Gagnrýni eftir:
Beetlejuice0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Beetlejuice er vafalaust með betri myndum leikstjórans Tim Burtons, en hann hefur þó gert snilldarstykki eins og Batman(og Batman returns), Sleepy hollow, Edward scissorhands og hina frábæru Nightmare before christmas( sem allir eiga að taka á spólu næstu jól!:) )
Það sem einkennir einna helst myndir Tims er: frábær tónlist, skrítnar og skemmtilegar persónur og svona fairy-tale fílíngur.
Þessi mynd gefur því ekkert eftir, þ.e.a.s hún hefur allt sem Burton aðdáendur fíla(allavena ég)hún er fyndin, skemmtileg og bara vel gerð í flesta staði. Micheal Keaton fer bókstaflega á kostum í hlutverki Beetlejuice og gerir hann persónuna ódauðlega með frábærri frammistöðu sinni. Tónlist Danny Elfman, sem starfar yfirleitt með Tim Burton, spilar einnig stóran þátt í að gera myndina það sem hún er: Klassík!
Maður eins og ég0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Önnur snilld frá þeim sömu og gerðu Íslenska drauminn!!
Maður eins og ég er mynd sem skartar leikaranum góðkunna, Jóni Gnarr ásamt Þorsteini(fóstbræður), Sveini Geirssyni(úr Thule auglýsingunum)o.fl. Myndin fjallar um Júlla(Jón Gnarr)sem er óákveðinn, veit ekkert hvað hann vill gera við líf sitt og á erfitt með að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Tagline myndarinnar: Rómantísk þroskasaga kvíðasjúklings lýsir henni sosem ágætlega, en hún er semsagt drama í bland við góðan húmor, ekki allósvipaðan og var í Íslenska drauminum. Þó þykir mér þessi mynd fyndnari en Íslenski draumurinn og ég ráðlegg ykkur eindregið að sjá hana.(hvort sem það yrði í bíjó eða á spólu) Kannski engin frábær bíjó-upplifun en bara mjög góð skemmtun!

