Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Trek V: The Final Frontier
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd svona la-la, og þetta er tvímælalaust sísta Star Trek myndin fram að þessu. Í þessari mynd er dálítið verið að fjalla um hið persónulega samband á milli áhafnarmeðlima Enterprise eins og það hefur þróast í gegnum árin, en hins vegar er ef til vill erfitt fyrir ekki-Trekkara að hafa eitthvað gaman af því. Leikurinn og handritið er ekki með því besta, því miður. Leitin að Guði var hálf kjánaleg (það hefði verið hægt að vinna miklu betur með þá hugmynd), og þetta með að láta hálfbróður Spocks dúkka upp si svona var alveg út í hött. En samt sem áður er þessi mynd ekki alvond; mér fannst row, row, row your boat atriðið skondið, en besta atriðið fannst mér þó þegar Uhura tók afríska dansinn. En semsagt, það er alveg hægt að horfa á þessa mynd ef maður hefur ekkert annað að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek VI: The Undiscovered Country
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir frekar misheppnaða mynd nr. 5 kemur hér síðasta myndin með gamla Star Trek-genginu, og þessi er alveg ágæt. Þannig að gamla genginu tókst að enda með reisn þrátt fyrir allt. Í þessari mynd segir frá því þegar Kirk og félögum er falið að fylgja klingonska kanslaranum Gorkon til Jarðar til þess að sitja leiðtogafund. En skömmu eftir að kanslarinn og hans fylgdarlið hefur setið kvöldverð með áhöfn Enterprise, er hann myrtur á dularfullan hátt. Allt bendir til þess að einhverjir á Enterprise hafi framið ódæðið. Kirk og dr. McCoy eru handteknir og dæmdir til ævilangrar vistar í fanganýlendunni Rura Penthe, þar sem enginn hefur átt afturkvæmt. Þar hitta þeir Martiu (Iman, konu Bowies), sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. - En eru þeir sekir? Hver er morðinginn? Það er nú það. - Þessi mynd er mjög vel heppnuð, handrit og leikur er fínn og tónlistin er mögnuð og passlega draugaleg. Iman stendur sig nokkuð vel, og takið eftir Kim Cattrall (Sex and the City) sem Vúlkanastúlkan Valeris. Finnst ykkur hún ekki hafa breyst. :) Þarna er einnig gamla kempan Christopher Plummer (Chang), og Michael Dorn (Worf í TNG) stendur sig einnig vel. - Ég tek það fram að ég er að skrifa um hina lengri special edition af myndinni; hún var ekki sýnd í bíó en hinsvegar gefin út á myndbandi. Ég mæli með því að fólk reyni að sjá þá útgáfu frekar en hina, því hún er miklu betri. Þar má meðal annars sjá Rene Auberjonois (Odo í DS9) í litlu hlutverki, sem var klippt út, en skiptir að mínum dómi töluverðu máli. - En semsagt, fín mynd fyrir Star Trek-aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flashdance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flashdance er ein af þessum dansmyndum sem voru svo vinsælar í byrjun 9. áratugarins. Ég man að ég sá þessa mynd í bíó sem unglingur, og fannst hún þá æði. Síðan sá ég hana á Sítt-að-aftan-helginni sem Filmundur stóð yfir sumarið 2001, og fannst hún fölna eilítið þá, þó ekkert svo afskaplega mikið.

Þetta er jú alveg stórskemmtileg eighties-mynd með ágætri tónlist Giorgio Moroder. Söguþráðurinn er kannski hálf óraunsær: Unglingsstúlkan Alex Owens vinnur við logsuðu (!) en vinnur einnig aukavinnu sem hálfgerður súludansari (án súlu þó) á sóðalegri knæpu. Hún á sér þann draum að verða ballettdansmær, en er þó orðin 18 ára og hefur aldrei lært dans. Svo á hún í hálfótrúverðugu ástarsambandi við yfirmann sinn. Hmmm.

En það sem gerir þessa mynd skemmtilega er tónlistin og dansarnir, sem eru, þrátt fyrir að vera hálfhallærislegir, þrælsvalir. Sérstaklega dansinn síðast í myndinni.

Jennifer Beals stóð sig bara nokkuð bærilega í þessari mynd. Hvar er hún nú???
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek IV: The Voyage Home
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Star Trek II, III og IV mynda eins konar trílógíu, og þetta er sú síðasta í henni. Þarna fer áhöfnin á Enterprise í tímaferðalag til ársins 1986, til þess að finna tvo hvali til að taka með sér til 23. aldarinnar. Tilgangurinn er að láta þá svara dularfullu geimskipi sem talar bara hvalamál, en hvölum var útrýmt á 21. öldinni.

Þetta er sennilega eina Star Trek-myndin sem hægt er að flokka sem gamanmynd. Og það er hún. Ég lá í krampakasti allan tímann sem ég horfði á hana fyrst. Fjöldi alveg óborganlegra atriða er í henni, og handritið er ekki nema snilld. Það má segja að þarna sé Star Trek-gengið að gera grín að sjálfum sér.

Ég mæli tvímælalaust með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek III: The Search for Spock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er sú þriðja í röðinni, og beint framhald af The Wrath Of Khan. Hér eiga Kirk og félagar í höggi við sína fornu fjendur Klingona, sem vilja ná yfirráðum yfir hinni svokölluðu Genesis-plánetu, sem fyrst var talað um í fyrri myndinni. En þar sem á plánetunni fannst mikilvæg persóna (nú má ég ekki spilla), nær það auðvitað engri átt.

Þessi mynd gefur að mínum dómi þeirri fyrri ekkert eftir, þótt hún sé að mörgu leyti öðruvísi. Kvikmyndatakan er afskaplega fín, og mörg mjög falleg atriði eru í henni, til að mynda Pon-Farr atriðið sem og lokasenan á Vulcan, þar sem Fal-Tor-Pan athöfnin var framin. Bestur af leikurum finnst mér Christopher Lloyd sem illmennið Kruge (maður hugsar aldrei um Back To The Future).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek: The Wrath of Khan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í bíó á sínum tíma, og hef verið Trekkari síðan. :) Þessi mynd er hreinasta snilld; frábær ævintýramynd. Tæknibrellurnar eru frábærar, einnig eru búningarnir einstaklega vel heppnaðir. Af leikurum finnst mér bestur hann Ricardo Montalban, sem hreint fer á kostum sem hinn illi Khan. Einnig sýnir Leonard Nimoy (Spock) snilldarleik, en hann og DeForest Kelley heitinn (Dr. McCoy) standa að mínu mati upp úr af gamla Star Trek-genginu.

Semsagt frábær skemmtun, og ef þú fílar Star Trek, þá VERÐURÐU að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Trek: The Motion Picture
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fyrsta Star Trek kvikmyndin sem var gerð. Það er margt gott í henni, en samt held ég að öðrum en hörðustu Trekkurum finnist hún frekar leiðinleg og langdregin. Það er eiginlega lögð of mikil áhersla á tæknibrellurnar og of lítil áhersla á söguþráð. Auk þess er handritið ekkert sérstakt. En tæknibrellurnar eru samt flottar, því er ekki að neita. Og ég verð að viðurkenna að hugmyndin um V-ger var góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei