Gagnrýni eftir:
The 51st State0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins gátu bretar og kanar unnið saman og búið til góða mynd. Þessi mynd skilur kannski ekki mikið eftir sig en skemmtana gildi hennar er alveg 9 af 10 mögulegum.
Samuel L. Jackson er hrein snilld eins og honum er lagið. Hann lekur efnafræðing sem hefur ekki náð eins langt í lífinu eins og hann vildi og nú vill hann breyta til. Og það eitt saman að fá að sjá Samuel L. Jackson Í skotapilsi er 800 hundruð króna virði. Svo koma líka til sögunar Robert Carlyle en hann hefur meðal annars leikið í Trainspotting, ef þú áttar þig ekki á hvern hann lék þá var hann gaurinn sem kastaði bjórkönnunni fram af handriðinu og fór að slást. Hann skilar sínu svo sannarlega með ágætum og hann er púllari. Einnig vill ég nefna Rhys Ifans en hver man ekki eftir honum í Notting Hill á nærbuxunum, hann var bara flottur þar og við fáum meira af honum hér. Sá sem síst átti góðan leik er Meat Loaf en hann leikur ein aðal gangsterinn og skilar því svo sum temmilega en hann var ekki að gera neina stór sigra á tjaldinu. Þessi mynd er frábær, tónlistin var góð og átti vel við, einnig var kvikmynda takan góð og hvað orðið “shit” kom oft fyrir var bara hrein snilld. Eina sem gæti skemmt gleðina er að kunna ekki næga ensku þá á ég við breska ensku þar sem að mikið af bröndurunum eru gerðir með það í huga.

