Gagnrýni eftir:
Bandits0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var nokkuð nett mynd, hún var með magnað plott og persónurnar voru bara þó nokkuð sniðugar. Billy Bob Thornton (Terry) og Bruce Willis (Joe) leika tvo fanga sem strjúka úr fangelsi á undarlegan hátt og ræna banka til að ná sér í pening til að komast í burtu, svo fá þeir þessa snilldarlegu hugmynd um hvernig sé best að ræna banka og framkvæma hana. Síðan eignast þeir sameiginlegan draum sem þeir eru staðráðnir í að uppfylla. Inn í þessa sögu koma svo Cate Blanchett (Kate) sem leikur örvæntingafulla konu sem er orðin leið á lífinu og Troy Garity (Harvey) sem er frændi Joe´s. Þetta er vel gerð mynd, fyndin og fannst mér Terry vera sérstaklega skemmtilegur karakter. Eitt gat ég fundið að myndinni og það var að hún var dregin eilítið á langinn. Þrátt fyrir það þá verður maður sáttur því hún endar skemmtilega. Þannig get ég sagt að þessi mynd sé bara næstum því 800 króna virði (plús það að sætin í smárabíói eru alveg mögnuð).

