Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



City of God
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd hér í Barcelona með spænskum texta. Myndin er svo á mikilli slang-brasilísku (portúgölsku) þannig maður náði kannski ekki alveg öllu enda spænskan mín ekki fullkomin enn. Engu að síður þótti mér þetta stórkostleg mynd og kvikmyndatakan var gjörsamleg snilld. Myndin gerist á mörgum tímaskeiðum og ná þeir mjög vel fram mismunandi stemningu og leikurinn er mjög sannfærandi. Það sem er sláandi er að þessi mynd byggir á sönnum atburðum og ég hef heyrt að ástandið í fátækrahverfum Río sé einmitt svona, allir með byssur og gengdarlaust ofbeldi og eymd. Ég mæli hiklaust með þessari mynd og vona að hún verði sýnd heima því þá mun ég sjá hana aftur með íslenskum texta.


Björgvin Hilmarsson (Barcelona)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei