndinni. Útkoman er spreng hlægileg og stelur hann oft senunni með ruglinu sem kemur út úr honum. Micheal Keaton kemur einnig sterkur inn og á gjörsamlega allar senur sem hann er í. Karakterinn hans er svo furðulega steiktur að maður veit aldrei hvað gæti gerst næst, hann á svo sannarlega hrós skilið hér. Hinsvegar er húmorinn í myndinni voðalega mikill hit/miss, annaðhvort er brandarinn alveg stórkostlega fyndinn eða alveg hræðilega misheppnaður. Sem betur fer var ekki mikið af því síðarnefnda.

Adam McKay kom skemmtilega á óvart í leikstjórn og var t.d. byrjunar atriðið eitthvað sem ég bjóst aldrei við að sjá frá leikstjóra eins og honum. Mig grunar að hann hafi bara viljað flippa algjörlega og taka upp alveg óeðlilega ruglaða senu. Kvikmyndatakan var einnig mjög flott, ég vil benda sérstaklega á atriðið í barnum. Tónlistarvalið kom mér líka mjög á óvart og þó að þetta hafi ekkert verið frábær tónlist þá passaði hún einstaklega vel inní andrúmsloftið á myndinni (PIMPS DONT CRY!!). Handritið hans var hinsvegar voðalega útum allt og fattaði ég stundum ekkert hvað var í gangi, þó að plottið hafi verið voðalega einfalt. En myndin skilar samt sínu með góðum húmor, góðum leikurum og tekur sjálfa sig alls ekki of alvarlega.

Einkunn : 7
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Despicable Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alvöru barnamynd sumarsins
Despicable Me

Toy Story 3 og Shrek 4 hafa verið í aðalhlutverki þetta sumar sem barnamyndir, þó að ég nennti nú aldrei að fara á Shrek 4. Þannig að það má nú ekki segja að þetta sumar hafi verið voðalega barnvænt. Toy Story 3 var auðvitað algjört meistaraverk (en ég meina cmon, fyrir hvern var myndin? Okkur sem voru búin að bíða í 11 ár eftir henni, eða litlu krakkana sem vita varla hvað Toy Story er?), en samt dálítið slæmt að aðeins 2 myndir hafi verið á markaðnum (Nei Cats & Dogs 2 er ekki barnamynd, hún er hryllingsmynd). Síðasta föstudag var hinsvegar frumsýnd Despicable Me í 3-D! Lýsingarnar á myndinni höfðu engin áhrif á mig og var ég ekkert spenntur. Allt benti til að þetta yrði bara semí barnamynd með frægum leikurum í aðalhlutverki, síðan með viðbættri þrívídd bara til að láta fólk borga meira. Allir sem hugsuðu það sama og ég ættu að gleyma því núna. Steve Carrel og Jason Segel ljá raddir sínar frábærlega og húmorinn hittir beint í mark.

Gru (Steve Carrel) er ofur „villain“ (andstæða við ofurhetju) sem reynir stöðugt að fá hrós frá móður sinni með því að fremja stór rán, eins og t.d. Jumbo skjánum í Times Square. Það er hinsvegar ekki jafn auðvelt að vera óþokki eins og flestir búast við. Hann þarf að stjórna heilum her af litlum gulum vinnumönnum og brugga stór plön með hjálp Dr. Nefario (Russel Brand). Einn daginn uppgötvast það að það sé búið að stela heilum píramída frá Egyptalandi og Gru fréttir fljótt að ungur óþokki að nafni Vektor (Jason Segel) hafi rænt píramídanum. Ákveður þá Gru að ræna eitthverju miklu stærra, mánanum. Gru hefst þá starfa en með sterka samkeppni frá Vektor, sem nær svo að ræna frá honum lykilatriðinu í planinu, geisla sem getur minkað allt og alla. Þar sem öryggiskerfið hjá Vektor er svo sterkt þarf Gru að ættleiða 3 litlar stelpur til að aðstoða sig, en að vera orðin 3 barna faðir er ekki eins auðvelt og hann bjóst við.

Þessi saga hljómar voðalega, tja, ömurleg. Þetta hefur oft verið gert áður og er algjör týpísk „vondur-kall-lærir-af-mistökum-og-verður-góður“. En (athugið að þetta er stórt en) þó að þetta sé alveg ótrúlega klisjað, þá heppnast þetta alveg ótrúlega vel. Karakterarnir í myndinni eru allir svo einstakir og frábærir að þú gleymir alveg öllum klisjunum. Litlu gulu verurnar eru alveg einstaklega fyndnar og samt sem áður er þetta alveg ótrúlega mikill aulahúmor. En það er eitthvað við þessa litlu gulu kalla sem lætur aulahúmorinn vera 10 sinnum fyndnari en hann í raun og veru er, og má auðveldlega segja að þær séu fyndasti hlutinn við þessa mynd. Steve Carrel, Jason Segel og Russel Brand standa sig einnig allir ótrúlega vel og passa allir mjög vel við karakterana sína. Það kemur líka mjög á óvart að Steve Carrel gæti dottið í rússnenskan (?) hreim og þar að auki gert það svona vel. Litlu stelpurnar 3 eru líka frábærar og snúa lífinu hans Gru alveg við, til góðs.

3-D-ið í myndinni er alls ekki auglýsingabrella, þetta er þrívídd sem þú vilt borga til að sjá, treystu mér. Myndin lítur glæsilega út fyrir, en þrívíddin bætir hana margfalt. Fólkið sem sá um þrívíddina í t.d. Clash Of The Titans ættu að horfa á Despicable Me, fylgjast með og læra. Hlutir komu út úr skjánum, ég meina þeir voru beint fyrir framan þig, og alls ekki á óþæginlegan hátt. Þetta var gullfalegt. Ef að allar myndir væru með svona metnaðarfulla þrívídd þá væri 2-D markaðurinn farinn á hausinn. En Despicable Me kemur ótrúlega á óvart og slær mann beint fyrir neðan beltið. Hún er með aulahúmor sem allir ættu að geta hlegið af, elskulega karaktera (eini sem maður virkilega þolir ekki er Vektor, en hann er samt fyndinn) og klassíska sögu sem allir ættu að kannast við.

Einkunn : 8
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scott Pilgrim vs. the World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gjörsamlega ótrúleg!
Micheal Cera leikur vandræðalegan ungling sem sleppur frá geðveikrarhæli og verður ennþá vandræðalegri í kringum vandræðalegu vini sína... Er það sem ég myndi skrifa ef þessi mynd myndi algjörlega sjúga, en þar sem hún sýgur ekkert nema awesomeness, þá verð ég að byrja á þessari setningu hér : „GUÐ MINN EINI HVAÐ VAR ÉG AÐ HORFA Á! ÞETTA...VAR...ÓTRÚLEGT!“ Eruð þið orðin spennt núna? Ættuð að vera það. Scott Pilgrim VS The World tekur allt sem við elskum, slagsmál, gellur, létt steiktar persónur og mjög svo sýrðan húmor, síðan margfaldar hún það með 7. Ég bjóst alltaf við góðri mynd, sérstaklega þar sem ég er einn af þeim sem hefur ekki látið Micheal Cera fara í taugarnar á mér fyrir að leika sama karakterinn aftur og aftur, en það sem ég fékk var veisla fyrir augað, hláturtaugarnar og þessa litlu geðbilun sem er grafin innan í mér sem öskraði „MEIRA!“ í hvert sinn sem eitthvað brjálað gerðist í myndinni. Það var oft.

Scott Pilgrim VS The World segir frá Scott Pilgrim (Micheal Cera) sem hittir stelpu að nafni Ramona Flowers (Mary Elizabeth Winstead) og er alveg viss um að þetta sé ást lífs hans. En til að lifa hamingjusöm að endalokum þarf Scott að berjast við, og vinna, 7 illu fyrrverandi kærasta Ramona. Með andlegan stuðning frá hljómsveitinni sinni Sex Bob-omb (Mario einhver?) og samkynhneiðga félaga sínum Wallace Wells (Kieran Culkin) ákveður Scott að gefast ekki svo auðveldlega upp heldur berjast fyrir ástinni. Það er hinsvegar ekki eins auðvelt og það hljómar og þarf Scott að berjast gegn lítríkum hóp eins og brjáluðum leikara og grænmetisætu sem borðar hvorki egg né mjólk. Útkoman verður mjög svo skemmtileg.

Aðal spurningin er, hvernig er Micheal Cera. Ég veit sem staðreynd að margir eru að horfa framhjá þessari mynd einfaldlega vegna þess að Micheal Cera sé að leika í henni. Ég ætla byðja þessa geðsjúklinga að hætta þessari þvælu. Það gæti vel verið að hann hafi leikið vandræðilegan ungling aðeins of oft, en í þessari mynd er hann ekki vandræðalegur heldur vandræðalega fyndinn. Það skiptir sem ekki svo miklu máli þar sem allir aukaleikararnir stela gjörsamlega senunni, sérstaklega samkynhneigði félagi hans. Ég veit ekki hversu oft salurinn sprakk úr hlátri þegar hann var á skjánum. Illu X-in eru líka alveg fáranlega skrautlegur hópur og býður maður oft spenntur eftir því að sjá hvernig næsti bardagi verður, ekki það að atriðin á milli séu eitthvað leiðinleg. Allir aukaleikarar fá sinn tíma á skjánum, þrátt fyrir það að myndin sé ekkert svaðalega löng og aukakarakterarnir eru mjög margir, og eru þeir nánast allir bráðfyndnir. Leikaraliðið í heild sinni stendur sig alveg ótrúlega vel, hefði ekki getað séð aðrar manneskjur gera þetta betur.

Edgar Wright skapar hér eitt annað meistaraverkið, síðustu myndirnar hans Shaun of The Dead og Hot Fuzz voru líka frábærar, sem er eins og eitt stórt sýrutripp. Ef fleiri myndir væru svona þá væri ég í paradís. Ég elska svona fáranlega steiktar myndir og get oft verið eina manneskjan sem hlær að mörgum myndum. Edgar heldur sig sannur sögunni, þó svo að ég hafi ekkert lesið hana bara lesið um hana og myndina bornar saman, og er myndin þessvegna stútfull af tölvuleikja og kvikmynda tilvitnunum. Mest augljósa er auðvitað að óvinir breytast í peninga þegar þeir eru sigraðir. Síðan kemur líka eitt atriði sem minnir alveg fáranlega mikið á einn gamlan og góðan sjónvarpsþátt, ætla ekki að spoila fyrir ykkur, og það er alveg fáranlega fyndið. Klippingin og myndatakan kemur auðvitað beint úr æðum Edgars, hraðar og stuttar tökur sem einkennast af því að skotin sýna bara síðustu sek. Af gjörðum sínum. Hann gerir meiraðsegja grín af því sjálfur þegar Scott er að klæða sig í eitt sinn. Þessi klipping kemur ótrúlega vel út og fellur beint inní þennan yfirdrifna og skemmtilega dúr sem myndin setur sjálfa sig í. Edgar Wright var alveg tilvalinn í þetta.

Bíó sumarið endar með style og þó að margir bjuggust við því að The Expandebles myndi klára sumarið þá stelur Scott Pilgrim algerlega senunni, og er meiraðsegja betri! Ég ætla að ganga svo langt að segja að hún sé betri en Kick-Ass sem ég talaði svo vel um í gagnrýni minni hér fyrr á árinu. SP VS The World hefur bara þessa brjáluðu tilfiningu og brjáluðu sál sem gerir hana að þessu meistaraverki. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig myndin er...Gleymdu bara öllu því sem þú varst að lesa og horfðu sjálfur á myndina, ég veit að mig dauðlangar til að sjá hana aftur.
Einkunn : 9.5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scott Pilgrim vs. the World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gjörsamlega ótrúleg!
Micheal Cera leikur vandræðalegan ungling sem sleppur frá geðveikrarhæli og verður ennþá vandræðalegri í kringum vandræðalegu vini sína... Er það sem ég myndi skrifa ef þessi mynd myndi algjörlega sjúga, en þar sem hún sýgur ekkert nema awesomeness, þá verð ég að byrja á þessari setningu hér : „GUÐ MINN EINI HVAÐ VAR ÉG AÐ HORFA Á! ÞETTA...VAR...ÓTRÚLEGT!“ Eruð þið orðin spennt núna? Ættuð að vera það. Scott Pilgrim VS The World tekur allt sem við elskum, slagsmál, gellur, létt steiktar persónur og mjög svo sýrðan húmor, síðan margfaldar hún það með 7. Ég bjóst alltaf við góðri mynd, sérstaklega þar sem ég er einn af þeim sem hefur ekki látið Micheal Cera fara í taugarnar á mér fyrir að leika sama karakterinn aftur og aftur, en það sem ég fékk var veisla fyrir augað, hláturtaugarnar og þessa litlu geðbilun sem er grafin innan í mér sem öskraði „MEIRA!“ í hvert sinn sem eitthvað brjálað gerðist í myndinni. Það var oft.

Scott Pilgrim VS The World segir frá Scott Pilgrim (Micheal Cera) sem hittir stelpu að nafni Ramona Flowers (Mary Elizabeth Winstead) og er alveg viss um að þetta sé ást lífs hans. En til að lifa hamingjusöm að endalokum þarf Scott að berjast við, og vinna, 7 illu fyrrverandi kærasta Ramona. Með andlegan stuðning frá hljómsveitinni sinni Sex Bob-omb (Mario einhver?) og samkynhneiðga félaga sínum Wallace Wells (Kieran Culkin) ákveður Scott að gefast ekki svo auðveldlega upp heldur berjast fyrir ástinni. Það er hinsvegar ekki eins auðvelt og það hljómar og þarf Scott að berjast gegn lítríkum hóp eins og brjáluðum leikara og grænmetisætu sem borðar hvorki egg né mjólk. Útkoman verður mjög svo skemmtileg.

Aðal spurningin er, hvernig er Micheal Cera. Ég veit sem staðreynd að margir eru að horfa framhjá þessari mynd einfaldlega vegna þess að Micheal Cera sé að leika í henni. Ég ætla byðja þessa geðsjúklinga að hætta þessari þvælu. Það gæti vel verið að hann hafi leikið vandræðilegan ungling aðeins of oft, en í þessari mynd er hann ekki vandræðalegur heldur vandræðalega fyndinn. Það skiptir sem ekki svo miklu máli þar sem allir aukaleikararnir stela gjörsamlega senunni, sérstaklega samkynhneigði félagi hans. Ég veit ekki hversu oft salurinn sprakk úr hlátri þegar hann var á skjánum. Illu X-in eru líka alveg fáranlega skrautlegur hópur og býður maður oft spenntur eftir því að sjá hvernig næsti bardagi verður, ekki það að atriðin á milli séu eitthvað leiðinleg. Allir aukaleikarar fá sinn tíma á skjánum, þrátt fyrir það að myndin sé ekkert svaðalega löng og aukakarakterarnir eru mjög margir, og eru þeir nánast allir bráðfyndnir. Leikaraliðið í heild sinni stendur sig alveg ótrúlega vel, hefði ekki getað séð aðrar manneskjur gera þetta betur.

Edgar Wright skapar hér eitt annað meistaraverkið, síðustu myndirnar hans Shaun of The Dead og Hot Fuzz voru líka frábærar, sem er eins og eitt stórt sýrutripp. Ef fleiri myndir væru svona þá væri ég í paradís. Ég elska svona fáranlega steiktar myndir og get oft verið eina manneskjan sem hlær að mörgum myndum. Edgar heldur sig sannur sögunni, þó svo að ég hafi ekkert lesið hana bara lesið um hana og myndina bornar saman, og er myndin þessvegna stútfull af tölvuleikja og kvikmynda tilvitnunum. Mest augljósa er auðvitað að óvinir breytast í peninga þegar þeir eru sigraðir. Síðan kemur líka eitt atriði sem minnir alveg fáranlega mikið á einn gamlan og góðan sjónvarpsþátt, ætla ekki að spoila fyrir ykkur, og það er alveg fáranlega fyndið. Klippingin og myndatakan kemur auðvitað beint úr æðum Edgars, hraðar og stuttar tökur sem einkennast af því að skotin sýna bara síðustu sek. Af gjörðum sínum. Hann gerir meiraðsegja grín af því sjálfur þegar Scott er að klæða sig í eitt sinn. Þessi klipping kemur ótrúlega vel út og fellur beint inní þennan yfirdrifna og skemmtilega dúr sem myndin setur sjálfa sig í. Edgar Wright var alveg tilvalinn í þetta.

Bíó sumarið endar með style og þó að margir bjuggust við því að The Expandebles myndi klára sumarið þá stelur Scott Pilgrim algerlega senunni, og er meiraðsegja betri! Ég ætla að ganga svo langt að segja að hún sé betri en Kick-Ass sem ég talaði svo vel um í gagnrýni minni hér fyrr á árinu. SP VS The World hefur bara þessa brjáluðu tilfiningu og brjáluðu sál sem gerir hana að þessu meistaraverki. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig myndin er...Gleymdu bara öllu því sem þú varst að lesa og horfðu sjálfur á myndina, ég veit að mig dauðlangar til að sjá hana aftur.
Einkunn : 9.5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Knight and Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kemur á óvart
Roy Miller (Tom Cruise) er njósnari sem er með það verkefni að vernda grip sem gæti breytt öllum heiminum. Hann hefur verið ákærður af fyrrverandi félaga sínum að hann sé svikari og má þessvegna treystu engum. Á leið sinni hittir hann June Havens (Cameron Diaz) sem reynist vera miklu nothæfari en við fyrstu sýn, þó að hún sé nú ekki alveg sjálfbjarga. Með spænskan vopnaframleiðanda og CIA á eftir sér þarf hann að halda lífi á meðan hann reynir að redda málunum og bjarga stúlkunni. Nær Roy Miller að bjarga deginum? Eða fer þetta allt í vaskinn?

Mig grunar fastlega að þú sért ekki búin(n) að sjá þessa mynd, hún er búin að vera undir radarnum vegna öllu hype-inu sem kom frá Inception. Ef þú ert nú þegar búin(n) að fara á Inception tvisvar og ofhugsa hana, þá mæli ég fastlega með að þú kíkir á Knight And Day. Tom Cruise sýnir snilldar leik, enda með snilldar karakter. Hann er loksins að sýna sínar sönnu hliðar, eftir allar þessar semí myndir eins og Valkyrie og MI-3. Þó svo að söguþráðurinn gæti bendi á að þetta sé bara ein önnur hasar myndin þá er hún það alls ekki. Flestir sáu The A-Team og væri alveg hægt að bera þær 2 saman. Þær eru hvorki frumlegar, né raunverlegar, og eiginlega bara heilalaus skemmtun. En það er það sem gerir þær báðar alveg yndislegar. Þær eru heilalaus skemmtun, þær eru ótrúlega fyndnar og þær eru óeðlilega óraunverulegar. Þetta er allt sem sumar-myndir eiga að vera með, skara (The Oscars) tímabilið byrjar strax á eftir þessu (engar áhyggjur). En það sem hélt Knight And Day fyrir ofan allar hinar heilalausu hasar myndirnar, þá er ég að tala um myndir eins og Transformers, var húmorinn og þá meina ég aðalega Tom Cruise, hann lék núna síðast í Tropic Thunder og stal senunni þar líka. Þannig að ef þér líkaði við Tom Cruise í Tropic Thunder, þá muntu elska hann í Knight And Day. Sérstaklega þar sem hann er á skjánum 90% af tímanum.

Handritið var ekkert svaðalega frumlegt, þó að það hafi tekið nýja sýn með því að einbeita meira á „gelluna“ í myndinni. En plottið er eins þunnt og vatnið í krananum, en samt sem áður sniðugt. Þú veist alveg hvernig þetta endar en hún breytir aðeins til í „hvernig það gerist“ hlutanum, samt ekkert svakalega. Mér finnst samt sem áður óskiljanlegt hvernig hann James Mangold nær að láta annað hvert skot vera alveg uppí andlitinu á karakterunum. Ég er ekki bara að tala um close-up skotin sem við könnumst öll við, heldur eru þetta über close-up skot, andlit...andlit!...ANDLIT!. Ég get nú ekki sett mikið annað útá kvikmyndatökuna.

Hinsvegar þá ætti maður alls ekki að búast við slæmri mynd frá James Mangold (meiraðsegja nafnið segir þér staðreyndina, man-gold!) en frá honum hafa komið myndir eins og Walk The Line og 3:10 to Yuma, báðar alveg stórkostlegar sérstaklega Walk The Line. Þó svo að tónlistin hafi nú alls ekki verið jafn góð og í Walk The Line, held að það sé líka ekki mögulega hægt, þá var hún nú alls ekki slæm heldur. Hún hélt uppi spennunni og gerði bara það sem hún átti að gera, alveg eins og Cameron Diaz. Ekkert svo slæm, en ekkert frábær heldur. Samt sem áður voru Cruise og Diaz mjög gott skjápar, sérstaklega þar sem ég efa ekki að Cruise sé svona klikkaður í raun og veru og Cameron svona taugavikluð. Persónusköpunin var nú í algjöru lágmarki, koma smá svona brot inná milli, en þessi litlu brot segja reyndar ágætlega mikið. Allir aukakarakterar voru voðalega úturkú, ég skil nú ekki ennþá afhverju þessi kelling var látin leika CIA stjórann, alveg glötuð og gerir þennan auka karakter ennþá leiðinlegari. En það bjargast reyndar allt um leið og Tom Cruise kemur á skjáinn. Ég er búinn að tala um hann alltof mikið, en hann er bara virkilega það góður.

Knight And day býður uppá frábæra skemmtun og persónulega finnst mér að allir ættu að drífa sig í eitt stykki laugardagsbíó áður en sumarið verður búið og horfa Cruise missa sig í geðveikinni, allavega til að drepa tímann þangað til að The Expandebles kemur.

Einkunn : 7.2
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei