Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Endir...Það er óhætt að segja að (að mínu mati) stærsta þríeyki í kvikmyndasögunni fái flottan endir. Það sem forspilið í fyrstu tveimur myndunum gaf til kynna, fær ótrúlega útrás hérna. Það er greinilegt að það var jólatími í tæknibrelludeildinni, því smáatriðin í þessari mynd eru svo athyglisemis vel útfærð að valla er hægt að finna veikan blett. Allt er gert af stökustu snilld, og ekkert til sparað að neinu leyti. Reyndar verð ég að vara fólk strax við, að hún er lengri en hinar tvær, og það áður en EV kemur út (3 tím og 20 mín rúmlega) Það sem Peter Jackson hefur gert með þessari mynd, er að hnýta alla lausu endanna saman, og setja punktinn yfir i-ið. Fyrir þá sem lesið hafa bækurnar, þá get ég sagt að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum með það að Jackson sýnir bókunum þá virðingu að koma endalokunum til skila, þótt að sjálfsögðu sé ekki farið í öll samtöl einstakra söguhetja þarna, heldur einfaldlega lagt áhersla á aðalatriðinn. Fyrir þá sem voru að vonast eftir Hollywood endir, mæli ég eindregið með að þeir haldi sig við Bad Boyz II, Terminator, eða hvaðan af verra. Þetta stórfenglega bókmenntaverk á ekki skilið að verða sett í niðursuðudós a-la Hollywood, og er ekkert annað en hægt að hrósa Jackson og hans fólki að leyfa meginmáli sögunnar að ráða ríkjum hérna. Mitt boð er á að hér sé á ferðinni ein stærsta kvikmynd allra tíma, og verð ég ekki hissa ef að einhverjar styttur koma í hús fyrir vikið, enda á kallin þær fyllilega skilið.
Ég vil ekki nota þessa gagnrýni til að stikla mikið á söguþræði eða innihaldi myndarinnar, en einungis koma því til skila að hér er á ferðinni Must-See, þó ekki sé nema að fylgjast með tæknibrellunum.
Gangs of New York0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tjaaa.... Það er langt síðan að ég hef séð mynd með eins svakalegum sviðsetningum og þessi. Leikmynd, búningar, förðun og myndataka er öll í slíkum gæðaflokki að ekkert minna en óskar eiga þessi atriði skilið. Það sagt, þá verður að segjast eins og er, að sagan tekur of langan tíma að segjast. Í mínútum talið! Hæglega hefði verið hægt að klippa og þjappa þessari mynd niður um einar 40 mín, því á löngum köflum gerist svo gott sem ekkert. Það er frekar lýjandi, þar sem að þá fellur öll byrðin á herðar leikaranna að fylla upp í þessi tómarúm. Leikaravalið er hreint út sagt frábært og kemur DiCaprio verulega á óvart, þótt ekki sé Írski hreimurinn laus við Bandarísk áhrif sem að piltur virðist ekki geta losað sig við. Cameron Diaz stendur sig með prýði, þó svo að hennar persóna liggi meira og minna í aukahlutverki mest alla myndina. Einnig eru þarna gæðaleikarar í aukahlutverkum. S.s. Jim Broadbent sem tækifærissinnaður og móralslaus pólitíkus sem að bara fylgir vindinum. John C. Reilly sem keypt lögga, og ekki síðast en síst Liam Neeson sem kveikiþráðurinn að hatri DiCaprio's. En allt þetta er ekkert miðað við Óskarsverðlaunaleik Daniel Day-Lewis. Þessi Írski snillingur (JÁ, Snillingur) er hreint út sagt bókaður eigandi næstu styttu karlleikara í aðalhlutverki. Túlkun hans á William Cutting er í þvílíku kalíberi að ég hef sjaldan séð annað. Hann er miskunarlaus, en ber samt virðingu fyrir þeim óvinum sem að hann telur Jafningja sína. Hann er samúðarfullur, en hikar ekki við að senda fólk í gálgann. Hann fær meira að segja fórnarlömb sín til að hlakka til dauðans !
Fjölbreytni & litskrúði persónu hans er með ólíkindum og alla myndina fylgdist maður með undrablandinni lotningu á hann traðka á allt sem fyrir honum varð og hljóta þakkir fyrir.
Ef Day-Lewis fær ekki styttuna, þá er ekki mikið að marka hina Amerísku Hreyfimynda-Akademíu.
Sjáið þessa mynd, því hérna er einstakt tækifæri að sjá mynd af gamla skólanum: Frábærar sviðsmyndir, góðir leikarar, flott myndataka og heilsteipt veröld sem að var til fyrir 150 árum. Og það besta: Næstum ekkert gert í Tölvu ! Bara The Hard Way
Men in Black II0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Same Planet, New Scum (?)
Þeir hefðu betur skrifað: Same Cast, worse jokes!
Sjaldan hef ég verið eins skúffaður eins og eftir að hafa séð þessa mynd. Einungis tvisvar gat ég glott örlítið, en annars voru brandararnir úr fyrri myndinni illa endurunnir, og ekkert af viti til að gleðja mann hérna. Sparið pening og leigið ykkur frekar 3 tíma franskt drama. (Það er örugglega meiri skemmtun í því)

