Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Beastly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tímamótaverk
Loksins segi ég nú bara! Loksins, kemur mynd sem skilur eitthvað eftir sig. Mynd sem gefur allt fyrir peninginn.

Eftir að hafa séð lokkandi umfjöllun um þessi spennandi kvikmynd í hinum marglofaða kvikmynda og menningarþætti Sjáðu með kvikmyndasérfræðingnum Ásgeiri Kolbeinssyni var mér ljóst að þarna var á ferðinni mynd sem enginn heilvita maður myndi láta fram hjá sér fara.

Stuttu eftir þetta fórum við þrír félagarnir á myndina. Reyndar krossbrá okkur þegar ég sá að það voru bara 5 manns í salnum fyrir utan okkur og það voru einhverjar 12 ára vinkonur. Líklega eru allir bara að djamma á föstudagskvöldum klukkan 20.

Hvað um það. Myndin hélt öllum í salnum í heljargreipum í 80 mínútur. Allir gátu tengt við persónurnar og samtölin voru óaðfinnanlega skrifuð.

Allir sem komu að myndinni skiluðu sínu fullkomlega og þá sér í lagi ungu stjórstjörnunar í aðalhlutverkunum. Ber þar helst að nefna stjörnu myndarinnar, Olsen systurina. Mary-Kate Olsen gjörsamlega átti þann skjátíma sem hún fékk. Algjörlega vanmetin leikkona sem mér finnst að ætti að fá mun fleiri tækifæri þarna úti.
Alex Pettyfer var með einsdæmum sannfærandi sem aðalhlutverkið enda maður sem flestir gætu látið sér nægja að horfa á ljósmyndir af tímunum saman enda afburða fagur leikari þarna á ferð. Hæfileikar ungu Vanessu Hudgens eru flestum kvikmyndaunnendum kunnugir. Hún á ógleymanleg augnablik með áhorfendum í þessari mynd. Geislar af fegurð og sannfæringu í sínum leik nú sem endra nær enda enn í hugum okkar flestra eftir frammistöðuna í myndum á borð við Thirteen og túlkunina á hinni ógleymanlegu Gebrielu Montez í HSM-þríleiknum góðkunna.

Eina sem við félagarnir skildum ekki alveg var þarna hommaleikarinn sem leik blinda gaurinn. Ég held að ég kannist við hann úr stórmyndinni "The best and the brightest" en hann var ekki að gera sérlega góða hluti hér, á miðað við marga aðra að minnsta kosti, að mínu mati.

Þessi mynd kemur góðum boðskap til skila, stendur fyrir sínu og lítur betur út en flestar þær myndir sem ég hef borið augu í kvikmyndahúsum þessa lands til þessa.

Allir standa sig með stakri prýði og útkoman er mynd sem hefur allt. Ég hugsa samt að þessi mynd sé ekki allra. Líklega munu gallharðir aðdáendur mynda á borð við Godfather og Goodfelles ekki njóta þessarar myndar enda augljóslega ekki um hundleiðinlega mynd að ræða í þessu tilfelli og því fellur þetta ekki í þeirra flokk.

Beastly er án efa óvæntasta kvikmyndahandrit sem sést hefur lengi og skildi alla bíógesti eftir í tómi. Mér finnst því óhætt að segja að Beastly sé pottþéttur pakki fyrir alla alvöru kvikmyndaunnendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei