Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð smekkleg mynd og góðar tæknibrellur. Þetta er samt að verða dáltið langdreigið. Téa Leoni gerir varla annað en að öskra móðusíkilslega hálfa myndina og snareðlurnar eru allt í einu komnar með fjaðrir á hausinn og miklu gáfaðri. Liðið er að standa sig vel með að búa til leikbrúður og þær eru nokkuð raunvörulegar. Ég vona samt að það komi ekki númer 4 í seríuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld, ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég sá trailerinn. Þetta er besta mynd sem é hef séð og tæknibrellur eru þær bestu sem ég gæti hugsað mér. Þarna eru myrkraverur sem ég hef ekki áður séð. Þetta er klassísk mynd um baráttu góðs og ills. Fróði, saklaus og friðsæll hobbiti, veit ekki hverju hann á von á þegar góðan vin ber að garði og innan tíðar er hann á flótta undan skrímslum, púkum og öðrum myrkraverum. Bara klassi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei