Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hoodwinked!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi er ekki nógu góð. Ég hef aldrei áður sofnað í bíó. Gæti verið skárri á ensku? Ég er samt ekki viss. Húmorinn er ekki alveg nógu góður.



Hugmyndin er samt góð. Ævintýri Rauðhettu sett upp með nýjum hætti og séð út frá sjónarhorni nokkura karektera. Gallinn er bara að það vantar algjörlega húmor og hún höfðar ekki til yngstu krakkanna. Myndin er í raun byggð upp þannig að ævintýrið er sýnt þrisvar frá sjónarhorni mismunandi karaktera, og í þriðja sinn sem söguþráðurinn er að byrja voru krakkarnir farnir að segja oh, ekki aftur!.



Gef henni 2 stjörnur. Hún hefði fengið tvær og hálfa ef hún hefði verið flottari, en grafíkin og tæknibrellurnar voru ekki að heilla mig. Væri til í að sjá hana á ensku.



Ef þig langar í bíó með börnin og fá næði til að leggja þig, þá er þetta myndin. Krakkarnir á sýningunni sem ég fór á rétt flissuðu tvisvar...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vertical Limit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd. Lang dregin. Góðir fimm-aura-brandarar. Söguhetjurnar eru verulega undirstrikaðar sem hetjur í þessari mynd. En það er það eina sem gerir þessa mynd að góðri mynd, þessi óraunverulegu atriði! En það sem fór í taugarnar á mér voru þessu al-amerísku vælu atriði. Endirinn var full Holly-vúddískur fyrir minn smekk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei