Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta með betri myndum sem ég hef séð. Þetta er ein besta stríðsmynd sem gerð hefur verið, þó ekki eins góð og Saving Private Ryan. Þó svo að það hefði mátt vera minna um rómantík þá er árásin rosalegt sjónarspil. Það er hrein snilld hvernig árásin var gerð. Pearl Harbor er dýrasta mynd sem um getur og má segja að peningunum var vel varið. Ef þú ert mikið fyrir stríðsmyndir þá er þetta mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Midsummer Night's Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var frábær uppfærsla á leikritinu fræga eftir Shakespeare. Það kom mér á óvart hvað leikurinn hjá Kevin Kline var góður. Hann er ekki þekktur fyrir að leika í myndum þar sem textinn byggist á ljóðrænt form leikhúsana. Annars fannst mér Calista Flockhart vera best í þessari mynd. Hún lék Helenu fögru. Calista sýndi og sannaði hvað hún er góð leikkona. Það hefði engin(n) getað leikið þetta hlutverk eins vel og hún. Hún var alveg sniðin í þetta hlutverk. Þetta var frábær mynd sem að kom mér á óvart. Ég skemmti mér alveg frábærlega yfir þessari mynd og er alveg til í að sjá hana aftur og aftur. Þetta er ein besta uppfærsla á leikriti eftir Shakespeare. Allir leikararnir standa sig vel. Handrit þessarar myndar er eitt það erfiðasta sem að hægt er að lesa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Women Want
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mel Gibson sannar enn og aftur hvað hann er góður leikari. Og ekki versnar það að Helen Hunt leikur á móti honum. What Women Want er afar frumleg mynd. Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna. Það að geta heyrt hvað konur eru að hugsa eftir að hafa fengið rafstuð hlýtur að vera það sem allir karlmenn þrá. Ég tell að það hafi einginn leikari passað eins vel í hlutverkið og Mel Gibson og Helen Hunt sannar enn og aftur hvað hún er góð leikkona. Ég vona að við eigum eftir að sjá þau aftur saman í mynd. Mér fannst þetta frábær mynd og ég skemmti mér alveg konunglega. Þessi mynd er vel þess virði að horfa á aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Traffic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Traffic er ein albesta mynd sem ég hef séð. Þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þetta er raunsæ mynd sem leiðir okkur inn í heim dópsmyglara og þeirra sem berjast við þá. Handritið er mjög gott og leikurinn jafnvel betri. Mjög góð mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Charlie´s Angels kom mér á óvart. Ég hafði ekki búist við svona góðri skemmtun. Ég vissi að Lucy Liu myndi standa sig vel enda er hún frábær leikkona. Ég hef sjaldan séð svona góða mynd með frábærum leikkonum. Drew Barrymore, Cameron Diaz og Lucy Liu eru meðal kynþokkafylstu konum í Hollywood. Ég skemmti mér vel á þessari mynd enda er hún ein góð skemmtun. Það var ágæt að konur voru hafðar í aðalhlutverki svona einu sinni. Handritið var nokkuð gott en hefði samt geta verið betra, en leikurinn lagaði handritið. Það var gaman að sjá Bill Murry í þessari mynd. Hann er afar fyndinn leikari og passaði vel inn í hlutverkið sem aðstoðarmaður Charlie´s. Þetta er góð mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara. Það er góður hasar í myndinni og einnig mjög góður húmor sem blandast saman og úr verður ein stór skemmtun. Þetta er mynd sem Rockar feitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Birdcage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Birdcage er ein af fyndnustu myndum sem að ég hef séð. Ég hló mig máttlausan yfir henni og geri það enn. Það eru ekki neinir smá leikarar sem fara með aðalhlutverkinn og má þar nefna Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane, Dianne Weist og Calista Flockhart. Calista Flockhart stendur sig alveg frábærlega í hlutverki Barböru Keeley. Hún sýndi enn og aftur hvað hún er frábær leikkona. Enn einnig stendur Nathan Lane sig vel í myndinni. Ég get horft aftur og aftur á myndina og fæ aldrei leið á henni. Ég mæli öllum sem ekki hafa séð hana að sjá hana því þeir munu springa úr hlátri. Ég tel þetta vera eina af fyndnustu myndum allra tíma. Handritið er mjög vel gert og ekki spillir fyrir að leikurinn er hreint frábær. Það eru svo til eingar klisjur í henni. Ég mæli með þessari mynd, hún er hrein snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei