Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Stella í framboði
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mikið til sammála því sem ritað hefur hér fyrir ofan; söguþráður? Var söguþráður? Ég vil þó bæta við að myndatakan var með því verra sem maður sér í íslenskri kvikmynd. Mörg atriði voru ekki í fókus og pirraði það mig afskaplega mikið. Sömuleiðis fanst mér heildar lookið á myndinni afar slæmt; svolítið eins og myndin hafi verið gerð '82! Lýsingu var ábótavant í mörgum útiatriðum (reyndar nokkrum innitökum líka þar sem notast var við dagsbirtu inn um glugga) og verður útlit ræmunar ekki gott þegar þarf að lýsa upp atriði í eftirvinnslunni; allt gróft að viðbættu fókusleysinu! Ég fékk svipaða upplifun á annari nýlegri mynd: Maður eins og ég - gróft og leiðinlegt look í bíó. Það vill nútíma bíógesturinn ekki sjá! Að þessu gefnu, um myndgæði myndarinnar, mæli ég með að þeir sem vilja sjá myndina taki hana á vídeóspólu þegar hún kemur út. Munar miklu að sjá myndina á litlum sjónvarpsskjá, þar sem hann sýnir ekki á jafn ófyrirgefanlega þessa stóru galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei