Gagnrýni eftir:
Head Over Heels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allveg hreint frábær stelpumynd og raunar fyrir alla sem fíla rómantískar gamanmyndir. Það er langt síðan maður hefur séð bandaríska skemmtilega rómantíska gamanmynd. Þær bestu undanfarið hafa verið breskar. Freddy Pr. kemur pínu á óvart. Hef ekki séð hann áður í svona hlutverki og virkar vel. Myndinn er allveg þræl góð skemmtun og ég mæli með henni.
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndinn Les Riveres Pourpres er hreinasta snilld. Mjög spennandi, fyndinn með góðri fléttu, frábærum leik og virkilega ógeðslegum atriðum. Og ekki spillir umhverfið sem hún er tekin í fyrir. Það er allveg hreint magnað. Og síðast en ekki síst er ekki þessi leiðinlegi Hollywoodformúla á henni. Mæli eindregið með henni.
Reality Bites
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kvikmyndin Reality Bites segir frá lífi ungs fólks í Bandaríkjunum eftir háskólanám. Þetta hjóma klisjulega en myndin er sú besta sem ég hef séð til þessa. Hún skartar frábærum leikurum sem skila sínu vel, maður gleymir allveg hvar maður er staddur í veröldinni. Hún lýsir á raunsæjan hátt lífsbaráttu og ástum að námi lokunu hjá venjulegu fólki, ekki þessu dæmigerða ríka fólki í bandarískum bíómyndum. Ben Stiller á hrós skilið með frumraun sína sem leikstjóri og þau Wiona Ryder og Ethan Hawke fara á kostum. Mæli eindregið með þessari.