Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



TRON: Legacy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði
Áður en ég fór á Tron í bíó hafði ég ekki séð fyrri myndina og ekki lesið mig til um söguþráðinn. Ég vissi þó að þetta væri eitthvað tölvudæmi sem snerist um einhvern annan heim og eitthvað því um líkt.

Ég bjóst við einhverju mögnuðu. Ég bjóst við því að myndin liti betur út. Mér fannst hún ekki alveg nógu flott. Þetta var einhvern veginn alltaf það sama; svartur bakgrunnur með neon-ljósum. Þrívíddin fannst mér ekkert sérstök. Það hefði verið hægt að nota hana betur finnst mér, og eins hefði verið hægt að draga þríviddina meira fram með fleiri flottum bardagasenum. Persónulega finnst mér þessa saga ekkert sérstök. Ég held að það hefði verið hægt að búa til betri sögu með þessum grunni. Það gerðist alveg voðalega lítið. Einhverjar senur með einhverju innihaldslausu spjalli fannst mér of margar.

Daft Punk stóð að sjálfsögðu fyrir sínu eins og alltaf. Daft Punk gerir bara alvöru tónlist. Ég hefði samt vilja hafa tónlistina aðeins meiri, hún var oft bara einhver undirleikur í einhverjum leiðinlegum senum frekar en magnaður hávaði í flottum bardagasenum.

Lélegt handrit dregur hana mikið niður. Ég ætla að gefa Tron Legacy 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei