Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hannibal Rising
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja kæru hálsar,

Þá er fimmta kvikmyndin komin á hvíta tjaldið um Hannibal Lecter, og hér fáum við að sjá bernskubrek og áðstæður geðveilu, hins ofur-gáfaða lækni (slash) sálfræðings, okkar uppáhalds vondakall hvíta-tjaldsins.


Það vekur ávalt depurð mína að skrifa gagnrýni um kvikmynd eftir að hafa lesið viðkomandi bók. Þess vegna mun þessi grein verða aðeins lituð af þeirri staðreynd.


Ég mun samt sem áður halda mig við áður unnin vinnubrögð, varðandi gagrýni mínar á kvikmyndir, og mun þess vegna ekki fara of djúpt ofan í söguþráð myndarinnar. Ástæða þess er að í þessu tilfelli mun rithöfundurinn og barnsfaðir Hannibal Lecters, Thomas Harris, sem er um leið handritshöfundurinn, MUN koma ykkur svo skemmtilega á óvart.


Enskt ljóðskáld orti eitt sinn....

Tíminn er bergmál axarinnar, djúpt inni í viðjum viðarinns... Philip Larkin...


Rómverjar skildu aldrei eftir börn eftirlifendur fórnarlamba sinna á lífi. Af hverju? Jú því niðjar viðarinns man bergmál axarinnar!....


Svo örfá ykkar vita í raun að Hannibal Lecter, var ættaður af auðugu aðalsfólki frá Toscana héraði á Ítalíu, og hafði meðal annars komið sér vel fyrir í ættar-kastala í Litháen ríki mið evrópu.


Myndin byrjar einmitt þar sem Leifturstríð Adolf Hitlers, Blitzkrieg, er að hefjast, og Lecter fjölskyldan er tilneydd til að flýja upp í mjög afskektan fjallakofa sinn.


Það sem vakti strax áhuga minn varðandi faglega vinnu Hannibal Rising, var hve vel hún væri unnin, varðandi alla hluti sem tengdust seinni heimsstyrjöldinni, og var svo ofboðslega vel unnið fram í fremstu fingurgóma. Skriðdrekar Adolf Hitlers í Blitzkrieg SS-Tiger-Panzerinn var 100% unninn varðandi útlit, og að sama skapi alliur hinir rússnensku ofurskriðdrekar líka, það er T-34.


Ég varð mjög spenntur að horfa á hinn mikla rússnenska skriðdreka T-34, brjóatst í gegnum skóginn og snúa fallbyssuturni sínum í fyrsta skiptið má segja í kvikmynda-sögunni, og takast á við hina alræmdu- Junkers-Stuka eða Flugvél Deutche Luftwaffe, því hún var greinilega þeim vopnum búin, sem komu ekki á þær fyrr en í lok WWII...


Ég varð á kafla mjög hrifin eða þar til myndin fór að taka á sig mannlegu-myndgerð hennar. Það var unnið mjög brösulega að því verki, og að mínu skapi stiklaði myndin á allt of stórum skrefum. Það var hoppað í einu í annað, en að mínu skapi er það enn og aftur minn dómur, frá Snilldarskrifuðu-bókinni, þannig ekki taka alveg marka á því.



En hérna fáum við fyrst að sjá hinu virkilega vondu-kalla myndarinnar, og í raun ástæðu áframhalds morð-æðis Hannibal Lecters, til okkar dags. Sá sem er aðal vondikallinn er engin annar en Rhys Ifans, en hann lék einmitt hinn yndislega og marg-elskaða- Waleska-og-Sífellt-Rúnkandi-besta-vin hans Hugh Grant í Notting Hill, hann fer með hlutverk sitt sem hinn hrottalegi stríðsglæpamaður Vladis Grutas að maður fellur í þá gryfju að halda með Lecter!


Við fáum að sjá góða spretti í Hannibal Rising, eins og hið góðkunna listaverk Goldberg Variations sem fyrirkom í The Silense of The Lambs, en því miður klikkar leikstjóri Hannibal Rising á því smá atriði, að velja ekki réttan flytjanda fyrir þetta klassíska verk....


En ekki hika við að fara í bíó elsku vinir til að sjá þetta snlldar-plott Thomas-Harris varðandi Hannibal Lecter!


Aðal leikarinn og sá sem lék Hannibal Lecter, Gaspard Ulliel, fékk mig til að fá hroll og þá sérstaklega í loka-atriðinu í bíómyndinni!


Ég sá í augum þessa franska leikara sem ég er mjög sáttur með, geðveiki Hannibal Lecters, það er varðandi, loka-atriðið, sem ENGIN okkar má fá að vita um eða lesa um!!!!!


