Gagnrýni eftir:
Behind Enemy Lines0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég lagði leið mína á Behind Enemy Lines í fyrradag og var mjög ánægður með útkomuna. Söguþráðurinn er ósköp venjulegur, en mörg góð hasaratriði. Það er allt of langt síðan svona mynd var síðast í bíó. Alltaf skemmtilegt að sjá svona myndir. Myndin fjallar í stórum dráttum um orystuþotu-flugmann sem er skotinn niður þegar hann er að taka eftirlitsmyndir. Hann er hundeltur á jörðu niðri af heilli hersveit á meðan hann vonar að einhver geti komið honum til bjargar. Eitthvað hefur hann tekið myndir af sem er svo leyndardómsfullt að hersveitin myndi nánast gera hvað sem er til þess að það yrði ekki uppljóstrað. Ef þú ert einn/ein af þeim sem hefur gaman af hasar og spennu, þá svíkur þessi engan.

