Gagnrýni eftir:
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég fór á þessa mynd. Ég er ekki vanur að tjá mig á þessum vef um myndir og verð bara að koma því frá mér að þessi mynd er hræðilega langdregin og leiðinleg. Flestir þekkja sögu Krists, og þessi mynd tekur fyrir örfá atriði í lífi Jesú og setur bíblíuna á myndrænt form. Það er verðugt verkefni að setja biblíuna á myndrænt form enda er þar að finna mikla og merkilega speki. Það sem þessi mynd tekur fyrir á þó lítið skylt við boðskap biblíunar.
Hvert einasta atriði myndarinnar tekur hálfa eilífð og 1 klst pyntíngaratriði fullkomnar hryllinginn. Þessi klukkutími er með versta splatter sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Húð Jesú rifin af honum með odda-svipum svo sjáist í ber rifbeinin. Það eru ekki ýkjur þegar ég segi ykkur að það tók 1 klst. að pynta Jesú, láta hann bera krossinn að hæðinni og berja hann upp á krossinn.
ALDREI hefur mér þótt jafn ótrúlegt að horfa upp á mynd fá jafn góða dóma og þessi. Söguþráðurinn er enginn, leikur er sæmilegur en gífurlega einhæfur (hver og einn leikari er eins út í gegnum alla myndina og gæti ég trúað að um 15 mín alls fari í nærmynd af Jesú þar sem þrátt fyrir blóðugt andlitið lítur hann upp og það glampar í gullfallegu litalinsuna í vinstra auga), boðskapurinn er brenglaður, Hollywood bragurinn dregur úr trúverðugleikanum en það verður að viðurkennast og myndataka er góð og sömuleiðis hljóðsetning (þó svo að hún byggi fyrst og fremst á sífeldum endurtekningum á sömu umhverfishljóðum). Eftir að hafa séð myndina þá veit ég að Jesú þurfti að þjást óendanlega mikið og á hann bestu þakkir skilið. Þetta vissi maður þó fyrir án þess að hafa þurft að horfa upp á allan hryllinginn. Önnur skilaboð myndarinnar tapast í viðbjóðnum og blóðbaðinu.
Zero Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi kom skemmtilega á óvart. Bjóst við lélegri mynd, enda tók hana sem fríspólu. Verð þó að viðurkenna að ég hafði lúmskt gaman af henni, enda gaman að fylgjast með persónum á hvíta tjaldinu sem eru gáfnafarslegar ofurhetjur.