Gagnrýni eftir:
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessari mynd er nóg að lýsa í einu orði, mögnuð. Og þá meina ég mögnuð í alla staði. Eitthvað hef ég séð að gagnrýnendur gefa henni frekar slappa dóma en ég gef skít í það.
End of Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni geðveik mynd þar sem Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverk og fyrsta mynd sem hann leikur í í þónokkurn tíma. Þegar aldamótin nálgast (í raun ekki fyrr en næstu áramót en það er hægt að deila um lengi), kemur Satan til stórborgarinnar New York til að sækja brúður sína og boða endalok heimsins. En ekki ef Jericho Cane (Arnold) fær að ráða. Eins og ég sagði er þetta geðveik mynd og skemmtilegri en margar aðrar myndir með svona baráttu milli góðs og ills þar sem Satan er mesta illmennið af þeim öllum.
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég þurfti ekki annað en að sjá auglýsinguna fyrir þessa mynd til að fatta að þetta hlýtur að vera mögnuð mynd. Og auðvitað er hún það. Góð persónusköpun, frábær söguþráður, mjög áhugavert viðfangsefni (nokkuð sem aldrei hefur áður sést) og flottustu brellur sem ég hef nokkurn tímann séð. Farið og sjáið The Matrix, helst tvisvar í bíó því hún er það góð, samt er tólf sinnum einum of mikið af því góða.
The Faculty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er leikstýrð af Robert Rodriguez From Dusk Till Dawn og handritið skrifað af Kevin Williamson Scream, I Know What You Did Last Summer svo þið getið auðveldlega séð hverskonar mynd þetta er. Góður húmor, spenna og hryllingur. Mæli hiklaust með henni, sérstaklega fyrir aðdáendur hryllingsmynda. Jafngóð, ef ekki betri, en Scream.
Con Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein besta hasarmynd seinni tíma. Nicolas Cage leikur fangann Cameron Poe sem er sleppt út úr fangelsi og fær far heim með fangaflugvél sem inniheldur fullt af hættulegum glæpamönnum. Þegar fangarnir ná svo yfirráðum í flugvélinni verður Cameron að bjarga málunum. Nicolas Cage er í essinu sínu sem góði gæinn en John Malkovich leikur aðalvonda með stíl. Farðu og sjáðu þessa.
The Saint
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sennilega versta spennumynd sem ég hef nokkru sinni séð. Myndin er hæg, það gerist næstum ekkert í henni og Val Kilmer er afkáralegur. Ekki vera hafa fyrir þessari, horfið frekar á þættina.
Mimic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það má best lýsa þessari mynd sem blöndu af Scream og Alien. Eftir tilraunir manna við að búa til nýja pöddutegund, sem kallast Júdas, byrjar hún að fjölga sér í lestargöngum í Los Angeles. Ágætlega leikin með ýmsum spennandi atriðum og fullt af risapöddum.
Snake Eyes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þótt þessi mynd stæðost alls ekki mínar væntingar er hún samt ekki alslæm. Nicolas Cage og Gary Sinise er báðir góðir í sínum hlutverkum. Aðalgallinn við hana er að hún nær aldrei almennilegu flugi.
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvað get ég sagt. Það er sennilega ekki til það orð sem getur lýst því hversu hræðileg mynd þetta er. Forðist þessa eins og lífið liggi við.
There's Something About Mary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndnasta grínmynd sem ég hef séð, enda ekki furða því hún er frá þeim sömu sem gerðu Dumb & Dumber.
Armageddon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef tekið eftir því að margir eru að tala um að hún sé svo óraunveruleg. Það skiptir ekki baun máli ef myndin er skemmtileg, sem hún er. Hin loftsteinamyndin, Deep Impact, er lélegri því að hún er hæg eins og gömul kerling.