Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem ég var búinn að bíða lengi eftir henni þessari. Ég er einn af þessum smámunasömu sem hef lesið bókina mörgum sinnum og bjó mig því undir hið versta. Áhyggjurnar reyndust hins vegar að mestu óþarfar og myndin hin besta svo ekki sé meira sagt. Útlit myndarinnar er vægast sagt skuggalega líkt þeim Miðgarði (Middle Earth) sem ég hafði ímyndað mér og átti það einnig við um persónurnar, en leikarar voru með eindæmum vel valdir og hlutverki sínu vaxnir. Verð ég að nefna sérstaklega frammistöðu McKellen, Lee sem og (þótt undarlegt megi virðast)Wood sem kom mér einna mest á óvart með góðum leik. Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort Liv Tyler hafi átt erindi sem erfiði í hlutverki Arwen, en þar sem myndin var svo vel heppnuð að öðru leiti þá leyfi ég henni að njóta vafans.

Fyrir mig var spennan ekki fólgin í söguþræðinum þar sem ég kann bókina svo að segja utan af, mikið frekar í því hverju Jackson myndi sleppa og hverju ekki og svo að sjálfsögðu því hvernig hann myndi koma efninu til skila. Uppáhaldskafli minn í bókinni er ferð föruneytisins í gegnum námur Moría og sú var einnig raunin í myndinni. Þessi kafli myndarinnar er með eindæmum vel heppnaður sem og allt sem viðkemur svörtu riddurunum (Ringwraiths). Ég fór nánast með tárin í augunum út úr salnum að mynd lokinni, í senn þakklátur fyrir það að myndin hefði verið svona góð og ekki síður vegna þess að hvorki heyrðist í gsm-síma né nokkrum einasta gesti alla myndina. Og mikið er ég feginn að Steven Spielberg gerði ekki þessa mynd, honum hefði örugglega tekist að skella skuldinni á nazistana eins og venjulega. Sem sagt, frábært bíó sem á eflaust eftir að auka hróður Tolkiens enn frekar...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Lies Beneath
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef alla tíð verið haldinn Michelle Pfeiffer-óþoli af verstu gerð og fór því fullur fordóma á þessa mynd. Ég hef svo sem ekki skipt um skoðun en þó komst Pfeiffer vel frá sínu, sem og Ford sem hér er aldrei þessu vant ekki í hlutverki hetjunnar. Handritið er snilldar-Hitchcock bræðingur, eins og aðrir gagnrýnendur á kvikmyndir.is hafa komist að, og ég myndi selja ömmu mína til að sjá mynd á borð við þessa í hans höndum. Auk þess þóttist ég greina áhrif frá Kubrick heitnum sem og skírskotun í myndina Stir of Echos, sem eins og þessi kom á óvart. Þó finnst mér ósanngjarnt að bera þær saman. Myndatakan er á köflum rakin snilld en í það heila dulítið vélræn. Þrátt furir hnökra þar og hér er langt síðan ég hef límst eins við tjaldið í bíó og er þá tilgangnum ekki náð? Í tveimur orðum sagt: Fyrirtaks mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á ad benda theim sem skrifa umfjöllun á, að munur er á að fjalla um mynd á gagnrýninn hátt og að endursegja hana í einum allsherjar útdraetti. Löngu var kominn tími til að gerð yrði mynd á epíska mátann um hetjur Rómartímans, í raun óskiljanlegt ad tæknibrellugúrúum samtímans hafi ekki dottið það fyrr í hug. Útkoman er engu að síður dálítil vonbrigdi, ekki síst fyrir þær sakir að flestar persónur myndarinnar eru frekar litlausar og hef ég oft séð Crowe betri en núna. Maður fékk einhvern vegin á tilfinnunguna að hann væri að vinna að annarri mynd á sama tíma, væri alltaf að koma og fara af tökustað og næði því engu sambandi við hlutverk sitt. Sömu sögu er ad segja af Connie Nielsen sem náði næstum að skemma myndina í heild sinni með skelfilegum leik. Hins vegar þótti mér löngu orðið tímabært að sjá Oliver Reed, þann stórgóða leikara, í almennilegu hlutverki eftir mörg mögur ár og einnig stóðu þeir Derek Jacobi og Richard Harris sig með ágætum (reyndar stórfynðið að gáfumenn í hollywoodmyndum skuli alltaf tala med breskum hreim, þvílík fásinna). Joaquin Phoenix var svo og góður. Það stakk þó einna mest í augu hvernig mannkynssögunni var á nokkrum mínútum gjörbreytt til þess að hetjan okkar fengi nú að hefna sín. Þess má geta að Commódus var kyrktur af þræl sínum í baði og finnst mér sá dauðdagi henta honum betur en sá sem madur er látinn horfa upp á í myndinni. En fátt er svo með öllu illt. Bardagasenurnar voru með því betra í áraradir og það eru fyrst og fremst þær sem stjörnurnar fá. Þessi mynd er enginn Ben Húr en þó má hafa gaman af henni og víst er hún góð heimild um hid skelfilega líf skylmingaþrælsins á dögum rómversku keisaranna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei