Gagnrýni eftir:
Ocean's Eleven0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa fyrirfram dæmt Oceans eleven sem eina af þeim myndum sem reyna að selja sig út á leikaraval en ekki sem mynd sem hefur meira fram að færa en fræg nöfn ákvað ég að kíkja á hana, adallega vegna mikillar umfjöllunar um hana undanfarið (þá aðallega viðtöl við frægu leikarana, hvað annað). Mér til óvæntrar ánægju þá er myndin alls ekki svo slæm, hún var eiginlega vel þess virði að sjá! Ég er þó alls ekki að segja að þetta sé eitthvert meistaraverk heldur er þetta einfaldlega ein af þeim myndum sem heldur fullri athygli manns á meðan að henni stendur, lætur mann hlæja annað slagið (tvíburarnir voru nokkuð skondnir) og að lokum yfirgefa salinn sáttur við að hafa borgað sig inn á hana. Leikararnir standa sig bara ágætlega, myndin hefur þó ekki upp á neinn stórleik að bjóða heldur frekar skemmtilegan leik sem leikararnir koma til skila.
Oceans eleven er töff , húmorsleg bófamynd með hinu nýja tilbúna ratpack gengi Hollywoods sem flest (en ekki öll) hafa það sem áhorfendur vilja sjá, gott útlit og einhverja leikhæfileika. Þetta er fín mynd!
(2 ½ - 3 stjörnur)

