Gagnrýni eftir:
Evolution0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni hreinasta snilld. Nú hefur Ivan Reitman tekist það. Þessi mynd heillaði allavega mig upp úr skónum. Aðal hlutverkin í þessari léttgeggjuðu gamanmynd fara David Duchovny, Julianne Moore, Orlando Jones og Sean William Scott með. Myndin er (í stuttu máli) um að loftsteinn rekst á jörðina. Allt í lagi með það. En í þessum steini er líf, líf sem fjölgar sér óvenju hratt. Koma þá léttruglaðir jarðfræðiprófessorar (David Duchovy og Orlando Jones) fyrstir á staðinn en svo fer herinn að skipta sér af þessu. En ekki láta prófessorarnir vaða yfir sig. Myndin átti að höfða til allra aldurshópa. Hún er fyndin, spennandi og rómantísk. Ég gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu.
Lara Croft: Tomb Raider0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég vill nú bara segja það að mér fannst þessi mynd hryllingur. Spennan slök, húmorinn gamaldags og myndin fyrirsjáanlega. Reyndar er hægt að hugga sig við það að Angelina Jolie leikur í henni. En ég vill bara gefa þessari mynd hálfa stjörnu og alls ekki meira.

