Gagnrýni eftir:
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mynd sem þarf að horfa á oftar enn einu sinni.
Action atriðin valda ekki vonbriðgum(atriðið á hraðbrautinni er svakalegt) enda átti ég ekki von á öðru.
En það sem heillar mig mest við þessa mynd eru allar goðsagnapælingar(grísk goðafræði) og svo hugbúnaðarhugmyndirnar(bakdyr, vírusforrit og fleira). Ég elska myndir sem skilja eftir spurningar(sjálfsagt verður þeim öllum svarað í Revolutions), og gefur manni eitthvað til að hugsa um.
Og það er nokkuð sem nóg er af í þessari mynd.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum þar sem margt kom mér á óvart en verst af öllu er að þurfa bíða í 6 mánuði eftir næstu mynd :(
Flott mynd ;)
Jason X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa gefist uppá þessari seríu í mynd 4, ákvað ég að gefa henni annan séns.
Þvílík mistök það voru :(
Myndin er illa leikin, klisja útí gegn og bara ekkert scary
Hún nær ekki einsu sinni að vera skemmtileg léleg. Þetta er bara fyrir hörðustu Jason aðdáendur...allir aðrir ættu að forðast þetta drasl.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hafði forðast að horfa alla þá trailera, auglýsingar og heimasíður sem tengdust þessari mynd, áður en ég fór á hana.
Eiginlega vegna þess að ég vildi fara á hana og sjá allt í fyrsta skipti. Ég verð eiginlega að segja að þessi mynd sló mig útaf laginu, því að í fyrsta lagi, fylgir hún bókinni rosalega vel eftir, í öðru lagi, leikararnir smellpössuðu í hlutverkin og í þriðja lagi var útlit og heimurinn alveg frábær eftirlíking úr bókunum. Þessi mynd er fyrir alla, bæði hörðustu Tolkien aðdáendur og almennan kvikmyndaunnenda.
Peter Jackson á mikin heiður skilin fyrir þetta stórvirki. þetta er mynd sem ég á eftir að sjá nokkrum sinnum í bíó ;)