Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



21 Grams
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir að hafa horft á 21 grams því hún er svo gríðarlega raunsæ og átakamikil en í stuttu máli þá fjallar myndin um hvernig hræðilegt bílslys leiðir saman ólíkar persónur Penn og Watts sem sýna þarna geysigóðan leik og litlu síðri er Del Toro sem verður valdur að slysinu.

Gæðamynd sem ég mæli hiklaust með en sýnið þolinmæði ef ykkur finnst byrjunin ruglinsleg því það tekur smá tíma að átta sig á persónunum og því að myndin gerist ekki endilega í þeirri röð sem sagan gerist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Paradine Case
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harðsnúinn lögfræðingur verður óviljandi ástfanginn af skjólstæðingi sínum, glæsilegri ekkju sem er sökuð um að hafa

byrlað eiginmanni sínum eitur og reynir hann allt hvað hann getur að koma henni undan snörunni. Hér er á ferðinni ein af minna þekktum Hitchcock myndum en The Paradine Case er nokkurs konar lögfræðidrama þar sem atburðarásin er frekar róleg en nokkuð örugg undir stjórn meistarans, leikararnir standa sig með prýði enda úrvals leikarar í öllum helstu hlutverkum með Gregory Peck þar fremstan í flokki en fyrir ykkur spennufíkla þá er þetta kannski ekki rétta Hitchcock myndin en samt er hér á ferð alveg ágætis réttardrama í anda meistarans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pianist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vissi akkurat ekkert um þessa mynd þegar ég fór á The Pianist nema bara að hún var eftir Roman Polanski sem hefur verið dálítið mistækur á seinni árum og því kannski bjóst maður ekki við miklu en þvílík upplifun!! Eiginlega hræðileg upplifun því það er alveg með eindæmum hvernig Þjóðverjar komu fram við gyðinga og það fyrir ekki nema 60 árum síðan en The Pianist segir sögu Wladislaw Szpilman, píanóleikara sem í upphafi myndarinnar er með fasta vinnu hjá Pólska útvarpinu í Varsjá þar sem hann býr við góðan aðbúnað ásamt foreldrum sínum og systkynum en með innrás Þjóðverja í september 1939 breytist líf þeirra í martröð og rekur myndin eiginlega einstaka sögu þessa manns sem á undraverðan hátt lifði af hörmungar stríðsins. Roman Polanski á hrós skilið fyrir að skila þessari sögu svo vel á tjaldið, hér er allt fyrsta flokks og Adrian Brodie er hreint stórkostlegur í gríðarlega erfiðu hlutverki og gef ég The Pianist full hús eða 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smith hjónin eru hamingjusamlega gift þangað til þau komast að því að tæknilega séð eru þau ekki gift vegna þess að giftingin var ólögleg og þau þurfa því að giftast að nýju en þá koma brestir í sambandið. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd og eftir því sem ég best veit, eina gamanmynd meistara Hitchcock og hún er bara nokkuð fyndin á köflum enda fara þau Robert Montgomery og Carole Lombard á kostum sem Smith hjónin en það er samt dálítið einkennilegt að horfa á gamanmynd eftir Hitchcock, það bara einhvern veginn passar ekki en myndin fer vel af stað en missir dálítið flugið undir lokin og þótt um gamanmynd sé að ræða þá má sjá nokkur týpísk Hitchcock skot sem gleðja augað en í heildina litið þá er hér á ferðinni ágætis gamanmynd en sennilega hefur meistaranum dauðleiðst fyrst hann gerði ekki aðra gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
12 Angry Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá skaltu drífa þig út á leigu og athuga hvort þeir eigi hana ekki til því þetta er einfaldlega mögnuð mynd sem gerist á einum heitum sumardegi í einu herbergi í dómshúsinu í New York-borg þar sem kviðdómendur í morðmáli eru í þann mund að dæma ungan mann í rafmagnsstólinn þangað til einn kviðdómandinn sem er snilldarlega leikinn af Henry Fonda fær þá flugu í höfuðið að pilturinn gæti verið saklaus eftir allt saman og síðan reynir hann að sannfæra hina kviðdómendurna um sakleysi hans en hvort það tekst verður ekkert látið uppi hér en eitt er víst að hér er á ferðinni mynd sem hefur allt að bera þ.e. gott handrit, góðan leikhóp með Henry Fonda þar fremstan meðal jafningja og frábæra leikstjórn Sidney Lumet sem þarna var að leikstýra sinni fyrstu mynd. Tvímælalaust 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blackmail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Blackmail fjallar í stuttu máli um unga konu sem af slysni og í sjálfsvörn drepur mann sem reynir að naugða henni og unnusti hennar sem er rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard reynir að hylma yfir glæpinn en dularfullur maður sem býr yfir vitneskju um staðreyndir málsins ætlar að nýta sér þekkingu sína og græða á öllu saman en það fer öðruvísi en ætlað var í fyrstu. Þessi fyrsta talmynd meistarans og jafnframt fyrsta Breska talmyndin kemur nokkuð á óvart og greinilegt að meistarinn hefur snemma á ferlinum mótað sinn sérstaka frásagnarstíl auk þess sem hann skítur upp kollinum að venju og er óvenju lengi í mynd að þessu sinni enda ungur og myndarlegur en Blackmail er áhugaverð fyrir marga hluta sakir þótt hún standi bestu myndum meistarans töluvert langt að baki enda gerði maðurinn óvenju margar stórfenglegar myndir á glæstum ferli en Blackmail er vel þess virði að skoða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að hafa séð The Others í annað skiptið í gær þá get ég ekki annað en skrifað umfjöllun um þessa frábæra mynd sem mér fannst frábær í fyrsta sinn sem ég sá hana enda hefði ég ekki farið á hana aftur nema að svo væri en í annað sinn er hún einfaldlega ennþá betri og ég hélt að það væri ekki hægt en í stuttu máli þá fjallar the Others um unga ekkju sem býr ásamt börnum sínum tveimur í stóru drungalegu húsi og eftir að hún ræður til sín þjónustufólk þá fara undarlegir atburðir að gerast í húsinu sem eiga eftir að hafa áhrif á líf þeirra til frambúðar. Þessi mynd hefur einfaldlega allt sem þarf til að gera góða mynd þ. E. frábært handrit, frábæra leikstjórn, áhrifamikla tónlist, flotta myndatöku og síðast en ekki síst frábæran leikhóp sem sem Nicole Kidman fer fremst í flokki og ég verð illa svikinn ef hún fær ekki Óskarinn fyrir frábæra frammistöðu í þesari mynd en semsagt hér er á ferðinni mynd sem ég á í erfiðleikum að finna nógu sterkt lýsingarorð yfir, hún er einfaldlega stórkostleg, tvímælalaust 4 stórar stjörnur!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jay and Silent Bob Strike Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá ég hef ekki hlegið svona mikið í bíó í mörg ár og ég gerði í gærkveldi þegar ég sá myndina og mér finnst nú sumir taka þetta of alvarlega, þessi mynd á að vera bull og vitleysa, og ég hef sjaldan fílað þannig myndir en ég hef verið Kevin Smith aðdándi í mörg ár, alveg síðan ég sá Clerks og það er algjört möst fyrir fólk að vera búin að sjá hinar myndirnar því annars fattar það ekki djókið og ég er bara mjög sorgmæddur að við skulum ekki fá að sjá Jay og Silent Bob aftur því þeir eru tvímælalaust skemmtilegustu persónur hvíta tjaldsins síðan Jack Lemmon og Walter Matthau voru upp á sitt besta. En eflaust eru ekki margir sammála mér, ég gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu en ég er ennþá á þeirri skoðun að Clerks og Chasing Amy séu bestu myndir Kevin Smith og Mallrats sú lakasta en í guðanna bænum hættið að vera svona alvarleg þegar þig skrifið um Jay og Silent Bob því hvað væri lífið án þeirra!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man Who Knew Too Much
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Leslie Banks og Edna Best leika hjón sem eru á ferðalagi í Sviss þegar vinur þeirra, sem í raun er njósnari, er myrtur og áður en hann deyr nær hann að segja þeim frá fyrirhuguðu morði á háttsettum manni sem á að eiga sér stað í London en morðinginn(Peter Lorre) er snar í snúningum og rænir dóttur þeirra hjóna og hótar að myrða hana ef þau segja einhverjum frá áætlun sinni. Fín mynd í alla staði og Peter Lorre er frábær vondi kall og þess má geta að Hitchock endurgerði þessa mynd sjálfur undir sama nafni rúmlega 20 árum síðar og þá með James Stewart og Doris Day í aðalhlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rope er tvímælalaust ein athyglisverðasta mynd Hitchcock enda gerist hún öll í sömu íbúðinni og kvikmyndatakan er mjög sérstök enda er myndin öll tekin í löngum óklipptum tökum sem reynir mikið á leikarana enda líður manni eins og maður sé að horfa á leikrit frekar en kvikmynd en í stuttu máli þá fjallar Rope um tvo skólafélaga(John Dall og Farley Granger) sem myrða félaga sinn sér til skemmtunar, fela líkið í kistu sem þeir nota sem borð undir veitingar í veislu þar sem unnusta og faðir þess látna eru meðal gesta en brátt fer fyrrum kennari(James Stewart) þeirra félaga að gruna að ekki sé allt með felldu hjá þeim félögum og fer að kanna málið betur. Hér gengur allt upp, frábært handrit og kvikmyndataka, fínn leikhópur og traust leikstjórn meistarans og þess má geta að það er nánast engin tónlist í myndinni og ég tel að það geri hana einfaldlea enn betri fyrir vikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Foreign Correspondent
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhverra hluta vegna virðist Foreign Correspondent oft gleymast þegar menn eru að telja upp bestu myndir meistara Hitchcock því hún á svo sannarlega skilið að vera í hóp með myndum eins og Psycho, North by Northwest, Vertigo og Rear Window svo nokkrar séu nefndar en í stuttu máli þá fjallar Foreign Correspondent um ungan blaðamann(Joel McCrea) sem sendur er til Evrópu skömmu áður en seinni heimsstyrjöldinn skellur á árið 1939 og verkefni hans er að afla frétta af ástandinu í Evrópu og fljótlega dregst hann inn í undarlega atburðarás þar sem líf hans er í hættu. Mörg ógleymanleg atriði undir öryggri leikstjórn meistarans einkenna þessa mynd ásamt góðu handriti og fínum leikhóp og gef ég þessari hæstu einkunn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lifeboat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Átta manns komast lífs af og um borð í lítinn björgunarbát eftir að þýskur kafbátur sekkur bandarísku skipi í seinni heimsstyrjöldinni og hefst þá barátta upp á líf og dauða að halda sér á lífi og halda sig fjarri Þjóðverjum. Gerð eftir sögu John Steinbeck og aðeins meistari Hitchcock gæti gert mynd sem gerist eingöngu um borð í litlum björgunarbát og haldið manni við efnið allan tímann og þótt Lifeboat sé ekki meðal bestu verka meistarans þá er hún vel þess virði að kíkja á og eins og flestir vita sem þekkja til Hitchcock þá var hann vanur að skjóta upp kollinum í myndum sínum og það er gaman að sjá hvernig hann fer að því innan um skipreka fólk í litlum björgunarbát.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dial M for Murder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrrverandi tenniskappi (Ray Milland) sem sestur er í helgan stein, undirbýr það sem á að vera fullkomið morð á eiginkonu sinni (Grace Kelly) sem hefur átt í framhjáhaldi með ungum rithöfundi (Robert Cummings) en er til eitthvað sem heitir fullkomið morð? Frábært handrit, fínir leikarar og frábær leikstjórn meistara Hitchcock einkenna þessa mynd og það er ekki að ástæðulausu að hún hefur verið endurgerð 2 sinnum, fyrst fyrir sjónvarp árið 1981 þar sem Christopher Plummer, Angie Dickinson og Anthony Quayle voru í aðalhlutverkum og svo aftur árið 1998 undir nafninu A Perfect Murder með Michael Douglas og Gwyneth Paltrow en sú upprunalega er langbest af þeim auk þess sem hinar tvær hafa ekki fallegustu leikkonu ever innanborðs þ. e. hina yndislegu Grace Kelly.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Trouble with Harry
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Trouble with Harry er mjög óvenjuleg Hitchcock mynd því þetta er ekki spennumynd að hætti meistarans heldur kolsvört komidía sem fjallar um nokkra íbúa í smábæ í New England sem rekast á lík úti í skógi og þá upphefst drepfyndin atburðarás um hvað skal gera við líkið. Eitt það magnaðasta við þessa mynd er sviðsmyndin en hún er tekin að haustlagi þegar litirnir í landslaginu eru svo magnaðir og tónlist Bernard Hermann er gullfalleg að vanda og leikhópurinn stendur sig með prýði þó sérstaklega Edmund Gwenn og Shirley MacLaine stendur sig með prýði í sinni fyrstu mynd og meira að segja John Forsythe kemur manni á óvart en man ekki einhver ennþá eftir honum úr Dynasty hérna um árið?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
To Catch a Thief
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég átti ekki von á því að það væri einhver búinn að skrifa umfjöllum um To catch a Thief enda fáir eins miklir sérvitringar á gamlar kvikmyndir eins og undirritaður og ég held að Ásgeir hafi skrifað nánast allt það sem ég ætlaði að skrifa og ég er eiginlega sammála honum í öllu, meira segja líka að Grace Kelly er fallegasta leikkona allra tíma en fyrir spennufíkla þá er To catch a Thief kannski ekki rétta myndin fyrir ykkur enda en hún er eiginlega mjög góð blanda af spennu, húmor og smá ástarsögu að hætti meistarans og vert að minnast á sviðsmyndina sem er stórfengleg enda franska ríveran einstök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Strangers on a Train
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ungur tenniskappi tekur á sig lestarferð til að hitta eiginkonu sína sem hann er að reyna að fá skilnað við svo hann geti gifst annari konu en í lestinni rekst hann á glaumgosa sem hatar föður sinn og vill hann dauðan og brátt er hann búinn að plana skipti á morðum þ. E. tenniskappinn á að drepa föður hans og glaumgosinn ætlar að drepa eiginkonu tenniskappans sem vill ekki skilja við hann en tenniskappinn tekur þetta ekki í mál og heldur að hann sé laus við kauða þegar lestarferðin er á enda en þar varð honum á mistök því glaumgosinn stendur við sinn hluta samkomulagsins og drepur eiginkonuna og svo ætlast hann til að tenniskappinn standi við sinn hluta og drepi föður hans en meira gef ég ekki upp af söguþráðinum enda búinn að segja of mikið nú þegar en Strangers on a Train er tvímælalaust ein af allra bestu myndum meistarans, þessi mynd fær hárin til að rísa og leikhópurinn stendur sig með prýði. Tvímælalaust 4 stjörnur!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pay It Forward
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins lét ég verða að því að taka þessa mynd á leigu og ég sé ekki eftir þeim peningum því að Play it Forward er virkilega hugljúf og einfaldlega mögnuð mynd um 11 ára gamlan strák leikin Haley Joel Osment sem fær þá flugu í höfuðið að hugsanlega sé hægt að breyta heiminum með einni einfaldri hugmynd sem byggist á því að gera einhverjum stóran greiða sem síðan endurgreiðir það með því að gera einhverjum 3 öðrum persónum stóran greiða og hann reynir einmitt að gera móður sinni, leikin af Helen Hunt, greiða með því að koma henni saman við kennarann sinn sem leikinn er af Kevin Spacey og þau Spacey og Hunt fara alveg á kostum og það er líka gaman að sjá gömlu kynbombuna Angie Dickinson í litlu hlutverki sem amma stráksins og ég get líka stoltur sagt frá því að ég fékk kökk í hálsinn og táraðist á tveimur stöðum í seinni hluta myndarinnar, svo magnþrungin er hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kiss of the Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd enda aldrei verið mikið fyrir bardagamyndir en þessi mynd kom bara virkilega á óvart og var bara hin besta skemmtun í alla staði en hún fjallar um kínverska löggu í París sem lendir í klónum á gjörspilltri franskri löggu og inn í þetta flækist ung bandarísk vændiskona ágætlega leikin af Bridget Fonda og með fullri virðingu fyrir Jackie Chan þá held ég að ég megi fullyrða að Jet Li sé besti bardagamaður síðan Bruce Lee heitinn var upp á sitt besta og ég mæli hiklaust með þessari fyrir þá sem vilja sjá flotta bardagsmynd, skotheldar 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Magnolia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Magnolia er tvímælalaust ein af þrem bestu myndum ársins 1999 ásamt American Beauty og The Insider en í stuttu máli fjallar myndin um 8 ólíkar persónur sem tengjast allar á einhvern hátt, mismunandi mikið þó en leikhópurinn er alveg magnaður svo og leikstjórn P. T. Anderson og tónlistin er virkileg góð og eitt besta atriði myndarinnar er einmitt þegar allar aðalpersónurnar syngja með einu lagi myndarinnar en ég kann ekki nánari skil á laginu eða söngkonunni sem syngur það en virkilega ljúft lag þó og Magnolia fær hæstu einkunn frá mér og ég mæli hiklaust með henni við alla sem kunna að meta alvöru myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I Confess
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

