Náðu í appið
Gagnrýni eftir:

Tómas



Close Encounters of the Third Kind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einfaldlega ein besta vísindaskáldsaga sem gerð hefur verið. Fjallar um á mjög svo trúverðugan hátt, fyrstu kynni mannkyns og geimvera. Góðar tæknibrellur og fínn söguþáður ásamt góðu leikaravali , Richard Dreyfuss fer á kostum , gera þessa mynd að einu besta stykki sem Steven galdrakall Spielberg hefur sent frá sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ja hvað skal segja um þessa 3 tíma mynd. Jú hún er dæmigerð Amerísk glansmyndaframleiðsla. Tæknilega er hún frábær með því besta sem ég hef séð, ef ekki sú besta. Sjálf árásin á Perluhöfn er þvílikt sjónrænt meistarastykki að hún ein er eiginlega næg ástæða til að fara á myndina. Annars fannst mér myndin eiginlega vera 3 myndir í einni. Fyrst kom hugljúf ástarsaga, síðan hin besta stríðsmynd og að lokum nánast sjálfstætt framhald af fyrstu hlutunum tveim sem hefði hugsanlega sómt sér vel sem Pearl Harbour II með smá saumaskap til að fylla tímamörk fyrir kvikmynd. Prýðileg mynd þótt ameríski "we are the greatest" áróðurinn sé helst til of mikill.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei