Gagnrýni eftir:
The Legend of 1900
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Legend of 1900 er frábær mynd framleidd af ítölum en það er töluð enska í myndinni.
Aðalpersónan heitir 1900 og er leikinn af Tim Roth( Planet of the Apes, Reservoir Dogs). 1900 fæðist im borð í skemmtiferðarskipi og er skilin eftir í matsalnum, þar er hann funndinn af manni sem sér um að þrífa salinn. Þessi maður sér um að ala drenginn upp og nefnir hann 1900. 1900 læðist á næturnar til að spila á píanóið sem er í salnum þar sem fólkið á 1.farrými borðar. Hann lærir allveg sjálfur að spila og spilar aldrei eftir nótum, heldur semur hann það bara á staðnum það sem hann spilar. 1900 er ráðinn til að spila á meðan ríka fólkið borðar og verður hann mjög frægur. Fullt af fólki kemur um borð til að sjá þennan snilling spila. Þar á meðal kemur maðurinn sem fann upp jazzin( hef ekki hugmynd um hvað hann heitir) og skorar á 1900 í píanó keppni í allveg mögnuðu atriði.
Þessi mynd er allveg mögnuð og mæli ég hiklaust með henni.
The Million Dollar Hotel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá þessa mynd í sjónvarpinu um daginn og bjóst við góðri skemmtum því að þetta er mynd með Mel Gibson og svo hljómaði nafnið vel. Þessi mynd er einfaldlega mjög léleg í alla staði og þurfti ég að pína mig til að horfa á hana. Ég skil ekki hvernig þeir gátu fengið Mel G til að leika í henni.