Það er lykill myndarinnar gott fólk!!!!


Tata,

Lecter





Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lucky Number Slevin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lucky Number Slevin...


En ég segi bara, vá vá vá vá!!! Þessi mynd er eitt stykki meistaraverk út í gegn varðandi alla kvikmyndavinnslu, leikstjórn og vel valin og fágaðan leikara hóp sem á sér næstum engan líkan.


Josh Harnett, Bruce Willis, Morgan Freemann, Sir Ben Kingsley, Lucy Liu og hin mjög vanmetni leikari sem er alltaf sama skítmennið í hvívetna, Stanley Tucci.


Handritið er hreint afbragð sem er Jason Smilovic fyrsta tilraun, leikstjórnin er sem eitt hreint augnakonfekt sem skilur þann sæta og ljúfa eftirkeim sem kvikmyndir eiga að gera, það er að áhorfandinn er í marga daga að hugsa um það sem hann upplifði sem hann sá á hvíta tjaldinu.


Sem dæmi hef ég aldrei tekið neitt sérstaklega eftir hvernig herbergi eða gangar íbúðarhúsa í kvikmyndum eru fóðraðir, en það sem er eitt af snilldarverkum leikstjórans er að nota sitt listnæma auga til að fá áhorfendurna til að fara að spá í veggfóðri og list. Þetta er leikstjóranum einum sem hrós að auðga þetta meistarastykki sitt. Veggfórðin eru svo stingandi fyrir augað en um leið svo heillandi að manni leið eins og áhorfanda á listasýningu fyrir afbrygðilegt skúlptursverk snarruglaðra veggfóðursmeista.


Paul McGuigan er leikstjóri þessara snilldar matreiðslu í formi kvikmyndar, en hann hafði gert kvikmyndina Wicker Parck áður.


Jæja ég læt það í ykkar hlutverk að dæma þessa góðu afþreyingu sem ég keypti fyrir algjöra tilviljun á London Heathrow Airport til að klára hið konunglega klink mitt hehehe


That Was a Good Buy!


And Thats The Truth Ruth!


Kær kveðja,

Lecter

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Silence of the Lambs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Silence of the Lambs er án efa sú mynd sem markaði djúp spor sín fyrir öðrum myndum sem komu í kjölfarið, eins og Seven, The Bone Collector, Kiss the girls, Ressuruction ofl. Leikstjórinn Jonathan Demme var fengin til að leikstýra Silence, en hann hafði bara gert grínmyndir þá og var það talin nokkur áhætta að ráða hann sem leikstjóra. En það skilaði sér margfalt til baka. Jack Nicholson, Robert Duval og Gene Hackman voru nöfnin sem komu upp til að leika mannætuna hungruðu, en Demme hafði séð mynd árið 1981 sem hét The Elephant Man með John Hurt í aðalhlutverki, sem lék snilldarlega fílamanninn John Merrick. Það var lítt þekktur leikari sem lék hinn manngóða og einlæga lækni hans Merrick í Elephant Man, sem náði athygli leikstjórans. Demme sá Lecter sem mannlegann og afburðar snjallan sálfræðing, sem var læstur í geðveikum huga.

Myndin er um ungan og metnaðarfullann nema hjá FBI Clarice Starling, Jodie Foster, sem vill ná frama í sérrannsóknardeild hjá FBI, sem sérhæfir sig í að hafa hendur í hári fjöldamorðingja. Jack Crawford, yfirmaður atferlisrannskóknardeildar í Quantico, Behavior Sience Unit, er búinn að sauma saman spurningarlista sem á að auðvelda lögregluyfirvöldum að handsama þessa ógurlegu fjöldamorðingja, en hann leitar til Clarice til að leggja listann fyrir þann eina sem neitar að vinna með FBI og sálfræðingum, og er Lecter hrein ráðgáta fyrir öllum. Hannibal The Cannibal Lecter, Anthony Hopkins, er sá sem þeir vilja fá svör frá, og á Clarice að meta það hvort hægt er að fá hann til að gefa einhverjar vísbendingar um hin hrottalegu fjöldamorð sem hinn hrottalegi klæðskeri, Buffallo Bill, er búin að framkvæma. Það eina er að Clarice má ekki láta hann vita neitt persónulegt um sig, því það seinasta sem allir vilja, er að fá Lecter til að hugsa um sig. Sambandið sem myndast á milli þeirra er það magnaðasta sem ég hef séð og er þungamiðjan í þessari mynd. Clarice brotnar saman undir djúpri sálgreiningu hjá Lecter, en reynir eftir fremsta megni að sýna honum það ekki. Hún ákveður svo á endanum að gefa honum sýn inn í hugarheim sinn sem gæti verið hennar verstu mistök, en hættir á það til að fá upplýsingar frá Lecter um fjöldamorðin. Quid pro quo. Fimm óskarsverðlaun er það eina sem ég get sagt. Myndatakan er þannig að þér finnst þú vera einn af leikurunum í myndini, þegar Lecter er að ræða við Clarice þá horfir hann alltaf beint í myndavélina, og áður en þú veist af ertu ósjálfrátt farinn að síga ofan í sætið, þú verður heltekinn af spennunni. Jonathan Demme vildi ekki leikstýra þessari mynd til að byrja með en þegar hann loksins las bókina var ekki aftur snúið og hann sagði, það er draumur allra leikstjóra að geta einu sinni á ferlinum gert bíómynd sem hræðir líftóruna úr áhorfendum. Demme tekst það snilldarlega hér. Myndin fær 4 stjörnur af 4 mögulegum hjá mér, með kveðju,

Ólafur Kr.



















Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Red Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin byrjar þar sem Fílharmorníusveit Baltimore er að berjast í gegnum 3. kafla konserts eftir Boccherini í D Dúr. Hljómsveitarstjórinn lítur hornauga á einn flautuleikarann þar sem hann er hræðilega úr takt eftir að hafa gleymt sér í dagdraum. Benjamin Raspail, óbóflautuleikari, reynir að bæta úr mistökum sínum en það er vonlaus tilraun. Einn af tónlistargestunum hallar sér fram og einblínir á flautuleikarann eins og Cobra slanga sem er búin að ákveða næstu bráð sýna. Aftur er vesalings flautuleikarinn ekki með hugann við tónlistarverkið og mistekst hrapalega við klaufskann flautuleik sinn. Dr. Hannibal Lecter, þekktur velunnari á fágaðri list í Baltimore, lokar augunum í óbeit og hugsar með sér, hugsaðu með sjálfum þér að sér hver dagur, sé þinn síðasti, og stundin sem þú hlakkaðir ekki til, kemur eins og svipleg aðkoma.....

Leikstjórinn ungi Brett Ratner skilar hér frá sér því sem okkur þyrsti svo eftir að sjá, Dr.Hannibal Lecter í sínu rétta formi. Snilldar leikstjórn er það eina sem ég get sagt. Hann sannar sig fullkomnlega hér og fær frábærann stuðning frá handritshöfundinum Ted Tally, sem fékk einmitt Óskarinn góða fyrir handritið á Silence of the Lambs. Hann heldur sig fullkomnlega við upphaflegu söguna sem skrifuð var árið 1981 af Thomas Harris. Hann hitti svo naglann á höfuðið í Red Dragon með persónusköpun sinni að hann ákvað að halda áfram að skrifa og var útkoman fæðing Clarice Starling.

Red Dragon heldur svo áfram þar sem við sjáum Lecter leika lausum hala og hvernig FBI lögreglufulltrúinn Will Graham(Edward Norton) er búin í samvinnu við Dr.Hannibal Lecter, sem er án efa hæfasti réttarsálfræðingurinn sem FBI hefur haft, reyna að ná fjöldamorðingja, sem gengur lausum hala og fjarlægir ýmsa líkamshluta af fórnarlömbum sínum, lifur ofl. hehe. Og án þess þó að segja mikið um framhaldið, því það er svo sviplegt að sjá á hvíta tjaldinu, er að við fáum að sjá hvernig FBI náði að handsama lækninn góða.

Við höldum svo áfram nokkrum árum seinna þar sem FBI er ráðþrota í rannsókn á fjöldamorðum þar sem tvær fjölskyldur eru myrtar hrottalega. Þeir leit svo til Will Graham sem er hættur störfum hjá FBI og þeir sannfæra hann að snúa aftur til starfa. Will ákveður svo að leita hjálpar hjá Lecter og kann þetta að hljóma kunnuglega en það verður samt aldrei þannig að það skaði myndina. Edward Norton nær að sanna sig þótt ungur sé í hlutverkið og nær að mínu mati að skila sínu mjög vel. Harvey Kietel sem FBI fulltrúinn Jack Crawford er ekki að mínu mati það sem ég vildi sjá og sakna ég Scott Glenn sárlega og er þetta eini veiki hlekkurinn á myndinni. Svo er það erkióvinur Hannibals, Dr.Frederick Chilton sem er leikinn aftur snilldarlega af Anthony Heald, það eina er að maður sér að hann hefur elst aðeins síðan í Þögn Lambana. Þarna komum við svo að gullmola myndarinnar, þar sem Dr.Chilton er drifinn af hroka og eiginhagsmunum, í baráttu að ná frægð og frama í heimi sálfræðinga, og vonast til að ná að skrifa um merkasta feng fyrr og síðar, þann sem sálfræðingar gátu engan veginn ráðið fram úr því hugrinn var flóknasta púsluspil, falinn í ráðgátu, og Dr.Chilton vildi öðlast virðingu sem var án efa óverðskulduð. Það er hreint augnakonfekt að sjá hvernig Dr.Lecter hefur Dr.Chilton að fífli og kemur á óvart í mynd um fjöldamorðingja að svo stutt sé í húmorinn. Ralph Fiennes leikur Fracis Dolorhide, mann sem var beittur harðræði af ömmu sinni í æsku og varð þess valdandi að hann varð veruleikafirrtur morðingi, og heldur að hann sé að verða Rauður Dreki. Samband hans við blinda konu, Rebu, er rafmagnað og hrollvekjandi. Svo er það fréttamaðurinn og skíthællinn Freddy Launds, sem leikinn er af Philip Seymour Hoffman, sem tekst að klúðra rannsókn málsins og gera málið en flóknari fyrir FBI. Ég vil nú ekki fara djúpt í söguþráðinn og fjalla of mikið um myndinna, heldur hvernig leikarar skiluðu sínu, og þá er komið að Anthony Hopkins. Hann er 12 árum eldri en í Silence en það háði mér ekki neitt í Red Dragon. Það var talað um að nota tölvur til að yngja Hopkins upp, en það var fallið frá því og stuðst við gamla hefð, leikarann sjálfann og hæfileika hans, ásamt smá lýsingu hér og þar og honum komið í sama líkamlegt form og í Silence. Þeim tókst það glæsilega og virkilega gaman að sjá að Dr.Lecter er loksins komin aftur fyrir aftan plexiglerið og með grímuna sína víðfrægu, svo ekki sé talað um hvernig honum tekst að komast inn í sálartetrið hjá okkur, án þess að það sé nokkuð mál fyrir hann.

Það sem mér finnst ógurlegast eftir að hafa lesið allar 3 bækurnar um Dr.Lecter er að rithöfundurinn Thomas Harris, hafi stuðst við alvöru fjöldamorðingja eftir að hafa rannsakað gögn frá FBI fyrir skáldsögur sínar á persónusköpunum í bókunum sínum, þar á meðal Hannibal Lecter.

Myndin fær 3 og hálfa stjörnu hjá mér, þó svo að sumir gagnrýnendur hafi sagt að Red Dragon sé jafn góð og Silence, en þá vil ég ekki taka svo djúpt í árinna, en ekki hika við að sjá hana á hvíta tjaldinu,

með kveðju TaTa,og von um að þið hafið haft gagn af,

Ólafur Kr.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er þriðja mynd meistarans M. Night Shyamalan og já ég segi eins og margir aðrir gagnrýnendur, meistari!. Hann er rækilega búinn að marka djúp spor sín í Hollywood, hann kemur loksins með eitthvað nýtt inn í kvikmyndir sem við viljum og þyrstum eftir í kvikmyndum. Það eru til milljón ef ekki fleiri gagnrýnendur þarna úti, en hverning hann setur fram myndirnar sínar eins og þessa, er hrein snilld. Hann nær að draga fram hið mannlega í okkur öllum óháð trúarbrögðum, og hann er Indverji ef ég man rétt. En og aftur eru börn þungamiðjan í myndinni, sem setur mann í varnarstöðu strax, og maður nær meiri athygli á myndinni fyrir vikið. Ekki viljum við að eitthvað slæmt hendi börn? Hann er með sálfræðina á hreinu, hann hefur eflaust farið á 100 Dale Carnegie námskeið og veit svo innilega hvað við viljum sjá. Þar sem hefur verið skrifað svo meitlað handrit af þessari mynd þá vil ég ekki segja of mikið um myndina, bara farið í bíó, kaupið miða og njótið. Eina er að ég sá strax hverning allt færi í endirinn, en ég fattaði líka The Sixth Sense í bíó þ.e.a.s. endirinn.(Ekki að ég sé eitthvað klár). En farið á myndina með því hugarfari að myndin sé ömurleg, eins og ég gerði forðum þegar ég fór að sjá Highlander í Tónabíó, að þetta væri örugglega ömurleg mynd, og ég var að spá í að fá miðann endurgreiddann áður en ég sá myndina haha, en frá fyrstu sekúndu ertu negldur ofan í sætið, nákvæmlega eins er með þessa mynd!!!!, Enjoy,

með kveðju,

Ólafur Kr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei