Gagnrýni eftir:
Star Wars: Attack of the Clones0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég vil byrja á að seigja phew. Star Wars Episode II virkar, er bæði skemmtileg og spennandi. Rómansinn á milli Padme Amidala og Anakin Skywalker, er ef til vill ekki beinlínis einn þeim best útfærðu og leiknu í kvikmyndasögunni, en hann verður heldur aldrei beinlínis afkáralegur eins og hefði getað orðið. What the heck, þeir sem gagnrína að þær línur sem fari á milli þeirra í handritinu séu ekki djúpt hugsaðar, þeim mætti benda á að flest ástfangið fólk hefur ekki tungulipurð á við Hómer eða Shakespear. Í heildina litið er atburðarásin nógu spennandi og skemmtileg til að gera þessa mynd að verðugum hluta í Stjörnu stríðs bálkinum, að mínum dómi er hún einhversstaðar á milli Episode IV og V af gæðum, þ.e. skemmtanagildi. Ef maður vill vera eitthvað að nöldra þá er hægt að benda á að þessi mynd er eins raunveruleikafyrrt eins og flestar aðrar geimmyndir. Ef ég nefni dæmi þá er alveg gjörsamlega útilokað að lofsteinabelti, eins það sem kemur við sögu í einu atriðinu, sé svona þéttskipað loftsteinum eins og sést í myndinni. Ef smástirna/lofsteinabeltið á milli Mars og Júpiters er tekið sem dæmi þá erum við að tala um fjarlægðir á milli einstakra smástyrna frá nokkur hundruð upp í nokkuð þúsund kílómetra, og í geimnum telst það vera mjög litlar fjarlægðir. Ég bendi einnig á að túnglið er í um 300þ.km. fjarlægð frá Jörð. Smástyrni sem sagt var um árið af stjörnufræðingum hafa farið rétt fram hjá Jörð gerði það á milli 500þ. til 600þ.km. fjarlægð. Fjarlægðir til næstu plánetna eru mældar í milljónum km. Þetta ætti að gefa örlitla hugmynd um fjarlægðir í okkar næsta nágrenni í geimnum. Hitt sem ég gæti nefnt er að þegar geimförin voru að leika þrautakóng í þessu nefnda lofsteinabelti þá brutu þær nánast allar reglu eðlisfræðinnar um hvernig geimför hegða sér í geimi. Í loftæmi geimsins er einfaldlega ekki hægt sveigja til og frá eins og maður væri í orustuflugvél, slíkt er einungis hægt að gera í lofthjúpi þegar vængir hafa eitthvað loft að grípa í til að hjálpa beigjunni. Í lofttæmi geimsins er ekkert slíkt til staðar og því einungis hægt að beigja með því að snúa geimfarinu þvert á stefnuna og beita knínum til breita stefnunni og hægja á sér með að snúa geimfarinu alveg við og beita knínum beint á móti stefnunni. En eins og ég sagði er þetta bara nöldur þar sem allar geimmyndir hingað til, nema 2001 og 2002 Space Oddity, stunda ekki Hard Science Fiction frekar eitthvað sem líkja má við hreina fantasíu. Það er allt í lagi ef fantasían er skemmtileg. Stjörnugjöfin er fremur mælikvarði á skemmtanagildi myndarinnar en eitthvað annað.
The Scorpion King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er gerð fyrir um helmingi minni pening en seinni múmíu myndin. Það sést einkum í því að tölvuteiknuðu skrímslunum hefur verið sleppt. Í staðinn koma hefðbundin stönt og leikhúsatrick. En málið er að mínu mati er þetta enginn galli á myndinni. Í staðinn er hún miklu fókusaðri fyrir vikið, verður að hreinni skilminga hasar mynd eins og Hollywood gerði þær áður fyrr, með þeirri breitingu að aksjónin er harðari í dag en þá. Þrátt fyrir að mikill fjöldi manns sé drepinn í henni, þá er hún ekki grisly þar sem sleppt er t.d. að sýna hausa beinlínis fljúga með blóðið lekandi út um allar áttir. Á vissan hátt tapar myndin fyrir bragði vissu veruleikasambandi, þar sem í raunverulegri akssjón myndu sverð og spjót þátttkenda og þeir sjálfir fljótt verða löðrandi í blóði, en í staðinn eru þeir skringilega ónæmir fyrir blóðslettum. En what the heck, við erum að tala um mynd sem á að gerast hundruðum ára eða meira en þúsund fyrir tíma píramídanna, þ.s. þjóðsagnakenndar borgir eins og Sódóma og Gómorra koma við sögu, og Ísis á að vera drottning Egypta. Slíkar myndir hafa hvort sem er lítið samband við raunheiminn. Ef aksjónin er þétt og hröð, og nógu skemmtileg, er tilganginum náð; og það á við um The Scorpion King að mínu mati. Þeir sem höfðu gaman af Arnoldi gamla í Conan The Barbarian munu hafa gaman af henni þessari. Fyrir unnendur skilminga ævintýramynda.
Gosford Park0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Langbesta búningadramað út frá hinu gamla breska uppstairs/downstairs þjóðfélagi sem sést hefur um árabil. Myndin rennur rólega og ljúft niður. Leikur allra er mjög góður. Myndin sem dreginn er upp af stéttaskiptingunni er almennt sannfærandi. Fyrirfólkið er sannfærandi yfirstéttalegt í framkomu og þjónustufólkið að sama skapi sannfærandi auðmjúkt, ef miklu síður svo úr augsýn. Þetta eru sannarlega tveir heimar, þ.e. uppi og niðri.
Ef eitthvað eitt lýsingarorð á við myndina, þá er það fágun. Framvindan er fáguð, en ekki hröð [ekki fyrir unnendur hasarmynda]. Eftir að morðið hefur verið framið laust eftir miðja mynd, þá er gefin fáguð mynd af því hvernig bresk lögregla spyr fyrirfólk spjörunum úr. En morðgátan sjálf er eiginlega aukaatriði og virðist einkum spila þá rullu að gefa nánar til kynna þá spennu sem býr undirniðri hinu fágaða yfirborði á milli fyrirfólksins og þjónustufólksins annarsvegar og á milli einstaklinga innan hvors hóps hinsvegar. Þrátt fyrir allt býr hatur og fyrirlitning undir niðri sem brýst fram í morði. Lausn morðgátunnar er nokkuð óvænt.
Fyrir unnendur fágaðra og vel leikinna mynda.
A Beautiful Mind0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostlegur leikur hjá Russel Crowe og Jennifer Connelly. Russel er mjög sannfærandi sem óframfærinn sérvitur stærðfræðisnillingur, sem haldinn er geðveilu sem smám saman ágerist. Síðan er athyglisvert að sjá hvernig hann í seinni hluta myndarinnar reynir að lifa með geðveilunni, þrátt fyrir hana, þegar hann var kominn yfir þá krísu að hafa áttað sig á að hann væri geðveikur. Jennifer er mjög sannfærandi sem falleg ung kona sem verður ástfangin af séníinu, þrátt fyrir klaufaskap þess í almennum mannlegum samskiptum, gyftist honum síðan. Túlkun hennar á því hvernig eiginkona sem elskar manninn sinn tekst á við það áfall að komast að því að hann sé geðveikur er ekki síður mögnuð. Þeirra samband er dæmi um einstaklega fallegt samband og gagnkvæma ást, en einnig þá fórn sem elskandi eiginkona getur verið til í að færa fyrir þann sem hún elskar. Aðalleikararnir eiga báðir óskar skilið.
Fyrir unnendur vandaðra og vel leikinna mynda. Ekki spennumynd, nema á stuttum köflum þegar geðveikin er í hámarki.
Black Hawk Down0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fjallar um það þegar Bandaríkjamenn gerðu tilraun til að handtaka einna af helstu stríðsherrum Sómalíu, Mohammad Farah Aideed, í fyrrum höfuðborg Sómalíu, Mogadishu. Eins og þekkt er fór það mál allt úr böndunum er nánast gjervöll borgin reis upp gegn hersveitum Bandaríkjamanna, þegar íbúarnir fylltust reiði yfir því að ráðist væri af erlendu veldi gegn einum af helstu leiðtogum sínum. Ég mæli hér með lestri Bókarinnar, Black Hawk Down því þar er einnig byrtur sjónarhóll þeirra sem voru að berjast gegn Bandaríkjamönnum. En eins og oft áður miskildu Bandaríkjamenn algerlega aðstæður. Málið var að Aideed var ekki bara bardagamaður og drápari heldur líka leiðtogi einnar fylkingar Sómala í ættbálkaþjóðfélagi, því mikil einföldun að líta á hann sem ótíndan glæpamann.
Bandaríkjamenn uppskáru það að aðgerð sem átti að taka einn klukkutíma breyttist í 15 klukkutíma martröð þar sem 18 bandaríkjamenn féllu og yfir 1000 Sómalar.
Myndin byrjar nokkuð rólega, en nánast um leið og Bandaríkjamenn gera tilraunina til að nema Aideed á brott verður allt vitlaust í orðsins fyllstu merkingu. Nánast alla myndina út er svo í gangi nær samfelld orusta. Myndin gefur góða mynd af því hver áhrifin af því voru á hina bandarísku hermenn. Kúlur og eldflaugasprengjur fljúga um allt, skotið er af húsþökum, úr húsasundum, gluggum you name it. Menn falla hver um annan þveran, kúlurnar spyrja ekki um hver þú ert, þegar allt kemur til alls þá skiptir ekki nokkuð annað máli heldur en að lifa af, að halda lífinu í félögum sínum. Það er það sem myndin kennir okkur um stríð, þ.e. No glory, just survival.
Þetta er hörð mynd, ekkert elsku mamma, stríð er stríð, blóð er blóð og dauði er dauði.
From Hell0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er um að ræða bestu kvikmynd sem hefur verið gerð um Kobba kviðristi, betri að mínu mati en eldri útgáfur gerðar með þekktum breskum leikurum. Hún fer fremur rólega af stað. Vændiskonur byrja að tína tölunni. Æsingur kemst í almenning vegna meðferðar morðingjans á líkunum [hann var ekki nefndur kviðristir út af engu]. Ungur rannsóknarlögreglumaður, Jonny Depp, sem haldinn er fíkn í ópíum, er látinn taka að sér málið. Sá virðist hafa nokkra skiggnigáfu sem hann notar sér til aðstoðar við rannsókn málavöxtu. Það veldur því að á köflum er myndin nokkuð myrk og dulúðug. En smám saman kemst meiri hreyfing á hlutina og í seinni hluta myndarinnar er um all mikla spennu að ræða.
Að mínum dómi standa allir leikararnir sig með príði. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt og trúverðugt sem 19. aldar slömm í London.
Helsti vandi myndarinnar að mínum dómi er sjálft plottið, þ.e. kenningin/samsærið á bakvið allt, gengur einfaldlega ekki upp. Það hljómar þó sannfærandi ef menn vita ekki mikið um Bretland á 19. öld.
Það eitt drepur kenninguna að kaþólskir voru undirmálsstétt á Bretlandi á þeim tíma og var bannað að vera í opinberum embættum af nokkru tagi. Hjónabandið sem um ræðir myndi auk þess ekki hafa verið viðurkennt af krúnunni þar sem prinsar hafa þurft fram á þennan dag opinbert leyfi og blessun fyrir hjónabandi. Þannig hefði engin hætta verið á feðrum fyrir krúnuna og hugmyndin á bakvið plottið fellur um sjálfa sig.