I Confess fjallar um ungan prest sem lendir í þeirri skelfilegu aðstöðu að eitt sóknarbarna hans játar á sig morð í skriftarstólnum og þar sem hann er prestur þá má hann auðvitað ekki greina frá því við lögregluna en brátt verður hann grunaður um morðið vegna tengsla sinna við fórnarlambið og þá verður hann að gera upp við sig hvort hann eigi að segja til morðingjans eða eiga á hættu sjálfur að vera ákærður fyrir morðið og kannski dæmdur sekur! I Confess er kannski ekki með bestu myndum Hitchcock en er samt ágætis mynd og fer vel af stað en nær svo einhvern veginn ekki alveg að standa undir væntingum en nær sér svo aftur á skrið undir lokin en leikhópurinn stendur sig þokkalega með Momtgomery Clift sem presturinn ungi og Karl Malden, þessi með kartöflunefið, sem rannsóknarlögreglumaðurinn sem er sannfærður um að presturinn sé sekur en svo fléttast inn í þetta smá ástaraga þar sem Anne Baxter kemur við sögu en í heildina litið er hér ágætismynd á ferð með prýðistónlist eftir Dimitri Tiomkin, góðri myndatöku og traustri leikstjórn Hitchcock.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Wrong Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Wrong Man er sannsöguleg mynd sem fjallar um strangheiðarlegan fjölskyldumann (Fonda) sem vinnur fyrir sér með því að spila á bassa í hljómsveit á næturklúbbi en dag einn er hann handtekinn fyrir nokkur rán sem hafa verið framin í hverfinu og vitni bera kennsl á hann og allt bendir til þess að hann sé sekur en hann heldur fram sakleysi sínu en er hann sekur eða er þetta allt stór mistök eins og hann vill halda fram? Ekki skal það látið uppi hér en The Wrong Man er fín blanda af drama og spennu enda sjálfur meistari Hitchcock sem heldur um taumana og sjaldan veldur hann vonbrigðum en The Wrong Man er fín mynd, tónlist Bernard Herrmann er magnþrunginn á köflum og leikararnir standa sig með prýði en semsagt skotheldar 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clerks.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja um þessa einstöku frumraun Kevin Smith? Jú algjör gimsteinn!! Í stuttu máli fjallar myndin um einn dag í lífi Dante sem vinnur í þessari sjoppu og Randall sem vinnur í vídeóleigu handan götunnar og allt sem þeir taka sér fyrir höndum þennan viðburðaríka dag og það gengur mikið á-trúið mér! Kollegi minn sem skrifaði gagnrýnina hérna á undan kvartaði yfir því að hún væri illa leikinn og jú vissulega hefði enginn átt skilið Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni en það er ekki hægt að gera kröfur um gæðaleik í mynd sem kostaði litla 27,000 dollara og leikararnir eingögu vinir leikstjórans og þess má geta að Kevin Smith vann sjálfur í þessari búllu sem meginhluti myndarinnar var tekin í og öll atriðin sem gerast í sjoppunni voru tekin að nóttu til þegar búllan var lokuð og því voru leikararnir kannski ekki vel upplagðir en ef þú lesandi góður vilt sjá drepfyndna mynd þá mæli ég hiklaust með Clerks því að það er sama hversu oft maður horfir á hana, hún verður betri og betri en hún er kannski ekki fyrir viðkvæmar sálir því orðbragðið er kannski ekki alltaf mjög kristilegt og fyrir ykkur Star Wars aðdáendur(ég er það sjálfur) þá er skemmtileg Star Wars pæling í myndinni en að lokum vill ég aðeins segja eitt: Lengi lifi Silent Bob!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sem mikill aðdáandi Indiana Jones þá finnst mér The Mummy Returns ekki koma með tærnar þar sem Indiana Jones hefur hælana en þetta er ágætis afþreying, ekkert meira en það og jú sumar tæknibrellurnar voru fínar en aðrar slæmar eins og til dæmis sporðdrekkinn þarna í endinum og sumir brandararnir voru orðnir þreyttir en John Hannah stóð upp úr af leikurunum og strákurinn litli var líka ágætur en fyrir utan þeirra framlag þá var meðalmennskan allsráðandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Drop Dead Gorgeous
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eina ástæðan fyrir því að ég tók þessa mynd á leigu var sú að Kirsten Dunst leikur í henni enda hef ég verið mikill aðdáandi hennar alveg síðan hún heillaði mig upp úr skónum sem lítil stelpa í Interview with the Vampire um árið og ég verð eiginlega að segja að hún eigi þessa einu stjöru sem ég gef þessari mynd enda söguþráðurinn ekki upp á marga fiska og þó að Denise Richards sé rosa falleg og með flottan barm þá bara getur hún ekki leikið, greyið eins og sást bara best í nýjustu James Bond myndinni og Kristie Alley er hundleiðinleg sem mamma Denise en Ellen Barkin stóð sig þokkalega og hefði mátt vera meira í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei